Íslandssagan er full af bulli Bryndís Víglundsdóttir skrifar 23. ágúst 2021 10:00 Ef við lesum skráða sögu okkar kemur í ljós að hún er saga hraustra karla og hetja. Hún er ekki saga fólks sem bjó við vanheilsu eða fötlun og hún er ekki saga kvenna og barna. Hún er ekki heldur saga yngri og eldri karla sem aldrei áttu með sig sjálfir, voru alla ævina eignalausir vinnumenn. Þess vegna er líka hárrétt sem segir í söngnum að „Íslandssagan er full af bulli“. Í sögu okkar og mannkynssöguna alla vantar marga langa og efnismikla kafla. Það væri áhugavert að rannsaka annála okkar og þjóðsögur til þess að gera sér grein fyrir lífi og tilveru fólks sem var minnimáttar vegna þjóðfélagsstöðu, kynferðis og annarar meðfæddrar eða áunninnar fötlunar. Skoðum hlut fatlaðra, barna og kvenna í sögu okkar. Einstaka sinnum rekst maður í sögum eða annálum á frásögur af aumingjum eða fíflum, eins og fatlað eða þroskaheft fólk var kallað. Voru það þá yfirleitt niðursetningar og fólk sem álitið var umskiptingar, eða ástand þess tilkomið af einhverjum öðrum annarlegum orsökum eins og sagt var að gæti til dæmis gerst þegar ungir menn heilluðust af álfkonum og trylltust. Við vitum að margt af því fatlaða og veika fólki sem vegna lyfja og getu læknavísindanna lifir í dag dó áður fyrr. Landnáma nefnir 430 landnámsmenn, þar af 14 konur. Einhvers staðar í farangri landnámsmanna hljóta þó að hafa leynst konur því að hópurinn stækkaði. Íslendingar stukku varla alskapaðir út úr höfði feðranna eins og Pallas Aþena forðum. Seifur hinn voldugi guð, faðir hennar, fékk mikinn höfuðverk. Þegar menn hugðust lækna hann og gerðu gat á höfuðið stökk dóttir hans fullsköpuð út. Í sögu okkar eru nokkrar konur nefndar. Við lesum um Auði djúpúðgu, Bergþóru á Bergþórshvoli og Hallgerði langbrók, Guðrúnu Ósvífursdóttur og Auði Vésteinsdóttur, konu Gísla Súrssonar. Fleiri mætti telja. Þessar konur voru allar stórveldi og í skugga þeirra var hópur kvenna sem stritaði ævilangt og skilaði húsbændum sínum þeim verkum sem dugðu til að halda lífi í þessari þjóð. Margar þessara vinnukvenna voru umkomulaus hjú, áttu sér ekki málsvara. Átakanlegust varð sú staðreynd þegar húsbændur, synir húsbænda eða aðrir karlar nýttu sér aðstöðumuninn og notuðu líkama þeirra sér til skjótrar ánægju. Þegar svo barn kom undir- var það kallað í lausa-LEIK eða hórdómur og var stúlkunum refsað og barninu líka. Þetta er ljót saga af fullkomnu virðingarleysi fyrir stúlkum og grimmd og hún er gapandi sár í sögu okkar. Því var það mörgum áfall þegar fréttist af gleðskap þjóðkjörinna fulltrúa okkar, þingmanna sem sátu að sumbli á Klausturbar og höfðu uppi skoðanir sínar á konum. Ég er ein þeirra sem hélt að okkur, mannfólkinu hefði farið fram og ég rígheld í þá skoðun þrátt fyrir hugarfar og virðingarleysi Klausturgengisins til kvenna. En guð hjálpi þjóð sem lætur sér detta í hug að kjósa fólk með Klausturhugarfar aftur til þingsetu. Fram til okkar daga tíðkaðist mikil harka við börn. Fortakslaust var álitið að óþægð væri um að kenna ef þau hlýddu ekki skipun strax og þeim var refsað í samræmi við það. Þannig var ekki athugað hvort til greina kæmi að barnið hefði ekki heyrt það sem sagt var, hvort það hefði skilið fyrirskipunina og hvort það væri fært um að framkvæma það sem til var ætlast. Réttur hins fullorðna til þess að skipa fyrir og ráðskast með barnið var ekki véfengdur og skylda barnsins til að hlýða var fortakslaus. Ekki er hægt að sjá af frásögum hvort sem er í annálum okkar, kirkjubókum eða þjósögum að eðlislæg geta barnsins hafi verið athuguð. Ísland í dag Mér virðist að ástandið á Íslandi sé þannig nú á dögum að sá eldur sem margir einstaklingar og samfélagsstraumar tendruðu í upphafi og hugsjónamenn og konur hafa af bjartsýni og einurð borið uppi æ síðan brenni vel fólki með sérþarfir til góðs. Í hópnum „fólk með sérþarfir“ er fólk á mismunandi aldri með margs konar sérþarfir. Sumir fæðast þannig að þeim var vangefið, sumir veikjast í blóma lífsins á líkama eða sál og vandinn sem oftast fylgir ellinni nær flestum sem fá að lifa lengi. Aldrei fyrr hafa svo margir þættir og margir aðilar sameinast um að vinna að jákvæðri lausn á málefnum fólks með sérþarfir. Þess vegna leyfi ég mér að vera áfram bjartsýn og vongóð.Meðvituð viðhorf Íslendinga til fólks með sérþarfir held ég að séu góð. Þeir sem eru í nánustu tengslum við fatlaða og hafa valið sér það starf að vinna með þeim ættu að vera í forystusveit þeirra sem eru talsmenn alls þess sem má verða fötluðum til góðs. Fyrir fatlaða meðbræður okkar megum við aðeins vilja „hið besta“. Sumir fatlaðir geta talað fyrir sig sjáfir. Með þeim eigum við að standa. Aðrir fatlaðir geta ekki flutt mál sitt. Fyrir þá eigum við að tala og með þeim að standa. Við höfum þær skyldur við fatlaða og ófatlaða að viðhorfum okkar til hvers annars hraki ekki. En viðhorfin mega ekki verða eins og trú án verka sem er dauð trú. Viðhorfin ein tjóa ekki heldur þurfa þau að vera hvati til góðra verka. Ég minni á Steinar bónda í Hlíðum undir Steinahlíðum sem Halldór Laxness lætur segja: „Það er nú svona, blessaður, að þegar heimurinn er hættur að vera dásemdafullur í augum barnanna okkar þá er nú lítið orðið eftir“. En þrátt fyrir góð viðhorf Steinars til barna sinna bar hann ekki gæfu til að skapa börnum sínum dásemdarfullt umhverfi. Og því fór sem fór! Höfundur er kennari og fyrrverandi skólastjóri Þroskaþjálfaskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Upptökur á Klaustur bar Félagsmál Bryndís Víglundsdóttir Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Sjá meira
Ef við lesum skráða sögu okkar kemur í ljós að hún er saga hraustra karla og hetja. Hún er ekki saga fólks sem bjó við vanheilsu eða fötlun og hún er ekki saga kvenna og barna. Hún er ekki heldur saga yngri og eldri karla sem aldrei áttu með sig sjálfir, voru alla ævina eignalausir vinnumenn. Þess vegna er líka hárrétt sem segir í söngnum að „Íslandssagan er full af bulli“. Í sögu okkar og mannkynssöguna alla vantar marga langa og efnismikla kafla. Það væri áhugavert að rannsaka annála okkar og þjóðsögur til þess að gera sér grein fyrir lífi og tilveru fólks sem var minnimáttar vegna þjóðfélagsstöðu, kynferðis og annarar meðfæddrar eða áunninnar fötlunar. Skoðum hlut fatlaðra, barna og kvenna í sögu okkar. Einstaka sinnum rekst maður í sögum eða annálum á frásögur af aumingjum eða fíflum, eins og fatlað eða þroskaheft fólk var kallað. Voru það þá yfirleitt niðursetningar og fólk sem álitið var umskiptingar, eða ástand þess tilkomið af einhverjum öðrum annarlegum orsökum eins og sagt var að gæti til dæmis gerst þegar ungir menn heilluðust af álfkonum og trylltust. Við vitum að margt af því fatlaða og veika fólki sem vegna lyfja og getu læknavísindanna lifir í dag dó áður fyrr. Landnáma nefnir 430 landnámsmenn, þar af 14 konur. Einhvers staðar í farangri landnámsmanna hljóta þó að hafa leynst konur því að hópurinn stækkaði. Íslendingar stukku varla alskapaðir út úr höfði feðranna eins og Pallas Aþena forðum. Seifur hinn voldugi guð, faðir hennar, fékk mikinn höfuðverk. Þegar menn hugðust lækna hann og gerðu gat á höfuðið stökk dóttir hans fullsköpuð út. Í sögu okkar eru nokkrar konur nefndar. Við lesum um Auði djúpúðgu, Bergþóru á Bergþórshvoli og Hallgerði langbrók, Guðrúnu Ósvífursdóttur og Auði Vésteinsdóttur, konu Gísla Súrssonar. Fleiri mætti telja. Þessar konur voru allar stórveldi og í skugga þeirra var hópur kvenna sem stritaði ævilangt og skilaði húsbændum sínum þeim verkum sem dugðu til að halda lífi í þessari þjóð. Margar þessara vinnukvenna voru umkomulaus hjú, áttu sér ekki málsvara. Átakanlegust varð sú staðreynd þegar húsbændur, synir húsbænda eða aðrir karlar nýttu sér aðstöðumuninn og notuðu líkama þeirra sér til skjótrar ánægju. Þegar svo barn kom undir- var það kallað í lausa-LEIK eða hórdómur og var stúlkunum refsað og barninu líka. Þetta er ljót saga af fullkomnu virðingarleysi fyrir stúlkum og grimmd og hún er gapandi sár í sögu okkar. Því var það mörgum áfall þegar fréttist af gleðskap þjóðkjörinna fulltrúa okkar, þingmanna sem sátu að sumbli á Klausturbar og höfðu uppi skoðanir sínar á konum. Ég er ein þeirra sem hélt að okkur, mannfólkinu hefði farið fram og ég rígheld í þá skoðun þrátt fyrir hugarfar og virðingarleysi Klausturgengisins til kvenna. En guð hjálpi þjóð sem lætur sér detta í hug að kjósa fólk með Klausturhugarfar aftur til þingsetu. Fram til okkar daga tíðkaðist mikil harka við börn. Fortakslaust var álitið að óþægð væri um að kenna ef þau hlýddu ekki skipun strax og þeim var refsað í samræmi við það. Þannig var ekki athugað hvort til greina kæmi að barnið hefði ekki heyrt það sem sagt var, hvort það hefði skilið fyrirskipunina og hvort það væri fært um að framkvæma það sem til var ætlast. Réttur hins fullorðna til þess að skipa fyrir og ráðskast með barnið var ekki véfengdur og skylda barnsins til að hlýða var fortakslaus. Ekki er hægt að sjá af frásögum hvort sem er í annálum okkar, kirkjubókum eða þjósögum að eðlislæg geta barnsins hafi verið athuguð. Ísland í dag Mér virðist að ástandið á Íslandi sé þannig nú á dögum að sá eldur sem margir einstaklingar og samfélagsstraumar tendruðu í upphafi og hugsjónamenn og konur hafa af bjartsýni og einurð borið uppi æ síðan brenni vel fólki með sérþarfir til góðs. Í hópnum „fólk með sérþarfir“ er fólk á mismunandi aldri með margs konar sérþarfir. Sumir fæðast þannig að þeim var vangefið, sumir veikjast í blóma lífsins á líkama eða sál og vandinn sem oftast fylgir ellinni nær flestum sem fá að lifa lengi. Aldrei fyrr hafa svo margir þættir og margir aðilar sameinast um að vinna að jákvæðri lausn á málefnum fólks með sérþarfir. Þess vegna leyfi ég mér að vera áfram bjartsýn og vongóð.Meðvituð viðhorf Íslendinga til fólks með sérþarfir held ég að séu góð. Þeir sem eru í nánustu tengslum við fatlaða og hafa valið sér það starf að vinna með þeim ættu að vera í forystusveit þeirra sem eru talsmenn alls þess sem má verða fötluðum til góðs. Fyrir fatlaða meðbræður okkar megum við aðeins vilja „hið besta“. Sumir fatlaðir geta talað fyrir sig sjáfir. Með þeim eigum við að standa. Aðrir fatlaðir geta ekki flutt mál sitt. Fyrir þá eigum við að tala og með þeim að standa. Við höfum þær skyldur við fatlaða og ófatlaða að viðhorfum okkar til hvers annars hraki ekki. En viðhorfin mega ekki verða eins og trú án verka sem er dauð trú. Viðhorfin ein tjóa ekki heldur þurfa þau að vera hvati til góðra verka. Ég minni á Steinar bónda í Hlíðum undir Steinahlíðum sem Halldór Laxness lætur segja: „Það er nú svona, blessaður, að þegar heimurinn er hættur að vera dásemdafullur í augum barnanna okkar þá er nú lítið orðið eftir“. En þrátt fyrir góð viðhorf Steinars til barna sinna bar hann ekki gæfu til að skapa börnum sínum dásemdarfullt umhverfi. Og því fór sem fór! Höfundur er kennari og fyrrverandi skólastjóri Þroskaþjálfaskóla Íslands.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun