Um spænska togara og hræðsluáróður II Ingvar Þóroddsson skrifar 23. ágúst 2021 07:01 Þann 11. ágúst birti ég á Vísi greinina „Um spænska togara og hræðsluáróður“ en markmiðið með þeim skrifum var fyrst og fremst að svara þeim ógnarrökum sem iðulega heyrast frá andstæðingum Evrópusambandsaðildar sem vilja meina að framtíð íslensks sjávarútvegs væri það svört innan sambandsins að það er ekki einu sinni þess virði að halda áfram aðildarviðræðum. Ég var fullmeðvitaður um það að með skrifum mínum væri að stíga inn á ákveðið jarðsprengjusvæði og þess vegna kom mér það nokkuð á óvart þegar viðbrögð við greininni frá ESB-andstæðingum voru lítil sem engin. Þangað til um helgina þegar Diljá Mist Einarsdóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, rauf loksins þögnina. En ég verð að viðurkenna að ég varð fyrir vonbrigðum. Ótengdum málum skeytt saman Strax í útdrætti greinarinnar blandar Diljá saman alveg ótengdum málum og fullyrðir eftirfarandi: „Andstaða Viðreisnar við kvótakerfið stafar af því að fáeinir flokksmanna vita að það verður að afnema íslensku fiskveiðilöggjöfina til að greiða leiðina fyrir yfirráðum ESB yfir fiskimiðunum.“ Með andstöðu Viðreisnar við kvótakerfið á aðstoðarmaðurinn væntanlega við þá stefnu flokksins að afnema veiðigjaldið og innleiða í staðinn tímabundna samninga þar sem hluti aflaheimilda er seldur á markaði á ári hverju (um rökin fyrir því má lesa t.d. hér). Í raun er fáránlegt að tala um andstöðu við kvótakerfið enda hefur forsvarsfólk Viðreisnar ítrekað undirstrikað að kvótakerfið er forsenda þess að íslenskur sjávarútvegur er jafn sterkur og hann er. Spurningin snýst um með hvaða hætti best er að verðleggja nýtingarréttinn og taka sanngjarnt gjald fyrir. Diljá gefur í skyn að raunverulega ástæðan fyrir þessari stefnu Viðreisnar sé að greiða leiðina fyrir inngöngu í ESB. Eins og ég nefndi í seinustu skrifum, og aðstoðarmaður utanríkisráðherra ætti vel að vita, þá segir sameiginlega sjávarútvegsstefna ESB ekkert um það hvernig aðildarríki skulu úthluta aflaheimildum til sjávarútvegsfyrirtækja og taka gjald fyrir. Við getum því haldið í núverandi fyrirkomulag með veiðigjald og gengið í ESB og við getum skipt yfir í samningaleið og gengið í ESB. Það virðist sem aðstoðarmaðurinn hafi ætlað að einfalda sér lífið og slá tvær flugur í einu höggi með að blanda þessum tveim stefnumálum Viðreisnar saman, en mistekist svona harkalega. Rangfærslur á rangfærslur ofan Aðstoðarmaðurinn fullyrðir svo að greinin sem ég birti hafi verið „lofgerð“ um sjávarútvegsstefnu ESB, sem er þvæla. Markmiðið með skrifunum var einfaldlega að brjóta á bak aftur þá rökleysu að með inngöngu í ESB myndum við missa yfirráðin yfir íslenskum sjávarútvegi og miðin hér fyllast af evrópskum skipum. Diljá viðurkennir meira að segja að Íslendingar verði áfram með full yfirráð yfir veiðum á íslenskum miðum allavega „meðan regla um svokallaðan hlutfallslegan stöðugleika er í gildi“. Hún heldur þó í hræðsluáróðurinn með orðunum: „Þeirri reglu má einfaldlega breyta hvenær sem er.“ Sem er bara alveg einstaklega rangt enda um grundvallarreglu í kerfinu að ræða en ekki eitthvað stundargaman. Það væri óþarfa tvíverknaður af minni hálfu að svara hverjum og einum af þeim glórulausu rökum sem koma fram í grein aðstoðarmannsins og bendi ég lesendum í staðinn á góða og ítarlega yfirferð sem lesa má hér. Hið fyrirsjáanlega útspil um Brexit á til að mynda við engin rök að styðjast og sömuleiðis er þeirri hálfkómísku staðhæfingu að veiðisögu Evrópuþjóða á Íslandsmiðum á seinustu öldum verði haldið til haga svarað með skýrum hætti. Sá franski sjómaður sem eftir inngöngu Íslands í ESB myndi reyna að fá úthlutað veiðiheimildum við Íslandsstrendur á þeim forsendum að langalangafi hans hafi fyrir 100 árum gert út frá Fáskrúðsfirði mun í mesta lagi takast að gera sig að atlægi. Ég velti því fyrir mér og veit raunverulega ekki hvort aðstoðarmaður utanríkisráðherra viti hreinlega ekki betur þegar hún fer með rangfærslur af þessu tagi eða sé viljandi að fara með rangt mál, en hvort tveggja veldur áhyggjum. Gamaldags hræðsluáróður Ég vil svo hvetja lesendur til að lesa aftur útdráttinn vel sem ég vitnaði í hér í upphafi og velta fyrir sér þeim skilaboðum sem verið er að reyna að senda, sérstaklega með orðunum: „fáeinir flokksmanna [Viðreisnar] vita að það verður að afnema íslensku fiskveiðilöggjöfina til að greiða leiðina fyrir yfirráðum ESB yfir fiskimiðunum.“ Það er ástæða fyrir því að orðið hræðsluáróður kemur fyrir í fyrirsögn þessarar greinar, og hér á það vel við. Að halda því fram að pólitískir andstæðingar með ásettu ráði ætli sér að færa yfirráð yfir einni verðmætustu náttúruauðlind Íslendinga til erlendra aðila er óheiðarlegt, ósmekklegt og hvorki þingframbjóðenda sæmandi né til þess gert að færa umræðuna úr pólitískum skotgröfum upp á málefnalegra plan. Málflutningurinn minnir óþægilega á það landráðaþvaður sem dundi yfir samflokksmenn Diljár, og þá sérstaklega ráðherrann sem hún sjálf starfar fyrir, þegar orkupakkinn þriðji var innleiddur á kjörtímabilinu. Klárum aðildarviðræðurnar Listinn af ástæðum fyrir því að við ættum að halda áfram aðildarviðræðum er langur. Þar ber helst að nefna að með aðild að Evrópusambandinu myndu Íslendingar fá sæti við borðið þar sem stórar ákvarðanir sem okkur snertir eru teknar, Ísland yrði hluti af einu stærsta fríverslunarbandalagi heims með öllum þeim kostum sem því fylgir og þjóðin fengi tækifæri til að taka upp stöðugan gjaldmiðil sem gjörbyltir lánakjörum heimilanna, rekstrarumhverfi fyrirtækja og brýtur upp það fákeppnisumhverfi á fjármálamarkaði sem við búum við í dag. Fyrst þegar við höfum klárað að semja um aðildina munum við hafa endanleg svör við því hver framtíð íslensks sjávarútvegs yrði innan sambandsins líkt og áður hefur verið bent á. Eitt er víst og það er að svartsýnisspár þeirra þingmanna og frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins sem hafa hingað til tjáð sig um málið eiga við engin rök að styðjast. Á endanum yrði það undir Íslendingum komið að samþykkja eða hafna aðildarsamningi í þjóðaratkvæðagreiðslu og ég lofaði þeim Guðlaugi Þór Þórðarsyni og Birgi Þórarinssyni í seinustu greinarskrifum að ég yrði fyrstur á kjörstað til að kjósa nei ef viðræðurnar myndu leiða það í ljós að ég hafi haft algjörlega rangt fyrir mér. Ég ítreka það loforð við Diljá. Höfundur er háskólanemi og skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Norðausturkjördæmi Evrópusambandið Utanríkismál Skoðun: Kosningar 2021 Ingvar Þóroddsson Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Þann 11. ágúst birti ég á Vísi greinina „Um spænska togara og hræðsluáróður“ en markmiðið með þeim skrifum var fyrst og fremst að svara þeim ógnarrökum sem iðulega heyrast frá andstæðingum Evrópusambandsaðildar sem vilja meina að framtíð íslensks sjávarútvegs væri það svört innan sambandsins að það er ekki einu sinni þess virði að halda áfram aðildarviðræðum. Ég var fullmeðvitaður um það að með skrifum mínum væri að stíga inn á ákveðið jarðsprengjusvæði og þess vegna kom mér það nokkuð á óvart þegar viðbrögð við greininni frá ESB-andstæðingum voru lítil sem engin. Þangað til um helgina þegar Diljá Mist Einarsdóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, rauf loksins þögnina. En ég verð að viðurkenna að ég varð fyrir vonbrigðum. Ótengdum málum skeytt saman Strax í útdrætti greinarinnar blandar Diljá saman alveg ótengdum málum og fullyrðir eftirfarandi: „Andstaða Viðreisnar við kvótakerfið stafar af því að fáeinir flokksmanna vita að það verður að afnema íslensku fiskveiðilöggjöfina til að greiða leiðina fyrir yfirráðum ESB yfir fiskimiðunum.“ Með andstöðu Viðreisnar við kvótakerfið á aðstoðarmaðurinn væntanlega við þá stefnu flokksins að afnema veiðigjaldið og innleiða í staðinn tímabundna samninga þar sem hluti aflaheimilda er seldur á markaði á ári hverju (um rökin fyrir því má lesa t.d. hér). Í raun er fáránlegt að tala um andstöðu við kvótakerfið enda hefur forsvarsfólk Viðreisnar ítrekað undirstrikað að kvótakerfið er forsenda þess að íslenskur sjávarútvegur er jafn sterkur og hann er. Spurningin snýst um með hvaða hætti best er að verðleggja nýtingarréttinn og taka sanngjarnt gjald fyrir. Diljá gefur í skyn að raunverulega ástæðan fyrir þessari stefnu Viðreisnar sé að greiða leiðina fyrir inngöngu í ESB. Eins og ég nefndi í seinustu skrifum, og aðstoðarmaður utanríkisráðherra ætti vel að vita, þá segir sameiginlega sjávarútvegsstefna ESB ekkert um það hvernig aðildarríki skulu úthluta aflaheimildum til sjávarútvegsfyrirtækja og taka gjald fyrir. Við getum því haldið í núverandi fyrirkomulag með veiðigjald og gengið í ESB og við getum skipt yfir í samningaleið og gengið í ESB. Það virðist sem aðstoðarmaðurinn hafi ætlað að einfalda sér lífið og slá tvær flugur í einu höggi með að blanda þessum tveim stefnumálum Viðreisnar saman, en mistekist svona harkalega. Rangfærslur á rangfærslur ofan Aðstoðarmaðurinn fullyrðir svo að greinin sem ég birti hafi verið „lofgerð“ um sjávarútvegsstefnu ESB, sem er þvæla. Markmiðið með skrifunum var einfaldlega að brjóta á bak aftur þá rökleysu að með inngöngu í ESB myndum við missa yfirráðin yfir íslenskum sjávarútvegi og miðin hér fyllast af evrópskum skipum. Diljá viðurkennir meira að segja að Íslendingar verði áfram með full yfirráð yfir veiðum á íslenskum miðum allavega „meðan regla um svokallaðan hlutfallslegan stöðugleika er í gildi“. Hún heldur þó í hræðsluáróðurinn með orðunum: „Þeirri reglu má einfaldlega breyta hvenær sem er.“ Sem er bara alveg einstaklega rangt enda um grundvallarreglu í kerfinu að ræða en ekki eitthvað stundargaman. Það væri óþarfa tvíverknaður af minni hálfu að svara hverjum og einum af þeim glórulausu rökum sem koma fram í grein aðstoðarmannsins og bendi ég lesendum í staðinn á góða og ítarlega yfirferð sem lesa má hér. Hið fyrirsjáanlega útspil um Brexit á til að mynda við engin rök að styðjast og sömuleiðis er þeirri hálfkómísku staðhæfingu að veiðisögu Evrópuþjóða á Íslandsmiðum á seinustu öldum verði haldið til haga svarað með skýrum hætti. Sá franski sjómaður sem eftir inngöngu Íslands í ESB myndi reyna að fá úthlutað veiðiheimildum við Íslandsstrendur á þeim forsendum að langalangafi hans hafi fyrir 100 árum gert út frá Fáskrúðsfirði mun í mesta lagi takast að gera sig að atlægi. Ég velti því fyrir mér og veit raunverulega ekki hvort aðstoðarmaður utanríkisráðherra viti hreinlega ekki betur þegar hún fer með rangfærslur af þessu tagi eða sé viljandi að fara með rangt mál, en hvort tveggja veldur áhyggjum. Gamaldags hræðsluáróður Ég vil svo hvetja lesendur til að lesa aftur útdráttinn vel sem ég vitnaði í hér í upphafi og velta fyrir sér þeim skilaboðum sem verið er að reyna að senda, sérstaklega með orðunum: „fáeinir flokksmanna [Viðreisnar] vita að það verður að afnema íslensku fiskveiðilöggjöfina til að greiða leiðina fyrir yfirráðum ESB yfir fiskimiðunum.“ Það er ástæða fyrir því að orðið hræðsluáróður kemur fyrir í fyrirsögn þessarar greinar, og hér á það vel við. Að halda því fram að pólitískir andstæðingar með ásettu ráði ætli sér að færa yfirráð yfir einni verðmætustu náttúruauðlind Íslendinga til erlendra aðila er óheiðarlegt, ósmekklegt og hvorki þingframbjóðenda sæmandi né til þess gert að færa umræðuna úr pólitískum skotgröfum upp á málefnalegra plan. Málflutningurinn minnir óþægilega á það landráðaþvaður sem dundi yfir samflokksmenn Diljár, og þá sérstaklega ráðherrann sem hún sjálf starfar fyrir, þegar orkupakkinn þriðji var innleiddur á kjörtímabilinu. Klárum aðildarviðræðurnar Listinn af ástæðum fyrir því að við ættum að halda áfram aðildarviðræðum er langur. Þar ber helst að nefna að með aðild að Evrópusambandinu myndu Íslendingar fá sæti við borðið þar sem stórar ákvarðanir sem okkur snertir eru teknar, Ísland yrði hluti af einu stærsta fríverslunarbandalagi heims með öllum þeim kostum sem því fylgir og þjóðin fengi tækifæri til að taka upp stöðugan gjaldmiðil sem gjörbyltir lánakjörum heimilanna, rekstrarumhverfi fyrirtækja og brýtur upp það fákeppnisumhverfi á fjármálamarkaði sem við búum við í dag. Fyrst þegar við höfum klárað að semja um aðildina munum við hafa endanleg svör við því hver framtíð íslensks sjávarútvegs yrði innan sambandsins líkt og áður hefur verið bent á. Eitt er víst og það er að svartsýnisspár þeirra þingmanna og frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins sem hafa hingað til tjáð sig um málið eiga við engin rök að styðjast. Á endanum yrði það undir Íslendingum komið að samþykkja eða hafna aðildarsamningi í þjóðaratkvæðagreiðslu og ég lofaði þeim Guðlaugi Þór Þórðarsyni og Birgi Þórarinssyni í seinustu greinarskrifum að ég yrði fyrstur á kjörstað til að kjósa nei ef viðræðurnar myndu leiða það í ljós að ég hafi haft algjörlega rangt fyrir mér. Ég ítreka það loforð við Diljá. Höfundur er háskólanemi og skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun