Að skipta kökunni eða stækka? Bryndís Haraldsdóttir skrifar 6. september 2021 12:31 Það er furðulegt til þess að hugsa að nú þegar Ísland hefur risið hratt og vel upp úr fjármálakreppunni og tekist með sóma á við heimsfaraldur Kórónuveirunnar þá virðist pólitísk umræða margra stjórnmálaflokka snúast nær eingöngu um hvernig skipta eigi kökunni. Hvernig hægt sé að hækka skatta á ákveðin fyrirtæki eða ákveðið fólk til þess að færa fjármuni yfir til annara, eða bara allra hinna. En ég spyr, hvað með framtíð okkar sem lands og þjóðar? Hvernig tryggjum við áframhaldandi velsæld og framgang íslenskrar þjóðar? Er það með boðum og bönnum, skattahækkunum og opinberum millifærslukerfum? Ég held ekki. Áframhaldandi velsæld fólks byggir á öflugu íslensku atvinnulífi og auknum útflutningstekjum. Okkur hefur sannarlega gengið vel sem þjóð að selja fisk, fullnýta hráefni og draga úr kolefnissporum atvinnuvegarins. Við erum svo lánsöm að hafa hér hreina græna orku þannig að hér getum við framleitt t.d. ál með umhverfisvænni hætti en víða annarstaðar í heiminum. Ferðamenn hafa streymt til landsins á síðustu tveimur áratugum og orðið stoð í íslensku atvinnulífi. Ferðamannaiðnaðurinn hefur ekki bara gefið okkur gjaldeyri og fjölgað störfum út um land allt, heldur líka gefið okkur fjölbreytileika í ýmiskonar þjónustu og mannlífi. Fjöldi veitingastaða, kaffihúsa og ýmiskonar afþreying hefur fyrst og síðast orðið til vegna aukins fjölda ferðamanna en gagnast okkur öllum, til að gera lífið skemmtilegra. En til framtíðar getum við ekki einblínt á þessar atvinnugreinar við þurfum að horfa til atvinnuvega sem ekki eru drifnir áfram á auðlindanýtingu. Hugverksiðnaðurinn er framtíðin Hugverksiðnaðurinn er orðinn fjórða stoðin í íslensku efnahagslífi og í gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins. Hann á alla möguleika á að verða stærsta stoðin. Hugvitið getum við nefnilega endalaust virkjað. Fjölbreytni í gjaldeyrissköpun skiptir máli, eykur stöðugleika og hagvöxt og hjálpar okkur að takast á við sveiflur í ákveðnum atvinnugreinum. Með markvissum aðgerðum stjórnvalda hefur verið byggt undir þennan iðnað. Með hvötum til rannsóknar og nýsköpunar hafa fleiri fyrirtæki orðið til. Það sem skiptir miklu máli er að fyrirtæki velji að vera staðsett á Íslandi. Það að Ísland sé ákjósanlegur staður til að staðsetja fyrirtæki, sem vinna við rannsóknir og nýsköpun, er eitt það mikilvægasta sem stjórnvöld geta gert fyrir framtíð okkar og barna okkar. Þannig erum við að tryggja áframhaldandi öflugt atvinnulíf sem er forsenda velsældar heimilanna í landinu. Þannig erum við líka að fjölga atvinnutækifærum og gera Ísland að ákjósanlegum stað til að búa á til langrar framtíðar. Með öflugu og fjölbreyttu atvinnulífi skapast skilyrði til að þjónusta íbúa á öllum aldri með enn betra heilbrigðiskerfi, menntakerfi, samgöngukerfi og löggæslu. Munum hvaðan peningarnir sem frambjóðendur tala nú um að verja í ýmiskonar málaflokka koma. Verum skynsöm og nýtum krafta okkar í að tryggja hér gott umhverfi fyrir atvinnulífið, fyrir nýsköpun, rannsóknir og skapandi greinar í stað þess að eyða kröftunum í allskonar formúlur og krúsidúllur um yfirfærslu fjármuna frá þeim „ríku“ til þeirra sem eru ekki mjög ríkir. Það er reyndar nokkuð örugg leið til að tryggja að hinir fjársterku velji að búa annarstaðar og skili þar af leiðandi litlu sem engu til íslensks samfélags. Setjum X við D og tryggjum bjarta framtíð lands og þjóðar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er furðulegt til þess að hugsa að nú þegar Ísland hefur risið hratt og vel upp úr fjármálakreppunni og tekist með sóma á við heimsfaraldur Kórónuveirunnar þá virðist pólitísk umræða margra stjórnmálaflokka snúast nær eingöngu um hvernig skipta eigi kökunni. Hvernig hægt sé að hækka skatta á ákveðin fyrirtæki eða ákveðið fólk til þess að færa fjármuni yfir til annara, eða bara allra hinna. En ég spyr, hvað með framtíð okkar sem lands og þjóðar? Hvernig tryggjum við áframhaldandi velsæld og framgang íslenskrar þjóðar? Er það með boðum og bönnum, skattahækkunum og opinberum millifærslukerfum? Ég held ekki. Áframhaldandi velsæld fólks byggir á öflugu íslensku atvinnulífi og auknum útflutningstekjum. Okkur hefur sannarlega gengið vel sem þjóð að selja fisk, fullnýta hráefni og draga úr kolefnissporum atvinnuvegarins. Við erum svo lánsöm að hafa hér hreina græna orku þannig að hér getum við framleitt t.d. ál með umhverfisvænni hætti en víða annarstaðar í heiminum. Ferðamenn hafa streymt til landsins á síðustu tveimur áratugum og orðið stoð í íslensku atvinnulífi. Ferðamannaiðnaðurinn hefur ekki bara gefið okkur gjaldeyri og fjölgað störfum út um land allt, heldur líka gefið okkur fjölbreytileika í ýmiskonar þjónustu og mannlífi. Fjöldi veitingastaða, kaffihúsa og ýmiskonar afþreying hefur fyrst og síðast orðið til vegna aukins fjölda ferðamanna en gagnast okkur öllum, til að gera lífið skemmtilegra. En til framtíðar getum við ekki einblínt á þessar atvinnugreinar við þurfum að horfa til atvinnuvega sem ekki eru drifnir áfram á auðlindanýtingu. Hugverksiðnaðurinn er framtíðin Hugverksiðnaðurinn er orðinn fjórða stoðin í íslensku efnahagslífi og í gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins. Hann á alla möguleika á að verða stærsta stoðin. Hugvitið getum við nefnilega endalaust virkjað. Fjölbreytni í gjaldeyrissköpun skiptir máli, eykur stöðugleika og hagvöxt og hjálpar okkur að takast á við sveiflur í ákveðnum atvinnugreinum. Með markvissum aðgerðum stjórnvalda hefur verið byggt undir þennan iðnað. Með hvötum til rannsóknar og nýsköpunar hafa fleiri fyrirtæki orðið til. Það sem skiptir miklu máli er að fyrirtæki velji að vera staðsett á Íslandi. Það að Ísland sé ákjósanlegur staður til að staðsetja fyrirtæki, sem vinna við rannsóknir og nýsköpun, er eitt það mikilvægasta sem stjórnvöld geta gert fyrir framtíð okkar og barna okkar. Þannig erum við að tryggja áframhaldandi öflugt atvinnulíf sem er forsenda velsældar heimilanna í landinu. Þannig erum við líka að fjölga atvinnutækifærum og gera Ísland að ákjósanlegum stað til að búa á til langrar framtíðar. Með öflugu og fjölbreyttu atvinnulífi skapast skilyrði til að þjónusta íbúa á öllum aldri með enn betra heilbrigðiskerfi, menntakerfi, samgöngukerfi og löggæslu. Munum hvaðan peningarnir sem frambjóðendur tala nú um að verja í ýmiskonar málaflokka koma. Verum skynsöm og nýtum krafta okkar í að tryggja hér gott umhverfi fyrir atvinnulífið, fyrir nýsköpun, rannsóknir og skapandi greinar í stað þess að eyða kröftunum í allskonar formúlur og krúsidúllur um yfirfærslu fjármuna frá þeim „ríku“ til þeirra sem eru ekki mjög ríkir. Það er reyndar nokkuð örugg leið til að tryggja að hinir fjársterku velji að búa annarstaðar og skili þar af leiðandi litlu sem engu til íslensks samfélags. Setjum X við D og tryggjum bjarta framtíð lands og þjóðar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun