Að bíða eða vopn grípa mót bölsins brimi – kjósum ADHD! Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 7. september 2021 08:00 Ef eitthvað er að marka orð fulltrúa allra stjórnálaflokka sem mættu á opinn fund ADHD samtakanna nýverið þá er mikill samhljómur um að biðlistum eftir greiningu og meðferð vegna ADHD og annara raskana verði að útrýma. Enda finnst engum ásættanlegt að fleiri hundruð börn og fullorðnir einstaklingar bíði í mörg ár eftir lífsnauðsynlegri þjónustu. Sú er raunin í dag og hér er ljóst að þingmenn næstu ára þurfa að lyfta grettistaki. Staðan er grafalvarleg. Samkvæmt nýlegum tölum frá Þroska- og hegðunarstöð [ÞHS] bættust 360 börn við biðlistann í ár, sem þegar taldi 304 börn frá fyrra ári. Biðtíminn nálgast því 2 ár. Hjá ADHD teymi LSH bíða um 700 fullorðið einstaklingar, biðtíminn er um 3 ár og þar sem enginn geðlæknir er lengur í teyminu tekur síðar við enn lengri bið ef íhuga á lyfjameðferð. Síðara dæmið tekur þó eingöngu til ADHD og mann óar hreinlega við að íhuga heildarfjöldan þar sem aðrar raskanir koma til. Hvað ÞHS varðar þá er vert að hafa í huga að stöðin er hluti af Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, en hefur lengi verið ætlað að sjá líka um landsbyggðina. Í núverandi stöðu er því líklegt að ætla að börn utan af landi verði látin mæta afgangi. Staðan hjá öðrum stofnunum og einkaaðilum er lítið skárri, það telst eiginlega bara heppni að koma barni að innan ásættanlegs tíma. Ef eingöngu er horft til fullorðinna með ADHD, hefur ítrekað verið nefnt að geðteymi innan heilsugæslunnar geti gripið inn í. Staðreynd málsins er þó að í núverandi mynd er þeim ekki ætlað að meðhöndla ADHD, nema þá sem hluta af stærra vandamáli einstaklings. Í ofanálag eru geðteymin í núverandi mynd ekki fullfjármögnuð. Svo er það rúsínan í pylsuendanum: Þeir tveir geðlæknar sem áður sinntu einu stöðugildi hjá ADHD teymi LSH gáfust upp vegna álags og fluttu sig yfir til fyrrnefndra geðteyma. Vissulega gæti einkageirinn fyllt hér upp í skarðið. En þá verður fjármagn að fylgja. Það er einfaldlega ekki boðlegt að íslenskt velferðarkerfi ætlist til að foreldrar barna og fullorðnir einstaklinga með raskanir á borð við ADHD greiði þann kostnað úr eigin vasa. Að auki má hæglega sýna fram á að skortur á þjónustu og endalausir biðlistar skapa mikinn kostnað fyrir samfélagið allt. Hagrænan og félagslegan kostnað sem hæglega má forðast með snemmtæku inngripi af ýmsum toga. Lausnir sem um leið leggja grunn að mun heilbrigðara samfélagi öllum til góðs. Biðlistar í heilbrigðiskerfinu eru ekki náttúrulögmál heldur afleiðing af vanfjármögnun og skorti á stefnumörkun til lengri tíma. Þess vegna er gott að vita til þess að mögulegir þingmenn næstu ára séu sammála um að uppræta vandann og þurfa einungis að sammælast um bestu leiðir. Um leið syngja í kollinum orð tveggja leikpersóna sem í lok hvers dags segja við hvorn annan „förum“ og hinn svara „já, förum.” En fara hvergi og bíða enn eftir Godot. Ég kýs þó að vera bjartsýnn um framhaldið. Höfundur er formaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ef eitthvað er að marka orð fulltrúa allra stjórnálaflokka sem mættu á opinn fund ADHD samtakanna nýverið þá er mikill samhljómur um að biðlistum eftir greiningu og meðferð vegna ADHD og annara raskana verði að útrýma. Enda finnst engum ásættanlegt að fleiri hundruð börn og fullorðnir einstaklingar bíði í mörg ár eftir lífsnauðsynlegri þjónustu. Sú er raunin í dag og hér er ljóst að þingmenn næstu ára þurfa að lyfta grettistaki. Staðan er grafalvarleg. Samkvæmt nýlegum tölum frá Þroska- og hegðunarstöð [ÞHS] bættust 360 börn við biðlistann í ár, sem þegar taldi 304 börn frá fyrra ári. Biðtíminn nálgast því 2 ár. Hjá ADHD teymi LSH bíða um 700 fullorðið einstaklingar, biðtíminn er um 3 ár og þar sem enginn geðlæknir er lengur í teyminu tekur síðar við enn lengri bið ef íhuga á lyfjameðferð. Síðara dæmið tekur þó eingöngu til ADHD og mann óar hreinlega við að íhuga heildarfjöldan þar sem aðrar raskanir koma til. Hvað ÞHS varðar þá er vert að hafa í huga að stöðin er hluti af Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, en hefur lengi verið ætlað að sjá líka um landsbyggðina. Í núverandi stöðu er því líklegt að ætla að börn utan af landi verði látin mæta afgangi. Staðan hjá öðrum stofnunum og einkaaðilum er lítið skárri, það telst eiginlega bara heppni að koma barni að innan ásættanlegs tíma. Ef eingöngu er horft til fullorðinna með ADHD, hefur ítrekað verið nefnt að geðteymi innan heilsugæslunnar geti gripið inn í. Staðreynd málsins er þó að í núverandi mynd er þeim ekki ætlað að meðhöndla ADHD, nema þá sem hluta af stærra vandamáli einstaklings. Í ofanálag eru geðteymin í núverandi mynd ekki fullfjármögnuð. Svo er það rúsínan í pylsuendanum: Þeir tveir geðlæknar sem áður sinntu einu stöðugildi hjá ADHD teymi LSH gáfust upp vegna álags og fluttu sig yfir til fyrrnefndra geðteyma. Vissulega gæti einkageirinn fyllt hér upp í skarðið. En þá verður fjármagn að fylgja. Það er einfaldlega ekki boðlegt að íslenskt velferðarkerfi ætlist til að foreldrar barna og fullorðnir einstaklinga með raskanir á borð við ADHD greiði þann kostnað úr eigin vasa. Að auki má hæglega sýna fram á að skortur á þjónustu og endalausir biðlistar skapa mikinn kostnað fyrir samfélagið allt. Hagrænan og félagslegan kostnað sem hæglega má forðast með snemmtæku inngripi af ýmsum toga. Lausnir sem um leið leggja grunn að mun heilbrigðara samfélagi öllum til góðs. Biðlistar í heilbrigðiskerfinu eru ekki náttúrulögmál heldur afleiðing af vanfjármögnun og skorti á stefnumörkun til lengri tíma. Þess vegna er gott að vita til þess að mögulegir þingmenn næstu ára séu sammála um að uppræta vandann og þurfa einungis að sammælast um bestu leiðir. Um leið syngja í kollinum orð tveggja leikpersóna sem í lok hvers dags segja við hvorn annan „förum“ og hinn svara „já, förum.” En fara hvergi og bíða enn eftir Godot. Ég kýs þó að vera bjartsýnn um framhaldið. Höfundur er formaður ADHD samtakanna.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun