Fótbolti

Zlatan skoraði í endur­­komunni og Roma vann dramatískan sigur | Bæði lið með fullt hús

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Zlatan í leik dagsins.
Zlatan í leik dagsins. Emmanuele Ciancaglini/Getty Images

Svínn Zlatan Ibrahimović skoraði í endurkomu sinni fyrir AC Milan er liðið vann Lazio 2-0 í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þá gerðu lærisveinar José Mourinho hjá Roma 1-1 jafntefli við Sassuolo.

Rafael Leao kom heimamönnum í AC Milan yfir á 45. mínútu. Í uppbótartíma fyrri hálfleik fékk Mílanó-liðið vítaspyrnu en Franck Kessie brenndi af. Það var svo varamaðurinn Zlatan Ibrahimović sem gulltryggði sigurinn með marki á 67. mínútu. 

Lagði Ante Rebić upp bæði mörk AC Milan í dag. Í uppbótartíma lenti Maurizio Sarri, þjálfari Lazio, upp á kant við leikmenn AC Milan og fékk fyrir vikið rautt spjald.

Roma vann svo dramatískan 2-1 sigur á Sassuolo í síðasta leik dagsins. Bryan Cristante kom Roma yfir snemam leiks en Filip Đuričić jafnaði metin eftir sendingu frá Domenico Berardi á 57. mínútu. 

Stephan El Shaarawy reyndist svo hetja dagsins er hann skoraði sigurmark leiksins er tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Var þetta þúsundasti leikurinn sem José Mourinho stýrir á stjóraferli sínum. Var þetta 640. sigurleikurinn hans á ferlinum.

Bæði lið eru með fullt hús stiga á toppi Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar. Roma er í toppsætinu á markatölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×