Umhugsunarverð einkunnagjöf Sigþrúður Ármann skrifar 12. september 2021 16:31 Það er ánægjulegt að Ungir Umhverfissinnar, sem nýlega gáfu stjórnmálaflokkum einkunn fyrir stefnu sína í umhverfis- og loftlagsmálum, hafi endurskoðað einkunnagjöf Sjálfstæðisflokksins og hækkað. Það er gríðarlega mikilvægt að ungt fólk, rétt eins og við öll, láti sig umhverfis- og loftlagsmál varða og því ber að fagna framtaki hópsins. Ég fékk þann heiður að taka á móti einkunnarspjaldinu fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og var full tilhlökkunar. Aftur á móti varð ég strax hugsi um aðferðafræðina og þegar farið var að skoða upphaflega niðurstöðu flokksins varð strax ljóst að mistök hefðu átt sér stað. Ekki nóg að lofa, það þarf líka að framkvæma Í einkunnagjöf Ungra Umhverfissinna er eingöngu tekið mið af stefnuskrám flokkanna. Það væri hins vegar athugunar virði að gefa flokkunum einnig kost á að rökstyðja með hvaða hætti þeir hafa staðið fyrir raunverulegum aðgerðum sem samræmast mælikvörðunum sem lagt er upp með. Með öðrum orðum, hvort flokkarnir hafi látið verkin tala, til dæmis með lagafrumvörpum, þingályktunartillögum eða stuðningi við slíkar tillögur í atkvæðagreiðslum á Alþingi. Til samanburðar myndi það ólíklega teljast fullnægjandi að frammistaða fyrirtækja í umhverfismálum væri eingöngu metin út frá umhverfisstefnu þeirra. Líta þyrfti til þess hvað fyrirtæki hafa gert í reynd, hvaða árangri þau hafa raunverulega náð. Metnaðarfull markmið Sjálfstæðisflokkurinn hefur það í stefnuskrá sinni að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrst allra þjóða í heiminum. Þetta metnaðarfulla markmið er ekki að finna sem mælikvarða í prófi Ungra Umhverfissinna. Markmið Sjálfstæðisflokksins gengur því lengra en markmið Ungra Umhverfissinna sem er að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2050. Sjálfstæðisflokkurinn hefur undanfarin ár haft forystu um að móta stefnu og aðgerðir Íslands á leið okkar til fullra orkuskipta, til dæmis með þingsályktun Þórdísar Kolbrúnar, varaformanns Sjálfstæðisflokksins og orkumálaráðherra, um aðgerðaáætlun í orkuskiptum. Aðgerðaáætlun nýrrar Orkustefnu var kynnt í vetur og byrjað er að vinna eftir henni af fullum krafti. Orkusjóður styður við fjölmörg orkuskiptaverkefni sem draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda, en stærsta úthlutun sögunnar úr sjóðnum verður nú í september. Til viðbótar má nefna vinnu orkumálaráðherra við „Græna dregilinn“ og stóraukinn stuðning við nýsköpun, rannsóknir og þróun sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft forystu um og hefur m.a. nýst grænum verkefnum. Þá má nefna frumvarp Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, sem varð að lögum í vor um skattalega hvata (stuðning) fyrir fyrirtæki sem fjárfesta í grænum lausnum og orkuskiptum. Frumvarpið er mikið framfaramál. Í einkunn Ungra Umhverfissina fær Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar núll stig fyrir stuðning í nýsköpum í tæknilausnum kolefnisföngunar og bindingar. Nefna mætti fleiri dæmi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn nýtur ekki sannmælis í mati Ungra Umhverfissinna. Áfram, gakk! Það myndi bæði dýpka og bæta einkunnagjöf þeirra sem láta sig málaflokkinn varða að taka tillit til þess sem flokkarnir hafa gert, þess sem þeir hafa sýnt í verki, í stað þess að horfa eingöngu á það sem þeir segjast ætla að gera í misjafnlega ítarlegum kosningastefnuskrám. Vart þarf að ítreka að það er langur vegur milli þess að skrifa löng orð á blað og að ráðast í raunverulegar aðgerðir. Með slíku aðhaldi þyrftu flokkarnir að svara enn betur fyrir aðgerðir sínar eða aðgerðaleysi í þeim mikilvægu málaflokkum sem umhverfis- og loftlagsmál eru og kjósendur gætu enn frekar glöggvað sig á raunverulegum áherslum stjórnmálaflokkanna, jafnt í orði sem í verki. Ég fagna frumkvæði Ungra Umhverfissinna og hvet þau áfram til góðra verka. Áfram, gakk! Höfundur skipar 6. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Umhverfismál Sjálfstæðisflokkurinn Sigþrúður Ármann Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Það er ánægjulegt að Ungir Umhverfissinnar, sem nýlega gáfu stjórnmálaflokkum einkunn fyrir stefnu sína í umhverfis- og loftlagsmálum, hafi endurskoðað einkunnagjöf Sjálfstæðisflokksins og hækkað. Það er gríðarlega mikilvægt að ungt fólk, rétt eins og við öll, láti sig umhverfis- og loftlagsmál varða og því ber að fagna framtaki hópsins. Ég fékk þann heiður að taka á móti einkunnarspjaldinu fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og var full tilhlökkunar. Aftur á móti varð ég strax hugsi um aðferðafræðina og þegar farið var að skoða upphaflega niðurstöðu flokksins varð strax ljóst að mistök hefðu átt sér stað. Ekki nóg að lofa, það þarf líka að framkvæma Í einkunnagjöf Ungra Umhverfissinna er eingöngu tekið mið af stefnuskrám flokkanna. Það væri hins vegar athugunar virði að gefa flokkunum einnig kost á að rökstyðja með hvaða hætti þeir hafa staðið fyrir raunverulegum aðgerðum sem samræmast mælikvörðunum sem lagt er upp með. Með öðrum orðum, hvort flokkarnir hafi látið verkin tala, til dæmis með lagafrumvörpum, þingályktunartillögum eða stuðningi við slíkar tillögur í atkvæðagreiðslum á Alþingi. Til samanburðar myndi það ólíklega teljast fullnægjandi að frammistaða fyrirtækja í umhverfismálum væri eingöngu metin út frá umhverfisstefnu þeirra. Líta þyrfti til þess hvað fyrirtæki hafa gert í reynd, hvaða árangri þau hafa raunverulega náð. Metnaðarfull markmið Sjálfstæðisflokkurinn hefur það í stefnuskrá sinni að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrst allra þjóða í heiminum. Þetta metnaðarfulla markmið er ekki að finna sem mælikvarða í prófi Ungra Umhverfissinna. Markmið Sjálfstæðisflokksins gengur því lengra en markmið Ungra Umhverfissinna sem er að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2050. Sjálfstæðisflokkurinn hefur undanfarin ár haft forystu um að móta stefnu og aðgerðir Íslands á leið okkar til fullra orkuskipta, til dæmis með þingsályktun Þórdísar Kolbrúnar, varaformanns Sjálfstæðisflokksins og orkumálaráðherra, um aðgerðaáætlun í orkuskiptum. Aðgerðaáætlun nýrrar Orkustefnu var kynnt í vetur og byrjað er að vinna eftir henni af fullum krafti. Orkusjóður styður við fjölmörg orkuskiptaverkefni sem draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda, en stærsta úthlutun sögunnar úr sjóðnum verður nú í september. Til viðbótar má nefna vinnu orkumálaráðherra við „Græna dregilinn“ og stóraukinn stuðning við nýsköpun, rannsóknir og þróun sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft forystu um og hefur m.a. nýst grænum verkefnum. Þá má nefna frumvarp Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, sem varð að lögum í vor um skattalega hvata (stuðning) fyrir fyrirtæki sem fjárfesta í grænum lausnum og orkuskiptum. Frumvarpið er mikið framfaramál. Í einkunn Ungra Umhverfissina fær Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar núll stig fyrir stuðning í nýsköpum í tæknilausnum kolefnisföngunar og bindingar. Nefna mætti fleiri dæmi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn nýtur ekki sannmælis í mati Ungra Umhverfissinna. Áfram, gakk! Það myndi bæði dýpka og bæta einkunnagjöf þeirra sem láta sig málaflokkinn varða að taka tillit til þess sem flokkarnir hafa gert, þess sem þeir hafa sýnt í verki, í stað þess að horfa eingöngu á það sem þeir segjast ætla að gera í misjafnlega ítarlegum kosningastefnuskrám. Vart þarf að ítreka að það er langur vegur milli þess að skrifa löng orð á blað og að ráðast í raunverulegar aðgerðir. Með slíku aðhaldi þyrftu flokkarnir að svara enn betur fyrir aðgerðir sínar eða aðgerðaleysi í þeim mikilvægu málaflokkum sem umhverfis- og loftlagsmál eru og kjósendur gætu enn frekar glöggvað sig á raunverulegum áherslum stjórnmálaflokkanna, jafnt í orði sem í verki. Ég fagna frumkvæði Ungra Umhverfissinna og hvet þau áfram til góðra verka. Áfram, gakk! Höfundur skipar 6. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun