Það eru tækifæri í heilbrigðisþjónustu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 8. september 2021 08:30 Í gegnum tíðina höfum við átt býsna gott heilbrigðiskerfi. Kerfi sem byggist á norrænni hugmyndafræði, þar sem jafnt aðgengi og þjónusta er leiðarstefið. Breið samstaða hefur ríkt í íslenskum stjórnmálum um að heilbrigðisþjónusta skuli vera fólki aðgengileg óháð efnahag þess. Á vettvangi stjórnmálanna hefur hins vegar verið tekist á um hvort ríkisrekið kerfi megi eitt veita alla heilbrigðisþjónustuna eða hvort fólk eigi líka að hafa aðgang að sjálfstætt starfandi fagaðilum. Þar liggja hina pólitísku átakalínur í dag, en ekki um það hvort heilbrigðisþjónusta eigi að vera greidd af hinu opinbera. Eftirsóttustu starfskraftar heims Starfsfólk í heilbrigðiskerfinu er í dag eftirsóttustu starfskraftar heims. Í þannig samkeppnisumhverfi ætti metnaður stjórnvalda auðvitað að vera að laða starfsfólk til sín. Forsætisráðherra hefur talað um að í hennar huga sé mönnunarvandi einn helsti vandi heilbrigðiskerfisins. Engu að síður hefur ríkisstjórn hennar unnið eftir aðferðafræði sem fækkar tækifærum í heilbrigðisþjónustunni. Þetta kjörtímabil hefur verið þrengt að sjálfstætt starfandi sérfræðingum í heilbrigðisþjónustu svo sem hjá læknum, sjúkraþjálfurum, talmeinafræðingum. Afleiðingin er að hægar gengur með nýliðun og biðlistar lengjast og lengjast. Þessir biðlistar hafa ekki síst bitnað á börnum og á fólki á landsbyggðunum. Við þekkjum sömuleiðis þá framkvæmd að bjóða sjúklingum, aðstandendum þeirra og skattgreiðendum upp á að sjúklingar séu sendir í liðskiptaaðgerðir til Svíþjóðar fyrir næstum þrisvar sinnum hærri kostnað en ef fólk gæti notið þessarar þjónustu hér heima. Þessi leið er farin enda þótt þægilegri og ódýrari kostur bjóðist hér heima og enda þótt hér séu starfandi sérfræðingar sem vel geta sinnt þessum verkefnum. Allt þetta kjörtímabil hafa ríkisstjórnarflokkarnir þrír gengið hönd í hönd um framkvæmd þessarar stefnu. Formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra hefur í kosningabaráttunni talað með þeim hætti að það er eins og hann hafi gleymt því eftir hvaða stefnu hefur verið unnið og gleymt því að flokkur hans hefur í fjögur ár stutt þessar kreddur. Hið sama á við um Framsóknarflokkinn. Staðan á Landspítalanum Staðan á Landspítala hefur orðið þess valdandi að bólusett þjóð býr við takmarkanir á daglegu lífi og athafnfrelsi. Til að tryggja að spítalinn ráði við að sinna öllum þeim verkefnum sem honum ber að sinna. Auka þarf fjármagn til Landspítalans svo hann standi undir þeim kröfum sem gera á til aðalsjúkrahúss þjóðarinnar. Ótækt er að takmarkanir á daglegu lífi borgara landsins séu þyngri en þörf er á vegna þess að spítalinn hefur ekki nauðsynlegar bjargir. Á sama tíma eru ríkisskuldir vegna heimsfaraldurs og sóttvarnaaðgerða nú yfir 1000 milljarðar. Það er samfélaginu gríðarlega kostnaðarsöm staða. Þjónustan er það sem máli skiptir Íslenskt heilbrigðiskerfi á að vera fyrir notendur þess. Það er jafnréttismál að aðgengi fólks að þeirri þjónustu sé jafnt óháð efnahag. Fjármagn til heilbrigðismála þarf að byggja á greiningu á þörf og kostnaðarmati, þannig að fjármunum hins opinbera sé varið skynsamlega. Formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa lýst yfir að þeir vilji áframhaldandi samstarf að loknum kosningum. Miklu skiptir þess vegna að fólk geri sér þá grein fyrir því að atkvæði greitt flokkunum þremur felur í sér áframhaldandi stefnu í heilbrigðismálum sem þjónar kreddum fremur en fólki. Stefnu sem horfir fram hjá þörfum þeirra sem nota þjónustuna. Verkefnið fram undan er að nýta tækifærin í heilbrigðiskerfinu. Það er í þágu notenda og starfsfólks. Og það er í þágu almannahagsmuna. Fyrir þessum sjónarmiðum mun Viðreisn áfram berjast. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Í gegnum tíðina höfum við átt býsna gott heilbrigðiskerfi. Kerfi sem byggist á norrænni hugmyndafræði, þar sem jafnt aðgengi og þjónusta er leiðarstefið. Breið samstaða hefur ríkt í íslenskum stjórnmálum um að heilbrigðisþjónusta skuli vera fólki aðgengileg óháð efnahag þess. Á vettvangi stjórnmálanna hefur hins vegar verið tekist á um hvort ríkisrekið kerfi megi eitt veita alla heilbrigðisþjónustuna eða hvort fólk eigi líka að hafa aðgang að sjálfstætt starfandi fagaðilum. Þar liggja hina pólitísku átakalínur í dag, en ekki um það hvort heilbrigðisþjónusta eigi að vera greidd af hinu opinbera. Eftirsóttustu starfskraftar heims Starfsfólk í heilbrigðiskerfinu er í dag eftirsóttustu starfskraftar heims. Í þannig samkeppnisumhverfi ætti metnaður stjórnvalda auðvitað að vera að laða starfsfólk til sín. Forsætisráðherra hefur talað um að í hennar huga sé mönnunarvandi einn helsti vandi heilbrigðiskerfisins. Engu að síður hefur ríkisstjórn hennar unnið eftir aðferðafræði sem fækkar tækifærum í heilbrigðisþjónustunni. Þetta kjörtímabil hefur verið þrengt að sjálfstætt starfandi sérfræðingum í heilbrigðisþjónustu svo sem hjá læknum, sjúkraþjálfurum, talmeinafræðingum. Afleiðingin er að hægar gengur með nýliðun og biðlistar lengjast og lengjast. Þessir biðlistar hafa ekki síst bitnað á börnum og á fólki á landsbyggðunum. Við þekkjum sömuleiðis þá framkvæmd að bjóða sjúklingum, aðstandendum þeirra og skattgreiðendum upp á að sjúklingar séu sendir í liðskiptaaðgerðir til Svíþjóðar fyrir næstum þrisvar sinnum hærri kostnað en ef fólk gæti notið þessarar þjónustu hér heima. Þessi leið er farin enda þótt þægilegri og ódýrari kostur bjóðist hér heima og enda þótt hér séu starfandi sérfræðingar sem vel geta sinnt þessum verkefnum. Allt þetta kjörtímabil hafa ríkisstjórnarflokkarnir þrír gengið hönd í hönd um framkvæmd þessarar stefnu. Formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra hefur í kosningabaráttunni talað með þeim hætti að það er eins og hann hafi gleymt því eftir hvaða stefnu hefur verið unnið og gleymt því að flokkur hans hefur í fjögur ár stutt þessar kreddur. Hið sama á við um Framsóknarflokkinn. Staðan á Landspítalanum Staðan á Landspítala hefur orðið þess valdandi að bólusett þjóð býr við takmarkanir á daglegu lífi og athafnfrelsi. Til að tryggja að spítalinn ráði við að sinna öllum þeim verkefnum sem honum ber að sinna. Auka þarf fjármagn til Landspítalans svo hann standi undir þeim kröfum sem gera á til aðalsjúkrahúss þjóðarinnar. Ótækt er að takmarkanir á daglegu lífi borgara landsins séu þyngri en þörf er á vegna þess að spítalinn hefur ekki nauðsynlegar bjargir. Á sama tíma eru ríkisskuldir vegna heimsfaraldurs og sóttvarnaaðgerða nú yfir 1000 milljarðar. Það er samfélaginu gríðarlega kostnaðarsöm staða. Þjónustan er það sem máli skiptir Íslenskt heilbrigðiskerfi á að vera fyrir notendur þess. Það er jafnréttismál að aðgengi fólks að þeirri þjónustu sé jafnt óháð efnahag. Fjármagn til heilbrigðismála þarf að byggja á greiningu á þörf og kostnaðarmati, þannig að fjármunum hins opinbera sé varið skynsamlega. Formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa lýst yfir að þeir vilji áframhaldandi samstarf að loknum kosningum. Miklu skiptir þess vegna að fólk geri sér þá grein fyrir því að atkvæði greitt flokkunum þremur felur í sér áframhaldandi stefnu í heilbrigðismálum sem þjónar kreddum fremur en fólki. Stefnu sem horfir fram hjá þörfum þeirra sem nota þjónustuna. Verkefnið fram undan er að nýta tækifærin í heilbrigðiskerfinu. Það er í þágu notenda og starfsfólks. Og það er í þágu almannahagsmuna. Fyrir þessum sjónarmiðum mun Viðreisn áfram berjast. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík norður.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun