Hvað á að gera við ónýtar rafhlöður úr rafmagnsbílum? Aðalheiður V. Jacobsen og Hafdís Jónsdóttir skrifa 8. september 2021 14:01 Árið 2012 var fjöldi nýskráðra rafmagnsbíla 32 samanber 2.925 árið 2020 sem er um 20% af nýskráðum bifreiða á landinu það árið. Ljóst er að þeim mun eingöngu fjölga þar sem áætlað er að Ísland verði að fullu raforkuvætt við orkuskiptin um 2030. Við venjulegar akstursaðstæður geta rafhlöður í rafmagnsbílum enst í 8-10 ár áður en þarf að skipta um þær, en ef rafmagnsbíll lendir í tjóni og rafhlaðan skemmist þannig að ekki er hægt að endurnýta hana, þá þarf að meðhöndla hana með réttum hætti. Við horfum fram á að samhliða aukinni framleiðslu og notkun rafmagnsbíla verður að tryggja örugga meðhöndlun rafhlaðna þeirra eftir að notkun lýkur. Þessi staðreynd varð til þess að verkefni á vegum rannsóknar- og þróunarstofnunarinnar Chalmers Industriteknik í Gautaborg, Svíþjóð var sett á laggirnar með styrk frá Nordic Innovation, til að skoða hvernig hægt er að bæta ferlið við meðhöndlun á rafhlöðum úr rafmagnsbílum. Verkefnið, sem nefnist PROACTIVE fór í gang í ágúst árið 2020 og því lýkur í ágúst árið 2022. Markmið verkefnisins er að setja upp skilvirkt og öruggt ferli fyrir rétta meðhöndlun á endurhlaðanlegum rafhlöðum (Li-Ion batterí = liþíum batterí) í rafmagnsbifreiðum á Norðurlöndum, með áherslu á þessi þrjú lönd: Ísland, Færeyjar og Grænland. Umfang þessa verkefnis mun fela í sér söfnun, pökkun og formeðhöndlun rafhlaðna úr rafmagnsbílum, þróun leiðbeininga fyrir þá vinnu og þjálfun fyrir aðila sem standa að ferlinu. Langtímamarkmið þessa verkefnis tengist orkuskiptum í bílaiðnaðinum og að gera alla meðhöndlun rafmagnsbílabattería sjálfbæra áður en orkuskiptin verða. Níu aðilar koma að PROACTIVE verkefninu og þar af eru tveir þeirra frá Íslandi; Netpartarsem er umhverfisvæn endurvinnsla bifreiða og varahlutasala og Hringrás sem er endurvinnsluaðili fyrir brotajárn. Aðrir aðilar koma frá Færeyjum, Grænlandi, Danmörku og Svíþjóð en verkefnið er sem áður sagði stýrt af Chalmers Industriteknik. Verkferlar við meðhöndlun rafhlaðna nauðsynlegir Aðrir mikilvægir hagsmunaaðilar að meðhöndlun rafbattería eru bílaframleiðeindur og -innflutningsaðilar, slökkvilið, dráttarfyrirtæki, bifreiðaverkstæði, flutningafyrirtæki bæði innanlands og utan, sem og þau fyrirtæki sem myndu taka við rafhlöðunum á þeirra öðru lífsstigi til notkunar í önnur verkefni, t.d. ýmsar orkulausnir. Nokkur hætta er á skemmdum á háspennurafhlöðum við slys, sem fela í sér hækkandi hitastig í þeim og losun óæskilegra efnahvarfa í kjölfarið sem geta verið skaðleg bæði umhverfi og fólki. Slökkvilið þurfa því að hafa verkferla um mat á bifreið/rafhlöðu á slysstað, örugga meðhöndlun á staðnum og geta flutt bifreiðina með öruggum hætti frá slysstað. Að sama skapi þurfa allir aðrir aðilar sem höndla með slíkar rafhlöður að hljóta þjálfun í meðhöndlun þeirra. Nú þegar er hafin fræðsla og námskeið á vegum slökkviliðsteyma hér á landi Íslandi um það hvernig eigi að meðhöndla eld frá rafmagnsbílum og fram hefur komið að samstarf sé hafið á milli slökkviliða á Norðurlöndunum um hvernig sé best að slökkva eld í rafbílum. Eftirfarandi mynd sýnir með einföldum hætti núverandi og mögulegt meðhöndlunarferli rafhlaðna á Íslandi. Annað hlutverk rafhlaðna úr rafmagnsbílum Óskemmdar rafhlöður eiga enn eftir um 80% af orku eftir að þær hafa lokið getu sinni fyrir bílinn. Því er mikill áhugi innan landa að halda slíkum rafhlöðum heima fyrir þar sem þau geta skapað mikil verðmæti fyrir annarskonar notkun, eins og ýmiskonar orkulausnir; t.d. hleðslustöðvar eða sem stuðningur fyrir sólar- og vindorkugarða og fleira. Aukinn áhugi á slíkri notkun kallar á frekari rannsóknir á möguleikum þessara rafhlaðna sem og hverjir gætu meðhöndlað þær til frekari notkunar. Sértæk þekking og hugbúnaður þarf að vera til staðar til að geta bæði geymt þær með öruggum hætti sem og nýtt þau til annarra hlutverka. Einnig er nauðsynlegt að horfa til kostnaðar í kringum meðhöndlun sem og þróun á regluverki í kringum hana. Þá er samstarf á meðal aðila talið mikilvægt, t.d. endurvinnsluaðila og annarra sem fá slíkar rafhlöður í hendur, orkufyrirtæki, nýsköpunarfyrirtæki og jafnvel rannsóknaraðila í háskólum. Netpartar hefur tekið við aflóga bifreiðum til umhverfisvænnar endurvinnslu og endurnýtingar um árabil og hefur fjöldi rafmagnsbíla þeirra á meðal verið í hægri sókn. Hefur fyrirtækið núna í samstarfi við Icewind ákveðið að geyma án endurgjalds rafmagnsbílabatterí með öruggum hætti á meðan verið er að skoða reglu- og lagaumgjörð um meðhöndlum slíkra rafhlaðna hér á landi, en hingað til hefur vantað að finna þeim góðan samastað í regluverkinu. Þá hefur Icewind gert tilraunir með rafknúnar vindtúrbínur fyrir hleðslustöðvar, sumarbústaði og smábáta. PROACTIVE verkefninu er ætlað að styrkja uppbyggingu á iðnaðinum í kringum meðhöndlun á slíkum rafhlöðum á Norðurlöndunum og nýta þá þekkingu sem hlýst sem viðmið fyrir það sama í Evrópulöndunum. Verkefninu lýkur á næsta ári og mun hópurinn skila af sér leiðbeiningum að skilvirku og öruggu ferli við meðhöndlun bílarafbattería sem síðan væri hægt að aðlaga að aðstæðum í hverju landi fyrir sig. Aðalheiður V. Jacobsen, framkvæmdastjóri Netparta, umhverfisvænnar endurvinnslu bifreiða Hafdís Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá rannsóknar- og þróunarstofnuninni Chalmers Industriteknik Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Vistvænir bílar Bílar Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Árið 2012 var fjöldi nýskráðra rafmagnsbíla 32 samanber 2.925 árið 2020 sem er um 20% af nýskráðum bifreiða á landinu það árið. Ljóst er að þeim mun eingöngu fjölga þar sem áætlað er að Ísland verði að fullu raforkuvætt við orkuskiptin um 2030. Við venjulegar akstursaðstæður geta rafhlöður í rafmagnsbílum enst í 8-10 ár áður en þarf að skipta um þær, en ef rafmagnsbíll lendir í tjóni og rafhlaðan skemmist þannig að ekki er hægt að endurnýta hana, þá þarf að meðhöndla hana með réttum hætti. Við horfum fram á að samhliða aukinni framleiðslu og notkun rafmagnsbíla verður að tryggja örugga meðhöndlun rafhlaðna þeirra eftir að notkun lýkur. Þessi staðreynd varð til þess að verkefni á vegum rannsóknar- og þróunarstofnunarinnar Chalmers Industriteknik í Gautaborg, Svíþjóð var sett á laggirnar með styrk frá Nordic Innovation, til að skoða hvernig hægt er að bæta ferlið við meðhöndlun á rafhlöðum úr rafmagnsbílum. Verkefnið, sem nefnist PROACTIVE fór í gang í ágúst árið 2020 og því lýkur í ágúst árið 2022. Markmið verkefnisins er að setja upp skilvirkt og öruggt ferli fyrir rétta meðhöndlun á endurhlaðanlegum rafhlöðum (Li-Ion batterí = liþíum batterí) í rafmagnsbifreiðum á Norðurlöndum, með áherslu á þessi þrjú lönd: Ísland, Færeyjar og Grænland. Umfang þessa verkefnis mun fela í sér söfnun, pökkun og formeðhöndlun rafhlaðna úr rafmagnsbílum, þróun leiðbeininga fyrir þá vinnu og þjálfun fyrir aðila sem standa að ferlinu. Langtímamarkmið þessa verkefnis tengist orkuskiptum í bílaiðnaðinum og að gera alla meðhöndlun rafmagnsbílabattería sjálfbæra áður en orkuskiptin verða. Níu aðilar koma að PROACTIVE verkefninu og þar af eru tveir þeirra frá Íslandi; Netpartarsem er umhverfisvæn endurvinnsla bifreiða og varahlutasala og Hringrás sem er endurvinnsluaðili fyrir brotajárn. Aðrir aðilar koma frá Færeyjum, Grænlandi, Danmörku og Svíþjóð en verkefnið er sem áður sagði stýrt af Chalmers Industriteknik. Verkferlar við meðhöndlun rafhlaðna nauðsynlegir Aðrir mikilvægir hagsmunaaðilar að meðhöndlun rafbattería eru bílaframleiðeindur og -innflutningsaðilar, slökkvilið, dráttarfyrirtæki, bifreiðaverkstæði, flutningafyrirtæki bæði innanlands og utan, sem og þau fyrirtæki sem myndu taka við rafhlöðunum á þeirra öðru lífsstigi til notkunar í önnur verkefni, t.d. ýmsar orkulausnir. Nokkur hætta er á skemmdum á háspennurafhlöðum við slys, sem fela í sér hækkandi hitastig í þeim og losun óæskilegra efnahvarfa í kjölfarið sem geta verið skaðleg bæði umhverfi og fólki. Slökkvilið þurfa því að hafa verkferla um mat á bifreið/rafhlöðu á slysstað, örugga meðhöndlun á staðnum og geta flutt bifreiðina með öruggum hætti frá slysstað. Að sama skapi þurfa allir aðrir aðilar sem höndla með slíkar rafhlöður að hljóta þjálfun í meðhöndlun þeirra. Nú þegar er hafin fræðsla og námskeið á vegum slökkviliðsteyma hér á landi Íslandi um það hvernig eigi að meðhöndla eld frá rafmagnsbílum og fram hefur komið að samstarf sé hafið á milli slökkviliða á Norðurlöndunum um hvernig sé best að slökkva eld í rafbílum. Eftirfarandi mynd sýnir með einföldum hætti núverandi og mögulegt meðhöndlunarferli rafhlaðna á Íslandi. Annað hlutverk rafhlaðna úr rafmagnsbílum Óskemmdar rafhlöður eiga enn eftir um 80% af orku eftir að þær hafa lokið getu sinni fyrir bílinn. Því er mikill áhugi innan landa að halda slíkum rafhlöðum heima fyrir þar sem þau geta skapað mikil verðmæti fyrir annarskonar notkun, eins og ýmiskonar orkulausnir; t.d. hleðslustöðvar eða sem stuðningur fyrir sólar- og vindorkugarða og fleira. Aukinn áhugi á slíkri notkun kallar á frekari rannsóknir á möguleikum þessara rafhlaðna sem og hverjir gætu meðhöndlað þær til frekari notkunar. Sértæk þekking og hugbúnaður þarf að vera til staðar til að geta bæði geymt þær með öruggum hætti sem og nýtt þau til annarra hlutverka. Einnig er nauðsynlegt að horfa til kostnaðar í kringum meðhöndlun sem og þróun á regluverki í kringum hana. Þá er samstarf á meðal aðila talið mikilvægt, t.d. endurvinnsluaðila og annarra sem fá slíkar rafhlöður í hendur, orkufyrirtæki, nýsköpunarfyrirtæki og jafnvel rannsóknaraðila í háskólum. Netpartar hefur tekið við aflóga bifreiðum til umhverfisvænnar endurvinnslu og endurnýtingar um árabil og hefur fjöldi rafmagnsbíla þeirra á meðal verið í hægri sókn. Hefur fyrirtækið núna í samstarfi við Icewind ákveðið að geyma án endurgjalds rafmagnsbílabatterí með öruggum hætti á meðan verið er að skoða reglu- og lagaumgjörð um meðhöndlum slíkra rafhlaðna hér á landi, en hingað til hefur vantað að finna þeim góðan samastað í regluverkinu. Þá hefur Icewind gert tilraunir með rafknúnar vindtúrbínur fyrir hleðslustöðvar, sumarbústaði og smábáta. PROACTIVE verkefninu er ætlað að styrkja uppbyggingu á iðnaðinum í kringum meðhöndlun á slíkum rafhlöðum á Norðurlöndunum og nýta þá þekkingu sem hlýst sem viðmið fyrir það sama í Evrópulöndunum. Verkefninu lýkur á næsta ári og mun hópurinn skila af sér leiðbeiningum að skilvirku og öruggu ferli við meðhöndlun bílarafbattería sem síðan væri hægt að aðlaga að aðstæðum í hverju landi fyrir sig. Aðalheiður V. Jacobsen, framkvæmdastjóri Netparta, umhverfisvænnar endurvinnslu bifreiða Hafdís Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá rannsóknar- og þróunarstofnuninni Chalmers Industriteknik
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun