Nei það er ekki öllum sama um Fossvogsskóla Valgerður Sigurðardóttir skrifar 19. ágúst 2021 11:00 Málefni Fossvogsskóla hafa verið mér hugleikin síðan ég varð borgarfulltrúi fyrir þremur árum. Meðal fyrstu pósta sem voru sendir til mín voru póstar frá áhyggjufullum foreldrum, síðan eru liðin þrjú ár og áfram streyma til mín póstar frá áhyggjufullum foreldrum í Fossvogi. Málefni skólans hafa verið fyrirferðarmikil enda með alvarlegri myglumálum sem upp hafa komið á síðari árum. Nú eru börn og kennarar skólans aftur á hrakhólum vegna alvarlegrar myglu sem fannst í Fossvogsskóla, það alvarlegri að rýma varð allan skólann í annað sinn á þrem árum. Myglan fannst þrátt fyrir að farið hefði verið að sögn Reykjavíkurborgar í ítarlegar lagfæringar. Nemendur og starfsfólk hafa því gengið í gegnum mikla hrakninga sem ekki sér fyrir endann á. Kennsla á klósettganginum Það hefur verið ljóst í fjóra mánuði að ekki yrði kennt í húsnæði Fossvogsskóla á komandi skólavetri. Það er því með öllu óskiljanlegt að ekki hafi verið brugðist strax við og fundið hentugt húsnæði fyrir alla nemendur skólans. Ákveðið var að kaupa færanlegar kennslustofur fyrir 1. til 4. bekk sem setja á upp á lóð skólans, það er góð lausn á meðan er verið að gera upp húsnæðið. Þær stofur eru þó ekki tilbúnar strax og hefur það legið ljóst fyrir í töluverðan tíma. Á meðan virðist ekki mikið hafa verið gert til þess að koma þeim börnum sem eiga að stunda nám í þessum færanlegu stofum fyrir í öðru húsnæði á meðan beðið er eftir því að þær verði tilbúnar. Foreldrum var tilkynnt í gær að kennsla nemenda í 2. til 4. bekk eiga að vera í kjallarahúsnæði í Víkingsheimilinu þar til færanlegar stofur verði tilbúnar á lóð skólans. Neðri hæð Víkingsheimilisins hentar engan vegin til kennslu og er ótrúlegt að setja eigi nemendur og starfsfólk í þetta rými. Börnin í 2. og 3. bekk sem eru um 90 eiga að deila rými í kjallaranum á Víkingsheimilinu, rými sem er mjög óvistlegt niðurgrafið rými. Það er tengibygging sem er kölluð klósettgangur og þar eiga börn og kennarar að una glöð og sæl við sitt. Það er algerlega óboðlegt fyrir börn og kennara að vera við þessar aðstæður og ætla má að Vinnueftirlitið eða Heilbrigðiseftirlitið gefi ekki grænt ljós á þessar aðstæður og stoppi Reykjavíkurborg. Reykjavíkurborg ræður ekki við verkefnið Það ætti að vera orðið öllum ljóst að Reykjavíkurborg ræður ekki við þetta verkefni. Reykjavíkurborg hefur ekki náð að tryggja börnum og kennurum í Fossvogsskóla heilsusamlegt vinnuumhverfi í Fossvogsskóla á þessum þremur árum. Barátta foreldra barna í Fossvogsskóla hefur tekið um þrjú ár og stendur enn. Það er dapurt að foreldrar þurfi að leiða þessa baráttu þegar skýrt er sagt á vefsíðu Reykjavíkurborgar hver ábyrgð skóla- og frístundaráðs sé : „Gætir þess að leikskólar, grunnskólar, frístunda- og félagsmiðstöðvar og frístundaheimili á vegum borgarinnar búi við fullnægjandi húsnæði og að annar aðbúnaður sé fyrir hendi.“ Kennarar og börn búa ekki við fullnægjandi húsnæði í Fossvogsskóla, foreldrar hafa orðið að berjast fyrir því að húsnæðið sé rannsakað á viðunandi hátt, berjast fyrir sjálfsögðum réttindum barna sinna. Það er skýr skylda okkar sem sitjum í skóla- og frístundaráði að bregðast við þegar upp koma mál líkt og í Fossvogsskóla. Í máli Fossvogsskóla hefur Reykjavíkurborg brugðist nemendum og starfsfólki skólans sem nú er dreift út um alla borg í mis hentugu húsnæði. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Reykjavík Borgarstjórn Mygla í Fossvogsskóla Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Sjá meira
Málefni Fossvogsskóla hafa verið mér hugleikin síðan ég varð borgarfulltrúi fyrir þremur árum. Meðal fyrstu pósta sem voru sendir til mín voru póstar frá áhyggjufullum foreldrum, síðan eru liðin þrjú ár og áfram streyma til mín póstar frá áhyggjufullum foreldrum í Fossvogi. Málefni skólans hafa verið fyrirferðarmikil enda með alvarlegri myglumálum sem upp hafa komið á síðari árum. Nú eru börn og kennarar skólans aftur á hrakhólum vegna alvarlegrar myglu sem fannst í Fossvogsskóla, það alvarlegri að rýma varð allan skólann í annað sinn á þrem árum. Myglan fannst þrátt fyrir að farið hefði verið að sögn Reykjavíkurborgar í ítarlegar lagfæringar. Nemendur og starfsfólk hafa því gengið í gegnum mikla hrakninga sem ekki sér fyrir endann á. Kennsla á klósettganginum Það hefur verið ljóst í fjóra mánuði að ekki yrði kennt í húsnæði Fossvogsskóla á komandi skólavetri. Það er því með öllu óskiljanlegt að ekki hafi verið brugðist strax við og fundið hentugt húsnæði fyrir alla nemendur skólans. Ákveðið var að kaupa færanlegar kennslustofur fyrir 1. til 4. bekk sem setja á upp á lóð skólans, það er góð lausn á meðan er verið að gera upp húsnæðið. Þær stofur eru þó ekki tilbúnar strax og hefur það legið ljóst fyrir í töluverðan tíma. Á meðan virðist ekki mikið hafa verið gert til þess að koma þeim börnum sem eiga að stunda nám í þessum færanlegu stofum fyrir í öðru húsnæði á meðan beðið er eftir því að þær verði tilbúnar. Foreldrum var tilkynnt í gær að kennsla nemenda í 2. til 4. bekk eiga að vera í kjallarahúsnæði í Víkingsheimilinu þar til færanlegar stofur verði tilbúnar á lóð skólans. Neðri hæð Víkingsheimilisins hentar engan vegin til kennslu og er ótrúlegt að setja eigi nemendur og starfsfólk í þetta rými. Börnin í 2. og 3. bekk sem eru um 90 eiga að deila rými í kjallaranum á Víkingsheimilinu, rými sem er mjög óvistlegt niðurgrafið rými. Það er tengibygging sem er kölluð klósettgangur og þar eiga börn og kennarar að una glöð og sæl við sitt. Það er algerlega óboðlegt fyrir börn og kennara að vera við þessar aðstæður og ætla má að Vinnueftirlitið eða Heilbrigðiseftirlitið gefi ekki grænt ljós á þessar aðstæður og stoppi Reykjavíkurborg. Reykjavíkurborg ræður ekki við verkefnið Það ætti að vera orðið öllum ljóst að Reykjavíkurborg ræður ekki við þetta verkefni. Reykjavíkurborg hefur ekki náð að tryggja börnum og kennurum í Fossvogsskóla heilsusamlegt vinnuumhverfi í Fossvogsskóla á þessum þremur árum. Barátta foreldra barna í Fossvogsskóla hefur tekið um þrjú ár og stendur enn. Það er dapurt að foreldrar þurfi að leiða þessa baráttu þegar skýrt er sagt á vefsíðu Reykjavíkurborgar hver ábyrgð skóla- og frístundaráðs sé : „Gætir þess að leikskólar, grunnskólar, frístunda- og félagsmiðstöðvar og frístundaheimili á vegum borgarinnar búi við fullnægjandi húsnæði og að annar aðbúnaður sé fyrir hendi.“ Kennarar og börn búa ekki við fullnægjandi húsnæði í Fossvogsskóla, foreldrar hafa orðið að berjast fyrir því að húsnæðið sé rannsakað á viðunandi hátt, berjast fyrir sjálfsögðum réttindum barna sinna. Það er skýr skylda okkar sem sitjum í skóla- og frístundaráði að bregðast við þegar upp koma mál líkt og í Fossvogsskóla. Í máli Fossvogsskóla hefur Reykjavíkurborg brugðist nemendum og starfsfólki skólans sem nú er dreift út um alla borg í mis hentugu húsnæði. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun