Fíkn er sjúkdómur sem rýfur tengsl Sigurður Páll Jónsson skrifar 10. september 2021 17:02 Það hefur verið mikil lífsreynsla fyrir mig sem áhugamann um áfengis- og vímuefnamál að takast á við þennan málaflokk á vettvangi stjórnmálanna. Óhætt er að segja að lítið sem ekkert hafi gengið í baráttunni við að stytta biðlista í meðferð, vegna þeirra skoðunar núverandi heilbrigðisráðherra að ríkið eitt skuli sjá um þessi mál en ekki einhverjir aðrir. Píratar og síðar hæstvirtur heilbrigðisráðherra lögðu fram og mæltu fyrir frumvörpum, á sitthvoru árinu, um afglæpavæðingu „neysluskammta “ fíkniefna. Bæði þessi frumvörp voru algjörlega vanunnin sem kom best í ljós í umsögnum aðila eins og Læknafélags Íslands, lögreglunnar, og allmargra forvarna- og bindindisfélaga við vinnslu málanna. Spurningunni um það hvað er „neysluskammtur “ er enn ósvarað. Það er staðreynd að skammtur sem „er í lagi“ fyrir einn getur drepið annan. Þeir sem neyta fíkniefna byggja upp þol fyrir stærri skömmtum sem þeir, sem eru að bara að „fikta, “ hafa ekki. Erum við nokkuð búin að gleyma þeim sorglegu fréttum sem reglulega berast um ungt fólk sem dáið hafa af einum skammt! Hvaða merkingu hefur orðið „neysluskammtur “ í slíkum tilvikum? Flytjendur frumvarpanna segja að önnur lönd, t.d. Portúgal, hafi farið þessa leið. Það er alrangt, þau lönd höfðu lögreglu, læknasamfélagið og forvarna- og meðferðarsamtök og fleiri aðila með í ráðum í þeirri vinnu. Hérna á Íslandi ætla heilbrigðisráðherra og Píratar að hundsa slíkt samstarf. Andstaðan við fíkn er að vera allsgáður Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, vitnar í þrettán orð sem breyttu öllu í hennar huga í nýlegri grein á Vísi. „Andstæðan við fíkn er ekki að vera alsgáður. Andstæðan við fíkn eru tengsl.“ Að hennar sögn breyttu þessi orð hvernig hún hugsar um vímuefni. Gott og vel en þetta er algjör andstaða við mína upplifun sem óvirkur fíknisjúklingur (alkóhólisti). Í mínu lífi í dag er er andstæðan við fíkn að vera allsgáður og á meðan ég var „virkur í neyslu“ einangraðist ég frá nánast öllum tengslum við annað fólk. Var þó áður og er í dag mikil félagsvera. Ég hef oft rætt það alheimsvandamál sem eru undirheimar sem tengjast ólöglegum fíkniefnum og í því sambandi rifjað upp bannár áfengis, 1920 – 1935. Sú saga segir okkur að fíknivandinn og hörmungar áfengis og annar vímuefna er ekki ný af nálinni. Samstarf og sú samvinna landa á milli, þegar vá steðjar að heiminum hefur sýnt að margt er gerleg ef fólk snýr bökum saman. Nýjasta dæmið er glíman við Covid-19, þar sem allir, hvar sem er í heiminum, eru að fást við einn óvin. Eyðum biðlistunum Hér heima á Fróni verðum við stjórnmálamenn í samstarfi við lækna, lögreglu, meðferðaraðila, forvarnaraðila, bindindissamtök og alla þá sem málið varða að taka skynsamlegar ákvarðanir en ekki flana að neinu. Því miður eru þessi frumvörp um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna algjörlega vanunnin. Það þarf hins vegar að ráðast í það strax að eyða öllum biðlistum þegar kemur um að komast í meðferð. Þar bíða nú ríflega 600 manns og hafa beðið allt of lengi. Ég hef lagt fram tvær þingsályktanir um lausn á þessum vanda á kjörtímabilinu og mun áfram berjast fyrir þeim málum. Uppgjöf er ekki í boði og allt hálfkák er gagnslaust. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Fíkn Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið mikil lífsreynsla fyrir mig sem áhugamann um áfengis- og vímuefnamál að takast á við þennan málaflokk á vettvangi stjórnmálanna. Óhætt er að segja að lítið sem ekkert hafi gengið í baráttunni við að stytta biðlista í meðferð, vegna þeirra skoðunar núverandi heilbrigðisráðherra að ríkið eitt skuli sjá um þessi mál en ekki einhverjir aðrir. Píratar og síðar hæstvirtur heilbrigðisráðherra lögðu fram og mæltu fyrir frumvörpum, á sitthvoru árinu, um afglæpavæðingu „neysluskammta “ fíkniefna. Bæði þessi frumvörp voru algjörlega vanunnin sem kom best í ljós í umsögnum aðila eins og Læknafélags Íslands, lögreglunnar, og allmargra forvarna- og bindindisfélaga við vinnslu málanna. Spurningunni um það hvað er „neysluskammtur “ er enn ósvarað. Það er staðreynd að skammtur sem „er í lagi“ fyrir einn getur drepið annan. Þeir sem neyta fíkniefna byggja upp þol fyrir stærri skömmtum sem þeir, sem eru að bara að „fikta, “ hafa ekki. Erum við nokkuð búin að gleyma þeim sorglegu fréttum sem reglulega berast um ungt fólk sem dáið hafa af einum skammt! Hvaða merkingu hefur orðið „neysluskammtur “ í slíkum tilvikum? Flytjendur frumvarpanna segja að önnur lönd, t.d. Portúgal, hafi farið þessa leið. Það er alrangt, þau lönd höfðu lögreglu, læknasamfélagið og forvarna- og meðferðarsamtök og fleiri aðila með í ráðum í þeirri vinnu. Hérna á Íslandi ætla heilbrigðisráðherra og Píratar að hundsa slíkt samstarf. Andstaðan við fíkn er að vera allsgáður Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, vitnar í þrettán orð sem breyttu öllu í hennar huga í nýlegri grein á Vísi. „Andstæðan við fíkn er ekki að vera alsgáður. Andstæðan við fíkn eru tengsl.“ Að hennar sögn breyttu þessi orð hvernig hún hugsar um vímuefni. Gott og vel en þetta er algjör andstaða við mína upplifun sem óvirkur fíknisjúklingur (alkóhólisti). Í mínu lífi í dag er er andstæðan við fíkn að vera allsgáður og á meðan ég var „virkur í neyslu“ einangraðist ég frá nánast öllum tengslum við annað fólk. Var þó áður og er í dag mikil félagsvera. Ég hef oft rætt það alheimsvandamál sem eru undirheimar sem tengjast ólöglegum fíkniefnum og í því sambandi rifjað upp bannár áfengis, 1920 – 1935. Sú saga segir okkur að fíknivandinn og hörmungar áfengis og annar vímuefna er ekki ný af nálinni. Samstarf og sú samvinna landa á milli, þegar vá steðjar að heiminum hefur sýnt að margt er gerleg ef fólk snýr bökum saman. Nýjasta dæmið er glíman við Covid-19, þar sem allir, hvar sem er í heiminum, eru að fást við einn óvin. Eyðum biðlistunum Hér heima á Fróni verðum við stjórnmálamenn í samstarfi við lækna, lögreglu, meðferðaraðila, forvarnaraðila, bindindissamtök og alla þá sem málið varða að taka skynsamlegar ákvarðanir en ekki flana að neinu. Því miður eru þessi frumvörp um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna algjörlega vanunnin. Það þarf hins vegar að ráðast í það strax að eyða öllum biðlistum þegar kemur um að komast í meðferð. Þar bíða nú ríflega 600 manns og hafa beðið allt of lengi. Ég hef lagt fram tvær þingsályktanir um lausn á þessum vanda á kjörtímabilinu og mun áfram berjast fyrir þeim málum. Uppgjöf er ekki í boði og allt hálfkák er gagnslaust. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar