Hvar eiga börnin okkar að búa? Fjóla Hrund Björnsdóttir skrifar 19. ágúst 2021 15:01 Árin 2005-2007 ríkti þórðargleði hjá fólki sem var að kaupa íbúðarhúsnæði sem hækkaði í verði nánast mánaðarlega. Dæmi voru um að íbúð tvöfaldaðist í verði á stuttum tíma. Ástæðurnar voru fyrst og fremst þær að fólki stóð til boða lán sem báru á þeim tíma lága vexti, reyndar í erlendum gjaldmiðli, varð því greiðslubyrðin lág og meira svigrúm skapaðist til að fjárfesta í íbúðarhúsnæði. Verð húsnæðis, í fullkomnum heimi þar sem framboð helst í hendur við eftirspurn, ætti að myndast af lóðarverði, byggingarkostnaði og öðrum þáttum eins og staðsetningu. Ýmsir svokallaðir sérfræðingar hafa reynt að koma með aðrar skýringar. Flestir eiga þeir þó það sameiginlegt að vera málpípur þeirra sem hafa hagsmuni af háu fasteignaverði. Hálfsannar skýringar Þær húsnæðisframkvæmdir sem nú eru í gangi á höfuðborgarsvæðinu eru flestar á vegum verktaka, sumir þeirra flokkast sem risaverktakar. Ýmist er hent fram rökum um að þörf sé fyrir litlar íbúðir, það þurfi að þétta byggð og að markaðurinn kalli á hinar eða þessar gerðir eigna. Margt af þessu má rökstyðja. Enginn hefur mælt gegn þéttingu byggðar þar sem það á við. Það er hins vegar nauðsynlegt að ætíð sé nægt lóðaframboð á eðlilegum kjörum. Einstaklingar verða að hafa val um hvernig húsnæði þeir vilja búa í. Öll umræða um að aldrei hafi verið byggt jafn mikið og undanfarið er „mantra“ sem telur almenningi þá trú að innan skamms verði ofgnótt húsnæðis. Af hverju er fasteignaverð eins hátt og raun ber? Einfalda svarið er að þeir sem eru í viðskiptum vilja græða sem mest. Hverjir aðrir eru að hagnast ? Getur verið að bankakerfið sjái sér hag í að halda verði háu svo að hægt sé að lána meira? Tekjur sveitarfélaganna af lóðarsölu eru miklar sem bætist við verð fasteigna og um leið hækka fasteignaskattar. Stóra óleysta vandamálið Stóra óleysta vandamálið er hvernig fólk eigi að eignast eða leigja fasteign án þess að greiða þurfi okurverð. Skynsamlegasta leiðin er að tryggja framboð lóða á eðlilegu verði. Það er engum greiði gerður að okurverð og yfirboð viðgangist á fasteignamarkaði. Með því móti geta börnin okkar og barnabörn hvorki keypt né leigt. Tryggja þarf að allir geti keypt íbúðarhúsnæði og þeir komist af leigumarkaði sem vilja. Höfundur er oddviti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Fasteignamarkaður Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Fjóla Hrund Björnsdóttir Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Árin 2005-2007 ríkti þórðargleði hjá fólki sem var að kaupa íbúðarhúsnæði sem hækkaði í verði nánast mánaðarlega. Dæmi voru um að íbúð tvöfaldaðist í verði á stuttum tíma. Ástæðurnar voru fyrst og fremst þær að fólki stóð til boða lán sem báru á þeim tíma lága vexti, reyndar í erlendum gjaldmiðli, varð því greiðslubyrðin lág og meira svigrúm skapaðist til að fjárfesta í íbúðarhúsnæði. Verð húsnæðis, í fullkomnum heimi þar sem framboð helst í hendur við eftirspurn, ætti að myndast af lóðarverði, byggingarkostnaði og öðrum þáttum eins og staðsetningu. Ýmsir svokallaðir sérfræðingar hafa reynt að koma með aðrar skýringar. Flestir eiga þeir þó það sameiginlegt að vera málpípur þeirra sem hafa hagsmuni af háu fasteignaverði. Hálfsannar skýringar Þær húsnæðisframkvæmdir sem nú eru í gangi á höfuðborgarsvæðinu eru flestar á vegum verktaka, sumir þeirra flokkast sem risaverktakar. Ýmist er hent fram rökum um að þörf sé fyrir litlar íbúðir, það þurfi að þétta byggð og að markaðurinn kalli á hinar eða þessar gerðir eigna. Margt af þessu má rökstyðja. Enginn hefur mælt gegn þéttingu byggðar þar sem það á við. Það er hins vegar nauðsynlegt að ætíð sé nægt lóðaframboð á eðlilegum kjörum. Einstaklingar verða að hafa val um hvernig húsnæði þeir vilja búa í. Öll umræða um að aldrei hafi verið byggt jafn mikið og undanfarið er „mantra“ sem telur almenningi þá trú að innan skamms verði ofgnótt húsnæðis. Af hverju er fasteignaverð eins hátt og raun ber? Einfalda svarið er að þeir sem eru í viðskiptum vilja græða sem mest. Hverjir aðrir eru að hagnast ? Getur verið að bankakerfið sjái sér hag í að halda verði háu svo að hægt sé að lána meira? Tekjur sveitarfélaganna af lóðarsölu eru miklar sem bætist við verð fasteigna og um leið hækka fasteignaskattar. Stóra óleysta vandamálið Stóra óleysta vandamálið er hvernig fólk eigi að eignast eða leigja fasteign án þess að greiða þurfi okurverð. Skynsamlegasta leiðin er að tryggja framboð lóða á eðlilegu verði. Það er engum greiði gerður að okurverð og yfirboð viðgangist á fasteignamarkaði. Með því móti geta börnin okkar og barnabörn hvorki keypt né leigt. Tryggja þarf að allir geti keypt íbúðarhúsnæði og þeir komist af leigumarkaði sem vilja. Höfundur er oddviti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun