Allianz til rannsóknar í Þýskalandi og Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2021 09:20 Umfang rannsóknarinnar í Þýskalandi er sögð hafa aukist að undanförnu. EPA/MARC MUELLER Yfirvöld í Þýskalandi hafa Allianz, eitt stærsta fjármálafyrirtæki landsins til rannsóknar. Rannsóknin snýr að fjárfestingarsjóðum fyrirtækisins í Bandaríkjunum sem margar lögsóknir þar í landi snúa að þessa dagana. Mikið fé tapaðist úr sjóðunum í fyrra. Sjóðirnir eru einnig til rannsóknar í Bandaríkjunum og forsvarsmenn fyrirtækisins vöruðu nýverið við því að sú rannsókn gæti haft verulega áhrif á hagnað Allianz. Margir fjárfestar hafa höfðað mál gegn Allianz og segja fyrirtækið hafa tapað um sex milljörðum dala af þeirra peningum, samkvæmt frétt Bloomberg. Það sem verið er að skoða í Þýskalandi er hvað yfirmenn fyrirtækisins vissu um sjóðina í Flórída. Reuters segir að umfang fjármálaeftirlitsins í Þýskalandi (BaFin) hafi aukist að undanförnu. Um er að ræða nokkra sjóði sem áttu að vera tiltölulega öruggir og veita fjárfestum vernd gegn hruni á mörkuðum. Þegar markaðir lækkuðu vegna faraldurs kórónuveirunnar urðu fjárfestingarsjóðirnir fyrir miklu tapi. Einn sjóður skrapp saman um áttatíu prósent. Tveimur sjóðanna var lokað í mars í fyrra og Allianz vinnur að því að loka þeim sem eftir eru. Sjóðirnir tveir sem búið er að loka voru 2,3 milljarða dala virði í lok árs 2019. Alls er er búið að höfða 25 dómsmál gegn Allianz vegna sjóðanna. Lögmenn fyrirtækisins hafa sagt að fjárfestarnir hafi verið meðvitaðir um hættuna sem fjárfestingar fela í sér. Þýskaland Bandaríkin Mest lesið Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Mikið fé tapaðist úr sjóðunum í fyrra. Sjóðirnir eru einnig til rannsóknar í Bandaríkjunum og forsvarsmenn fyrirtækisins vöruðu nýverið við því að sú rannsókn gæti haft verulega áhrif á hagnað Allianz. Margir fjárfestar hafa höfðað mál gegn Allianz og segja fyrirtækið hafa tapað um sex milljörðum dala af þeirra peningum, samkvæmt frétt Bloomberg. Það sem verið er að skoða í Þýskalandi er hvað yfirmenn fyrirtækisins vissu um sjóðina í Flórída. Reuters segir að umfang fjármálaeftirlitsins í Þýskalandi (BaFin) hafi aukist að undanförnu. Um er að ræða nokkra sjóði sem áttu að vera tiltölulega öruggir og veita fjárfestum vernd gegn hruni á mörkuðum. Þegar markaðir lækkuðu vegna faraldurs kórónuveirunnar urðu fjárfestingarsjóðirnir fyrir miklu tapi. Einn sjóður skrapp saman um áttatíu prósent. Tveimur sjóðanna var lokað í mars í fyrra og Allianz vinnur að því að loka þeim sem eftir eru. Sjóðirnir tveir sem búið er að loka voru 2,3 milljarða dala virði í lok árs 2019. Alls er er búið að höfða 25 dómsmál gegn Allianz vegna sjóðanna. Lögmenn fyrirtækisins hafa sagt að fjárfestarnir hafi verið meðvitaðir um hættuna sem fjárfestingar fela í sér.
Þýskaland Bandaríkin Mest lesið Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira