Ríkisstjórn hins lægsta pólitíska samnefnara? Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 6. september 2021 15:00 Ýmsir hafa lofað formann Vinstri grænna fyrir að leiða stjórnarsamstarf VG við Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkinn af pólitískri lipurð. Ekki ætla ég að gera lítið úr því að Katrín Jakobsdóttir er flink og klár stjórnamálakona en hún stendur þó frammi fyrir því að 80% stuðningsmanna VG vilja ekki áframhaldandi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður VG og umhverfis- og auðlindaráðherra, játaði við lok þingstarfa í sumar að líklega hefðu frumvörpin hans fengið betri stuðning í annars konar ríkisstjórn. Á þeim lista voru m.a. Hálendisþjóðgarður og 3. áfangi Rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða. Afdrif flaggskipa VG á sviði umhverfismála í samstarfinu við Sjálstæðis- og Framsóknarflokk eru umhugsunarverð en koma í sjálfu sér ekki mikið á óvart. Ríkisstjórnin sem setið hefur í fjögur ár var nefnilega mynduð um hinn lægsta pólitíska samnefnara þessara þriggja stjórnmálaflokka. Og hann er býsna lágur, því að flokkarnir eru þrátt fyrir allt ólíkir. Þannig hefur stjórninni tekist að sigla í gegnum kjörtímabilið nokkuð lygnan sjó – sjálfstæðismenn kalla það stöðugleika – og í rauninni alltaf gert eins lítið og þau hafa komist af með, pólitískt séð. Ekki ætla ég að gera lítið úr því að glíma við heimsfaraldur kórónuveirunnar en þar naut stjórnin og samfélagið allt ráðgjafar færustu vísindamanna þessa lands og fór mestmegnis eftir þeim, þrátt fyrir harða andstöðu Sjálfstæðisflokksins. Fyrir það ber að þakka. Bætum kjör þeirra efnaminnstu Kosningabaráttan fyrir alþingiskosningarnar snýst um að hækka hinn pólitíska samnefnara svo að ráðast megi í brýnar umbætur í samfélaginu og styrkingu heilbrigðiskerfisins. Ég tel að það sé að teiknast upp raunhæfur valkostur til stjórnarsamstarfs á vinstrimiðjunni með frjálslyndum áherslum. Í slíkri ríkisstjórn þarf Samfylkingin að vera í lykilhlutverki. Hvers vegna gæti einhver spurt? Vegna þess að brýn verkefni snúast um að treysta velferð og tryggja betri framfærslu og lífskjör fólks með lágar tekjur. Þau verða að vera í forgangi á nýju kjörtímabili. Ég nefni nokkur hér: Hækkun skerðingarmarka barnabóta, þannig að fleiri börn og fjölskyldur þeirra njóti fjárhagsstuðnings frá ríkinu. Það þarf að endurreisa barnabótakerfið. Hækkun greiðslna almannatrygginga til samræmis við krónutöluhækkanir lífskjarasamninganna. Það yrði fyrsta skrefið í að brúa kjaragliðnun lífeyrisþega og lægstu launa á vinnumarkaði. Að hækka frítekjumark öryrkja vegna atvinnutekna úr 110 í 200.000 krónur á mánuði. Frítekjumark eldri borgara þarf einnig að hækka í 200.00 krónur á mánuði en ekki skiptir minna máli að hækka markið vegna greiðslna úr lífeyrissjóði úr 25.000 í 50.000 krónur. Að tvöfalda stofnframlög til almenna íbúðakerfisins svo að hægt sé að byggja 1.000 leigu- og búseturéttaríbúðir á ári. Þannig fjölgum við íbúðum fyrir tekjulægri hópa og temprum verð á húsnæði fyrir alla. Komist þessar tillögur til framkvæmda mun það bæta lífskjör þúsunda barna og fjölskyldna þeirra, öryrkja og eldri borgara. Síðastliðin átta ár hafa hagsmunir venjulegs launafólks og öryrkja ekki verið í forgangi hér á landi. Það þarf Samfylkinguna í ríkisstjórn til að breyta því. Grundvöllur nýs ríkisstjórnarsamstarfs Annað risavaxið verkefni eru alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Þær geta sannarlega ekki snúist um hinn lægsta pólitíska samnefnara. Lofsverð úttekt Ungra umhverfissinna á loftslags- , umhverfis- og náttúruverndastefnu stjórnmálaflokkanna sýndi að þar eiga fjórir flokkar samleið. Önnur framboð skiluðu auðu. Þar er kominn grundvöllur til samstarfs sem þarf að skoða af fullri alvöru. Samfylkingin vill leiða saman ríkisstjórn sem setur fjölskylduna í forgang, byggir upp sterkara og heilbrigðara samfélag og ræðst í alvöru loftslagsaðgerðir. Sú ríkisstjórn verður aðeins möguleg með góðum stuðningi kjósenda við Samfylkinguna. Það er mikið í húfi því að ný ríkisstjórn má ekki snúast um hinn lægsta pólitíska samnefnara. Því hvet ég kjósendur til að setja X við S í alþingiskosningunum 25. september. Höfundur leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Sjá meira
Ýmsir hafa lofað formann Vinstri grænna fyrir að leiða stjórnarsamstarf VG við Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkinn af pólitískri lipurð. Ekki ætla ég að gera lítið úr því að Katrín Jakobsdóttir er flink og klár stjórnamálakona en hún stendur þó frammi fyrir því að 80% stuðningsmanna VG vilja ekki áframhaldandi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður VG og umhverfis- og auðlindaráðherra, játaði við lok þingstarfa í sumar að líklega hefðu frumvörpin hans fengið betri stuðning í annars konar ríkisstjórn. Á þeim lista voru m.a. Hálendisþjóðgarður og 3. áfangi Rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða. Afdrif flaggskipa VG á sviði umhverfismála í samstarfinu við Sjálstæðis- og Framsóknarflokk eru umhugsunarverð en koma í sjálfu sér ekki mikið á óvart. Ríkisstjórnin sem setið hefur í fjögur ár var nefnilega mynduð um hinn lægsta pólitíska samnefnara þessara þriggja stjórnmálaflokka. Og hann er býsna lágur, því að flokkarnir eru þrátt fyrir allt ólíkir. Þannig hefur stjórninni tekist að sigla í gegnum kjörtímabilið nokkuð lygnan sjó – sjálfstæðismenn kalla það stöðugleika – og í rauninni alltaf gert eins lítið og þau hafa komist af með, pólitískt séð. Ekki ætla ég að gera lítið úr því að glíma við heimsfaraldur kórónuveirunnar en þar naut stjórnin og samfélagið allt ráðgjafar færustu vísindamanna þessa lands og fór mestmegnis eftir þeim, þrátt fyrir harða andstöðu Sjálfstæðisflokksins. Fyrir það ber að þakka. Bætum kjör þeirra efnaminnstu Kosningabaráttan fyrir alþingiskosningarnar snýst um að hækka hinn pólitíska samnefnara svo að ráðast megi í brýnar umbætur í samfélaginu og styrkingu heilbrigðiskerfisins. Ég tel að það sé að teiknast upp raunhæfur valkostur til stjórnarsamstarfs á vinstrimiðjunni með frjálslyndum áherslum. Í slíkri ríkisstjórn þarf Samfylkingin að vera í lykilhlutverki. Hvers vegna gæti einhver spurt? Vegna þess að brýn verkefni snúast um að treysta velferð og tryggja betri framfærslu og lífskjör fólks með lágar tekjur. Þau verða að vera í forgangi á nýju kjörtímabili. Ég nefni nokkur hér: Hækkun skerðingarmarka barnabóta, þannig að fleiri börn og fjölskyldur þeirra njóti fjárhagsstuðnings frá ríkinu. Það þarf að endurreisa barnabótakerfið. Hækkun greiðslna almannatrygginga til samræmis við krónutöluhækkanir lífskjarasamninganna. Það yrði fyrsta skrefið í að brúa kjaragliðnun lífeyrisþega og lægstu launa á vinnumarkaði. Að hækka frítekjumark öryrkja vegna atvinnutekna úr 110 í 200.000 krónur á mánuði. Frítekjumark eldri borgara þarf einnig að hækka í 200.00 krónur á mánuði en ekki skiptir minna máli að hækka markið vegna greiðslna úr lífeyrissjóði úr 25.000 í 50.000 krónur. Að tvöfalda stofnframlög til almenna íbúðakerfisins svo að hægt sé að byggja 1.000 leigu- og búseturéttaríbúðir á ári. Þannig fjölgum við íbúðum fyrir tekjulægri hópa og temprum verð á húsnæði fyrir alla. Komist þessar tillögur til framkvæmda mun það bæta lífskjör þúsunda barna og fjölskyldna þeirra, öryrkja og eldri borgara. Síðastliðin átta ár hafa hagsmunir venjulegs launafólks og öryrkja ekki verið í forgangi hér á landi. Það þarf Samfylkinguna í ríkisstjórn til að breyta því. Grundvöllur nýs ríkisstjórnarsamstarfs Annað risavaxið verkefni eru alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Þær geta sannarlega ekki snúist um hinn lægsta pólitíska samnefnara. Lofsverð úttekt Ungra umhverfissinna á loftslags- , umhverfis- og náttúruverndastefnu stjórnmálaflokkanna sýndi að þar eiga fjórir flokkar samleið. Önnur framboð skiluðu auðu. Þar er kominn grundvöllur til samstarfs sem þarf að skoða af fullri alvöru. Samfylkingin vill leiða saman ríkisstjórn sem setur fjölskylduna í forgang, byggir upp sterkara og heilbrigðara samfélag og ræðst í alvöru loftslagsaðgerðir. Sú ríkisstjórn verður aðeins möguleg með góðum stuðningi kjósenda við Samfylkinguna. Það er mikið í húfi því að ný ríkisstjórn má ekki snúast um hinn lægsta pólitíska samnefnara. Því hvet ég kjósendur til að setja X við S í alþingiskosningunum 25. september. Höfundur leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun