Skipta rekstrinum upp og flytja í ný dótturfélög Eiður Þór Árnason skrifar 9. september 2021 11:36 Skeljungur rekur meðal annars bensínstöðvar Orkunnar. vísir/kolbeinn Tumi Stjórn Skeljungs hyggst skipta rekstrareiningum félagsins upp og flytja stærstan hluta þeirra í tvö ný dótturfélög. Breytingin er sögð liður í því að skerpa frekar á áherslum í rekstri Skeljungs. Starfsemi annars dótturfélagsins verður einkum á sviði þjónustu til einstaklinga svo sem rekstur þjónustustöðva Orkunnar, Extra, 10-11, Löðurs bílaþvottastöðva, apóteka Lyfsalans og Lyfjavals, rekstri á Gló og ýmsum fasteignum tengdum framangreindum rekstri. Þá mun félagið halda á eignarhlutum í Brauð & Co ehf. og Wedo ehf. sem rekur Heimkaup. Starfsemi Skeljungs hf. muni í auknum mæli snúa að stýringu eignarhluta Starfsemi seinna félagsins mun fyrst og fremst snúa að sölu og þjónustu við fyrirtæki, dreifingu og innkaupum á eldsneyti, smurolíum, hreinsi- og efnavörum, áburði sem og öðrum vörum og þjónustuþáttum til fyrirtækja. Þjónusta og sala til stórnotenda, í útgerð, flugi og verktöku verður einnig hluti af starfsemi sama félags ásamt fasteignum tengdum framangreindum rekstri. Þá mun félagið halda á eignarhlutum í Íslenska Vetnisfélaginu ehf., EAK ehf. og fleiri tengdum félögum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skeljungi sem verður móðurfélag ofangreindra rekstrarfélaga. Munu verkefni Skeljungs í auknum mæli snúa að stýringu eignarhluta í rekstrarfélögum, auk annarra fjárfestinga eftir atvikum. Ráðgert er að Skeljungur hf. verði áfram skráð félag á markaði. Fjárfestahópurinn Strengur, undir forystu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Ingibjargar Pálmadóttur, eignaðist tæpan meirihluta hlutafjár í Skeljungi í fyrra. Fjárfestarnir höfðu áður gefið út að þeir vildu afskrá Skeljung af markaði. Boða til hluthafafundar Nýverið tilkynnti stjórn Skeljungs að hún hafi hafið einkaviðræður við kaupendahóp vegna sölu á færeyska dótturfélaginu P/F Magn. Þá stendur til að setja mikinn fjölda fasteigna Skeljungs í formlegt söluferli. Stjórnin hyggst boða til hluthafafundar í félaginu þar sem heimild til sölu á P/F Magn og uppskiptingu rekstrar Skeljung verður meðal annars tekin fyrir. „Þessar breytingar eru afrakstur vinnu við mótun nýrrar stefnu félagsins um að sækja fram og nýta tækifæri á markaðnum til sóknar. Við teljum stofnun þessara dótturfélaga vera mikilvægan þátt í að skerpa áherslur þeirra tækifæra sem félagið býr yfir,“ segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, í tilkynningu. Fréttin hefur verið uppfærð. Bensín og olía Kauphöllin Tengdar fréttir Viðskiptavinum brá í brún við óvænta rukkun í heimabanka Margir viðskiptavinir Orkunnar lentu í því nýlega að fá afturvirkan reikning frá Orkunni. Málið tengist vanda í samskiptum tölvukerfa Orkunnar og Salt pay. Samkvæmt heimildum fréttastofu hleypur heildarupphæðin vegna málsins á hundruðum milljóna króna. 12. ágúst 2021 15:59 Skeljungur setur fjölda fasteigna á sölu Skeljungur hf. hefur hafið söluferli á stórum hluta fasteignasafns síns. Um er að ræða flestar bensínstöðvar félagsins á stórhöfuðborgarsvæðinu. 12. ágúst 2021 14:13 Skeljungur eykur umsvif sín í lyfsölu Fjölorkufélagið Skeljungur verður meirihlutaeigandi í apótekakeðjunni Lyfsalanum og Lyfjavali með viðskiptum sem tilkynnt var um í dag. Kaupin eru sögð liður í að minnka vægi eldsneytissölu í rekstri Skeljungs. 25. júní 2021 22:49 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Starfsemi annars dótturfélagsins verður einkum á sviði þjónustu til einstaklinga svo sem rekstur þjónustustöðva Orkunnar, Extra, 10-11, Löðurs bílaþvottastöðva, apóteka Lyfsalans og Lyfjavals, rekstri á Gló og ýmsum fasteignum tengdum framangreindum rekstri. Þá mun félagið halda á eignarhlutum í Brauð & Co ehf. og Wedo ehf. sem rekur Heimkaup. Starfsemi Skeljungs hf. muni í auknum mæli snúa að stýringu eignarhluta Starfsemi seinna félagsins mun fyrst og fremst snúa að sölu og þjónustu við fyrirtæki, dreifingu og innkaupum á eldsneyti, smurolíum, hreinsi- og efnavörum, áburði sem og öðrum vörum og þjónustuþáttum til fyrirtækja. Þjónusta og sala til stórnotenda, í útgerð, flugi og verktöku verður einnig hluti af starfsemi sama félags ásamt fasteignum tengdum framangreindum rekstri. Þá mun félagið halda á eignarhlutum í Íslenska Vetnisfélaginu ehf., EAK ehf. og fleiri tengdum félögum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skeljungi sem verður móðurfélag ofangreindra rekstrarfélaga. Munu verkefni Skeljungs í auknum mæli snúa að stýringu eignarhluta í rekstrarfélögum, auk annarra fjárfestinga eftir atvikum. Ráðgert er að Skeljungur hf. verði áfram skráð félag á markaði. Fjárfestahópurinn Strengur, undir forystu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Ingibjargar Pálmadóttur, eignaðist tæpan meirihluta hlutafjár í Skeljungi í fyrra. Fjárfestarnir höfðu áður gefið út að þeir vildu afskrá Skeljung af markaði. Boða til hluthafafundar Nýverið tilkynnti stjórn Skeljungs að hún hafi hafið einkaviðræður við kaupendahóp vegna sölu á færeyska dótturfélaginu P/F Magn. Þá stendur til að setja mikinn fjölda fasteigna Skeljungs í formlegt söluferli. Stjórnin hyggst boða til hluthafafundar í félaginu þar sem heimild til sölu á P/F Magn og uppskiptingu rekstrar Skeljung verður meðal annars tekin fyrir. „Þessar breytingar eru afrakstur vinnu við mótun nýrrar stefnu félagsins um að sækja fram og nýta tækifæri á markaðnum til sóknar. Við teljum stofnun þessara dótturfélaga vera mikilvægan þátt í að skerpa áherslur þeirra tækifæra sem félagið býr yfir,“ segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, í tilkynningu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bensín og olía Kauphöllin Tengdar fréttir Viðskiptavinum brá í brún við óvænta rukkun í heimabanka Margir viðskiptavinir Orkunnar lentu í því nýlega að fá afturvirkan reikning frá Orkunni. Málið tengist vanda í samskiptum tölvukerfa Orkunnar og Salt pay. Samkvæmt heimildum fréttastofu hleypur heildarupphæðin vegna málsins á hundruðum milljóna króna. 12. ágúst 2021 15:59 Skeljungur setur fjölda fasteigna á sölu Skeljungur hf. hefur hafið söluferli á stórum hluta fasteignasafns síns. Um er að ræða flestar bensínstöðvar félagsins á stórhöfuðborgarsvæðinu. 12. ágúst 2021 14:13 Skeljungur eykur umsvif sín í lyfsölu Fjölorkufélagið Skeljungur verður meirihlutaeigandi í apótekakeðjunni Lyfsalanum og Lyfjavali með viðskiptum sem tilkynnt var um í dag. Kaupin eru sögð liður í að minnka vægi eldsneytissölu í rekstri Skeljungs. 25. júní 2021 22:49 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Viðskiptavinum brá í brún við óvænta rukkun í heimabanka Margir viðskiptavinir Orkunnar lentu í því nýlega að fá afturvirkan reikning frá Orkunni. Málið tengist vanda í samskiptum tölvukerfa Orkunnar og Salt pay. Samkvæmt heimildum fréttastofu hleypur heildarupphæðin vegna málsins á hundruðum milljóna króna. 12. ágúst 2021 15:59
Skeljungur setur fjölda fasteigna á sölu Skeljungur hf. hefur hafið söluferli á stórum hluta fasteignasafns síns. Um er að ræða flestar bensínstöðvar félagsins á stórhöfuðborgarsvæðinu. 12. ágúst 2021 14:13
Skeljungur eykur umsvif sín í lyfsölu Fjölorkufélagið Skeljungur verður meirihlutaeigandi í apótekakeðjunni Lyfsalanum og Lyfjavali með viðskiptum sem tilkynnt var um í dag. Kaupin eru sögð liður í að minnka vægi eldsneytissölu í rekstri Skeljungs. 25. júní 2021 22:49