Um vegna áhættu og ábata Halldór Benjamín Þorbergsson skrifar 20. ágúst 2021 09:01 Reglur um sóttkví barna og ungmenna munu valda uppnámi á næstu vikum. Það blasir við að þúsundir barna munu lenda í sóttkví og fullbólusettir foreldrar þeirra og systkini í mörgum tilvikum. Skólastarf verður slitrótt. Frístundaheimili hálfopin – og tómstundir og íþróttir barna verða ekki svipur hjá sjón. Þau börn sem ekki verða í sóttkví munu mæta uggandi í hólfaskiptan skóla sem takmarkar verulega kennslu og upplifun barna, eins og kemur fram í sannfærandi umfjöllun nýs skólastjóra Melaskóla, sem kallar eftir breyttum reglum um sóttkví barna. Innan fárra vikna er fyrirséð að skólahald í leik-, grunn- og framhaldsskólum lamist með reglulegu millibili. Fjöldi launafólks missi vikur úr vinnu. Starfsemi fyrirtækja og stofnana verður skert í einhverjum tilvikum. Lítil fyrirtæki munu loka. Einyrkjar sitja uppi fullbólusettir en tekjulausir og einkennalausir í séríslenskri sóttkví barna. Betri staða á Norðurlöndum Á Norðurlöndum og á Bretlandi er allt annað fyrirkomulag. Þar hafa stjórnvöld lagt kapp á að lifa með veirunni—ekki bara í orði heldur á borði. Á Norðurlöndum er sóttkví barna yngri en 18 ára ekki beitt með sama hætti. Starfsemi leikskóla, frístundaheimila og grunnskóla er samkvæmt tiltölulega hefðbundnu fyrirkomulagi. En allir gæta að sér. Íslensk stjórnvöld hafa gefið út að stefnan sé að lifa með veirunni. Víðtæk beiting sóttkvíar á börn og ungmenni er víðs fjarri þeirri stefnu. Á Norðurlöndum er fullbólusett og einkennalaust fólk ekki sett í sóttkví, jafnvel þótt það hafi verið beint útsett fyrir veirunni. Niðurstaðan er sú að lífið gengur nokkurn veginn sinn vanagang á Norðurlöndunum. En allir eru meðvitaðir um að vágesturinn er enn á ferli en mæta honum með sjálfsprófum, hraðprófum og persónulegum sóttvörnum í forgrunni alls. Þangað eigum við að stefna. Dramb er falli næst Viðkvæði sóttvarnaryfirvalda á Íslandi er að vísindamenn og læknar sem fara fyrir sóttvörnum á öðrum Norðurlöndum og í Bretlandi séu ekki að meta áhættuna rétt. En þau geri það hins vegar sjálf. Það er drambsfull nálgun að telja að allir aðrir misskilji stöðuna hrapalega og vaði í villu og svíma. Meira að segja fordæmi frá Noregi og Danmörku eru algjörlega afskrifuð. Þetta hrópandi ósamræmi á milli sóttvarnarreglna og beitingu sóttkvíar á börn og ungmenni skapar áleitnar spurningar sem ekki hefur verið svarað. Í öðrum löndum fer fram áhættu- og hagsmunamat sem skilar allt annarri niðurstöðu en hjá íslenskum sóttvarnaryfirvöldum. Í nágrannalöndum er að skapast samfélagsleg sátt um að standa þurfi vörð um fleira en sóttvarnir; til dæmis andlega heilsu barna og fullorðinna, menningarlíf, félagslegar þarfir og sköpun efnahagslegra verðmæta. Það misræmi sem nú er uppi þurfa sóttvarnaryfirvöld að skýra að fullu með öðrum rökum en að halda því fram að allir aðrir hafi rangt fyrir sér. Greinin birtist fyrst á vef SA. Höfundur er framkvæmdastjóri SA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Benjamín Þorbergsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Bólusetningar Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Reglur um sóttkví barna og ungmenna munu valda uppnámi á næstu vikum. Það blasir við að þúsundir barna munu lenda í sóttkví og fullbólusettir foreldrar þeirra og systkini í mörgum tilvikum. Skólastarf verður slitrótt. Frístundaheimili hálfopin – og tómstundir og íþróttir barna verða ekki svipur hjá sjón. Þau börn sem ekki verða í sóttkví munu mæta uggandi í hólfaskiptan skóla sem takmarkar verulega kennslu og upplifun barna, eins og kemur fram í sannfærandi umfjöllun nýs skólastjóra Melaskóla, sem kallar eftir breyttum reglum um sóttkví barna. Innan fárra vikna er fyrirséð að skólahald í leik-, grunn- og framhaldsskólum lamist með reglulegu millibili. Fjöldi launafólks missi vikur úr vinnu. Starfsemi fyrirtækja og stofnana verður skert í einhverjum tilvikum. Lítil fyrirtæki munu loka. Einyrkjar sitja uppi fullbólusettir en tekjulausir og einkennalausir í séríslenskri sóttkví barna. Betri staða á Norðurlöndum Á Norðurlöndum og á Bretlandi er allt annað fyrirkomulag. Þar hafa stjórnvöld lagt kapp á að lifa með veirunni—ekki bara í orði heldur á borði. Á Norðurlöndum er sóttkví barna yngri en 18 ára ekki beitt með sama hætti. Starfsemi leikskóla, frístundaheimila og grunnskóla er samkvæmt tiltölulega hefðbundnu fyrirkomulagi. En allir gæta að sér. Íslensk stjórnvöld hafa gefið út að stefnan sé að lifa með veirunni. Víðtæk beiting sóttkvíar á börn og ungmenni er víðs fjarri þeirri stefnu. Á Norðurlöndum er fullbólusett og einkennalaust fólk ekki sett í sóttkví, jafnvel þótt það hafi verið beint útsett fyrir veirunni. Niðurstaðan er sú að lífið gengur nokkurn veginn sinn vanagang á Norðurlöndunum. En allir eru meðvitaðir um að vágesturinn er enn á ferli en mæta honum með sjálfsprófum, hraðprófum og persónulegum sóttvörnum í forgrunni alls. Þangað eigum við að stefna. Dramb er falli næst Viðkvæði sóttvarnaryfirvalda á Íslandi er að vísindamenn og læknar sem fara fyrir sóttvörnum á öðrum Norðurlöndum og í Bretlandi séu ekki að meta áhættuna rétt. En þau geri það hins vegar sjálf. Það er drambsfull nálgun að telja að allir aðrir misskilji stöðuna hrapalega og vaði í villu og svíma. Meira að segja fordæmi frá Noregi og Danmörku eru algjörlega afskrifuð. Þetta hrópandi ósamræmi á milli sóttvarnarreglna og beitingu sóttkvíar á börn og ungmenni skapar áleitnar spurningar sem ekki hefur verið svarað. Í öðrum löndum fer fram áhættu- og hagsmunamat sem skilar allt annarri niðurstöðu en hjá íslenskum sóttvarnaryfirvöldum. Í nágrannalöndum er að skapast samfélagsleg sátt um að standa þurfi vörð um fleira en sóttvarnir; til dæmis andlega heilsu barna og fullorðinna, menningarlíf, félagslegar þarfir og sköpun efnahagslegra verðmæta. Það misræmi sem nú er uppi þurfa sóttvarnaryfirvöld að skýra að fullu með öðrum rökum en að halda því fram að allir aðrir hafi rangt fyrir sér. Greinin birtist fyrst á vef SA. Höfundur er framkvæmdastjóri SA.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar