Hóta stjórnarslitum verði útgöngusamningnum ekki breytt Kjartan Kjartansson skrifar 9. september 2021 12:08 Jeffrey Donaldson tók við sem leiðtogi DUP í sumar. AP/Peter Morrison Flokkur sambandssinna á Norður-Írlandi hótar því að sprengja heimastjórnina þar verðir breytingar ekki gerðar á útgöngusamningi Bretland og Evrópusambandsins á næstu vikum. Bresk stjórnvöld tilkynntu í vikunni að aðlögunartímabil yrði framlengt á Norður-Írlandi. Tolla- og landamæraeftirlit er með ákveðnum vörum sem fara á milli Norður-Írland og Bretlands austan Írlandshaf eftir að Bretland gekk úr Evrópusambandinu í byrjun árs. Takmarkanirnar eru þyrnir í augum sambandssinna á Norður-Írlandi. Nú segir Jeffrey Donaldson, leiðtogi Lýðræðislega sambandssinnaflokksins (DUP), að flokkur hans ætli að slíta stjórnarsamstarfi á Norður-Írlandi ef viðskiptahindranirnar verða ekki afnmundar á næstunni. Flokkur hans sætti sig ekki við þær og ætli sér ekki að framfylgja þeim. „Ef valdið stendur á milli þess að sitja í embætti eða framfylgja reglunum eins og þær eru þá er eini valkosturinn fyrir ráðherra sambandssinna að hætta í embætti,“ sagði Donaldson þegar sendifulltrúi Evrópusambandsins heimsótti Norður-Írland til að ræða áhrif viðskiptatakmarkananna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. DUP deilir völdum á Norður-Írlandi með Sinn Fein, flokki írskra þjóðernissinna. Friðarsamningar sem voru undirritaðir árið 1998 og eru kenndir við föstudaginn langa kveða á um að sambands- og þjóðernissinnar verði að fara sameiginlega með völdin. Varar Donaldson við því að ef heimastjórnin liðast í sundur gæti ofbeldi og óeirðir blossað upp aftur. Hann segir ráðherra DUP ætla að sniðganga fundi með írskum stjórnmálamönnum til þess að mótmæla viðskiptahindrununum. Völdu takmarkanir fram yfir hörð landamæri yfir þvert Írland Norður-Írland var helsti ásteytingarsteinninn í viðræðum Bretlands og Evrópusambandsins um framtíðartilhögun samskipta þeirra eftir útgönguna. Haf skilur Norður-Írland og aðra hluta Bretlands að en það á jafnframt landamæri að Írlandi sem er enn í Evrópusambandinu. Enginn vilji var til að tefla stopulum friði á Norður-Írlandi í tvísýnu með því að koma upp hörðum landamærum á milli þess og Írlands. Sambandssinnum hugnaðist á sama tíma ekki að viðskiptatakmörkunum yrði komið á milli Norður-Írlands og annarra hluta Bretlands en sú varð á endanum tímabundin lausn stjórnvalda í London og Brussel. Donaldson krefst þess að ekkert eftirlit verði með vörum sem fara á milli Norður-Írlands og annarra hluta Bretlands og að engin Evrópulög verði látin gilda þar án aðkomu norðurírskra kjósenda. Norður-Írland Bretland Brexit Evrópusambandið Írland Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Sjá meira
Tolla- og landamæraeftirlit er með ákveðnum vörum sem fara á milli Norður-Írland og Bretlands austan Írlandshaf eftir að Bretland gekk úr Evrópusambandinu í byrjun árs. Takmarkanirnar eru þyrnir í augum sambandssinna á Norður-Írlandi. Nú segir Jeffrey Donaldson, leiðtogi Lýðræðislega sambandssinnaflokksins (DUP), að flokkur hans ætli að slíta stjórnarsamstarfi á Norður-Írlandi ef viðskiptahindranirnar verða ekki afnmundar á næstunni. Flokkur hans sætti sig ekki við þær og ætli sér ekki að framfylgja þeim. „Ef valdið stendur á milli þess að sitja í embætti eða framfylgja reglunum eins og þær eru þá er eini valkosturinn fyrir ráðherra sambandssinna að hætta í embætti,“ sagði Donaldson þegar sendifulltrúi Evrópusambandsins heimsótti Norður-Írland til að ræða áhrif viðskiptatakmarkananna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. DUP deilir völdum á Norður-Írlandi með Sinn Fein, flokki írskra þjóðernissinna. Friðarsamningar sem voru undirritaðir árið 1998 og eru kenndir við föstudaginn langa kveða á um að sambands- og þjóðernissinnar verði að fara sameiginlega með völdin. Varar Donaldson við því að ef heimastjórnin liðast í sundur gæti ofbeldi og óeirðir blossað upp aftur. Hann segir ráðherra DUP ætla að sniðganga fundi með írskum stjórnmálamönnum til þess að mótmæla viðskiptahindrununum. Völdu takmarkanir fram yfir hörð landamæri yfir þvert Írland Norður-Írland var helsti ásteytingarsteinninn í viðræðum Bretlands og Evrópusambandsins um framtíðartilhögun samskipta þeirra eftir útgönguna. Haf skilur Norður-Írland og aðra hluta Bretlands að en það á jafnframt landamæri að Írlandi sem er enn í Evrópusambandinu. Enginn vilji var til að tefla stopulum friði á Norður-Írlandi í tvísýnu með því að koma upp hörðum landamærum á milli þess og Írlands. Sambandssinnum hugnaðist á sama tíma ekki að viðskiptatakmörkunum yrði komið á milli Norður-Írlands og annarra hluta Bretlands en sú varð á endanum tímabundin lausn stjórnvalda í London og Brussel. Donaldson krefst þess að ekkert eftirlit verði með vörum sem fara á milli Norður-Írlands og annarra hluta Bretlands og að engin Evrópulög verði látin gilda þar án aðkomu norðurírskra kjósenda.
Norður-Írland Bretland Brexit Evrópusambandið Írland Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Sjá meira