Heilbrigðismál eru kosningamál Erna Bjarnadóttir skrifar 23. ágúst 2021 12:01 Þegar litið er um öxl má sannarlega sjá þess stað að heilbrigðismál eru kosningamál, nú jafnt sem fyrr. Á liðnu kjörtímabili hefur markvisst verið unnið að því að draga úr hlut frjálsra félagasamtaka og sjálfstætt starfandi lækna í heilbrigðisþjónustu þjónustu en þess í stað eru verkefnin færð til ríkisstofnana í vaxandi mæli. Er þar skemmst að minnast flutningi á skimunum fyrir leghálskrabbameini til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins þar sem enn sér ekki fyrir endann á afleiðingunum. Einnig má nefna áform um að loka Domus og að senda sjúklinga frekar til útlanda í liðskiptaaðgerðir en nýta innlenda þjónustu. Hér verður því miður ekki séð að öryggi og líðan sjúklinga sé höfð í fyrirrúmi heldur pólitísk sýn um að alla þessa þjónustu eigi að veita af ríkinu í stað þess að gera þjónustusamninga við einkaaðila til að skjóta fleiri stoðum undir heilbrigðisþjónustuna. Óskammfeilni forystumanna ríkisstjórnarinnar náði hins vegar nýjum hæðum þegar forsætisráðherra og fjármálaráðherra tóku að vitna í niðurstöður samtals við forstjóra LSH þess efnis að mönnun sé eina vandamál gjörgæslu Landspítalans en ekki skortur á fjármagni. Í færslu á fésbókinni þann 22. ágúst fer Theódór Skúli Sigurðsson, formaður félags sjúkrahúslækna vandlega yfir raunverulega stöðu gjörgæslunnar á LSH. Á undanförnum árum hefur ítrekað verið varað við stöðunni þar en þvert á móti og eftir nokkrar COVID bylgjur var tekin ákvörðun um að fækka úr 13 gjörgæsluplássum niður í 10 fyrir sumarið 2021. Með þessu var Ísland komið í botnsæti Evrópuþjóða hvað varðar fjölda gjörgæsluplássa á íbúa. Ástæðan mun vera þær sparnaðarkröfur sem gerðar eru á Landspítalanum. Á sama tíma hlýðum við á viðtöl við Björn Zoega forstjóra Carolinska sjúkrahússins í Svíþjóð og fyrrum forstjóra LSH. Hann hefur þvert á móti unnið markvisst að fjölgun gjörgæsluplássa þar, síðan COVID faraldurinn hófst. Theódór Skúli segist ítrekað hafa varið við hættunni af þessari fækkun gjörgæsluplássa í skugga heimsfaraldurs, opnun landamæra og fjölgun ferðamanna. En þvert á móti, þá skyldi sparað með öllum ráðum. Læknar voru beðnir um að lækka starfshlutfall, ekki átti að greiða læknum aukagreiðslu fyrir að taka vakt vegna forfalla, loka skurðstofum, stöðva dýrari inngrip og fækka gjörgæsluplássum. Hann segir síðan orðrétt: „Við áttum einfaldlega að hætta að lækna og hjúkra til að spara !“ Vandinn er felst ekki í að ekki fáist fólk til starfa. Síðasta vetur sóttu t.d. mun fleiri hjúkrunarfræðingar um vinnu á gjörgæsludeildunum, en fengu þar sem takmakaður fjöldi staða var í boði. Þá var þrengt mjög að greiðslum fyrir aukið álag fyrir að fresta fríum. Forystufólk ríkisstjórnarinnar mætti líka rifja upp ítrekaða og langdregna kjarabaráttu heilbrigðisstétta með tilheyrandi verkföllum, lagasetningum og kjaradómum. Skemmst er að minnast þess að hjúkrunarfræðingar voru samningslausir við upphaf COVID faraldursins. Óboðlegt er að tala nú til þessa hóps eins og hann sé varla til eða fáist ekki til starfa þegar mikið liggur við. Öll viljum við vera metin að verðleikum og mikilvægi starfa okkar. Því þarf að hlusta á starfsfólk í framlínu heilbrigðiskerfisins. Það þekkir best hvar eldurinn brennur heitast. Snúum okkur að því að byggja upp heilbrigðiskerfi þar með talið Landspítala sem við öll getum verið stolt af og er eftirsóknarverður vinnustaður. Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Heilbrigðismál Alþingiskosningar 2021 Landspítalinn Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Þegar litið er um öxl má sannarlega sjá þess stað að heilbrigðismál eru kosningamál, nú jafnt sem fyrr. Á liðnu kjörtímabili hefur markvisst verið unnið að því að draga úr hlut frjálsra félagasamtaka og sjálfstætt starfandi lækna í heilbrigðisþjónustu þjónustu en þess í stað eru verkefnin færð til ríkisstofnana í vaxandi mæli. Er þar skemmst að minnast flutningi á skimunum fyrir leghálskrabbameini til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins þar sem enn sér ekki fyrir endann á afleiðingunum. Einnig má nefna áform um að loka Domus og að senda sjúklinga frekar til útlanda í liðskiptaaðgerðir en nýta innlenda þjónustu. Hér verður því miður ekki séð að öryggi og líðan sjúklinga sé höfð í fyrirrúmi heldur pólitísk sýn um að alla þessa þjónustu eigi að veita af ríkinu í stað þess að gera þjónustusamninga við einkaaðila til að skjóta fleiri stoðum undir heilbrigðisþjónustuna. Óskammfeilni forystumanna ríkisstjórnarinnar náði hins vegar nýjum hæðum þegar forsætisráðherra og fjármálaráðherra tóku að vitna í niðurstöður samtals við forstjóra LSH þess efnis að mönnun sé eina vandamál gjörgæslu Landspítalans en ekki skortur á fjármagni. Í færslu á fésbókinni þann 22. ágúst fer Theódór Skúli Sigurðsson, formaður félags sjúkrahúslækna vandlega yfir raunverulega stöðu gjörgæslunnar á LSH. Á undanförnum árum hefur ítrekað verið varað við stöðunni þar en þvert á móti og eftir nokkrar COVID bylgjur var tekin ákvörðun um að fækka úr 13 gjörgæsluplássum niður í 10 fyrir sumarið 2021. Með þessu var Ísland komið í botnsæti Evrópuþjóða hvað varðar fjölda gjörgæsluplássa á íbúa. Ástæðan mun vera þær sparnaðarkröfur sem gerðar eru á Landspítalanum. Á sama tíma hlýðum við á viðtöl við Björn Zoega forstjóra Carolinska sjúkrahússins í Svíþjóð og fyrrum forstjóra LSH. Hann hefur þvert á móti unnið markvisst að fjölgun gjörgæsluplássa þar, síðan COVID faraldurinn hófst. Theódór Skúli segist ítrekað hafa varið við hættunni af þessari fækkun gjörgæsluplássa í skugga heimsfaraldurs, opnun landamæra og fjölgun ferðamanna. En þvert á móti, þá skyldi sparað með öllum ráðum. Læknar voru beðnir um að lækka starfshlutfall, ekki átti að greiða læknum aukagreiðslu fyrir að taka vakt vegna forfalla, loka skurðstofum, stöðva dýrari inngrip og fækka gjörgæsluplássum. Hann segir síðan orðrétt: „Við áttum einfaldlega að hætta að lækna og hjúkra til að spara !“ Vandinn er felst ekki í að ekki fáist fólk til starfa. Síðasta vetur sóttu t.d. mun fleiri hjúkrunarfræðingar um vinnu á gjörgæsludeildunum, en fengu þar sem takmakaður fjöldi staða var í boði. Þá var þrengt mjög að greiðslum fyrir aukið álag fyrir að fresta fríum. Forystufólk ríkisstjórnarinnar mætti líka rifja upp ítrekaða og langdregna kjarabaráttu heilbrigðisstétta með tilheyrandi verkföllum, lagasetningum og kjaradómum. Skemmst er að minnast þess að hjúkrunarfræðingar voru samningslausir við upphaf COVID faraldursins. Óboðlegt er að tala nú til þessa hóps eins og hann sé varla til eða fáist ekki til starfa þegar mikið liggur við. Öll viljum við vera metin að verðleikum og mikilvægi starfa okkar. Því þarf að hlusta á starfsfólk í framlínu heilbrigðiskerfisins. Það þekkir best hvar eldurinn brennur heitast. Snúum okkur að því að byggja upp heilbrigðiskerfi þar með talið Landspítala sem við öll getum verið stolt af og er eftirsóknarverður vinnustaður. Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun