Már Gunnars í stofufangelsi í Japan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2021 10:00 Már Gunnarsson er í æfingabúðum rétt hjá Tókýó að undirbúa sig fyrir Ólympíumót fatlaðra. Instagram/@margunnarsson Það er passað upp á keppendur á Ólympíumóti fatlaðra og það er líka passað upp á það að þeir séu ekki þar sem þeir eiga ekki að vera. Sundmaðurinn skemmtilegi Már Gunnarsson heldur áfram að sýna fylgjendum sínum hvernig það er að keppa á Ólympíumóti fatlaðra í miðjum heimsfaraldri. Már sagði frá vörðunum í kringum herbergi hans á hótelinu í æfingabúðum íslenska hópsins í Tama. Már Gunnarsson lýsir hér aðstæðum á hótelinu sínu.Instagram/@margunnarsson „Jæja gott fólk, þá er Már kominn í stofufangelsi. Já eða mér líður alla vega pínulítið þannig en það vantar ekki regluverkið hérna,“ sagði Már og útskýrði frekar: „Ég má fara út einu sinni til tvisvar sinnum á dag undir eftirliti. Það sem kom mér mest á óvart er að næturnar þá eru tveir vopnaðir verðir hér fyrir utan hjá mér eða á ganginum. Einn er út í enda en svo er hinn í einhverju eftirlitsbúri hérna hinum megin,“ sagði Már en það má sjá myndbandið hér fyrir neðan. Hann fór síðan í smá leiðangur til að sína umræddan vörð. „Við ætlum að laumast út á gang og sjá til hvort við náðum ekki að mynda karlinn,“ sagði Már og það passaði að við enda hótelgangsins stóð vörður við öllu tilbúinn. Næstu daga eru áfram æfingar í Tama en svo mun íslenski hópurinn flytja sig inn í Paralympic-þorpið þann 21. ágúst og sjálf opnunarhátíðin fer fram þann 24. ágúst næstkomandi. Már er á sínu fyrsta Ólympíumóti en hann mun keppa í 50 metra skriðsundi, 100 metta baksundi, 200 metra fjórsundi og 100 metra flugsundi á leikunum. Það verður því nóg að gera hjá honum en fyrsta greinin hans er 28. ágúst næstkomandi. Már keppir í S11 flokki sem eru flokkur blindra. Klippa: Már Gunnars í stofufangelsi Sund Íslendingar erlendis Ólympíumót fatlaðra Tengdar fréttir Már Gunnars þurfti að sitja á hækjum sér í sturtunni í sundlauginni í Tókýó Sundmaðurinn söngelski Már Gunnarsson er mættur til Tókýó ásamt íslensku keppendunum á Ólympíumóti fatlaða. Már sýndi frá því að sturturnar í Japan eru ekki alveg eins og hann á að venjast heima á Íslandi. 18. ágúst 2021 12:31 Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
Sundmaðurinn skemmtilegi Már Gunnarsson heldur áfram að sýna fylgjendum sínum hvernig það er að keppa á Ólympíumóti fatlaðra í miðjum heimsfaraldri. Már sagði frá vörðunum í kringum herbergi hans á hótelinu í æfingabúðum íslenska hópsins í Tama. Már Gunnarsson lýsir hér aðstæðum á hótelinu sínu.Instagram/@margunnarsson „Jæja gott fólk, þá er Már kominn í stofufangelsi. Já eða mér líður alla vega pínulítið þannig en það vantar ekki regluverkið hérna,“ sagði Már og útskýrði frekar: „Ég má fara út einu sinni til tvisvar sinnum á dag undir eftirliti. Það sem kom mér mest á óvart er að næturnar þá eru tveir vopnaðir verðir hér fyrir utan hjá mér eða á ganginum. Einn er út í enda en svo er hinn í einhverju eftirlitsbúri hérna hinum megin,“ sagði Már en það má sjá myndbandið hér fyrir neðan. Hann fór síðan í smá leiðangur til að sína umræddan vörð. „Við ætlum að laumast út á gang og sjá til hvort við náðum ekki að mynda karlinn,“ sagði Már og það passaði að við enda hótelgangsins stóð vörður við öllu tilbúinn. Næstu daga eru áfram æfingar í Tama en svo mun íslenski hópurinn flytja sig inn í Paralympic-þorpið þann 21. ágúst og sjálf opnunarhátíðin fer fram þann 24. ágúst næstkomandi. Már er á sínu fyrsta Ólympíumóti en hann mun keppa í 50 metra skriðsundi, 100 metta baksundi, 200 metra fjórsundi og 100 metra flugsundi á leikunum. Það verður því nóg að gera hjá honum en fyrsta greinin hans er 28. ágúst næstkomandi. Már keppir í S11 flokki sem eru flokkur blindra. Klippa: Már Gunnars í stofufangelsi
Sund Íslendingar erlendis Ólympíumót fatlaðra Tengdar fréttir Már Gunnars þurfti að sitja á hækjum sér í sturtunni í sundlauginni í Tókýó Sundmaðurinn söngelski Már Gunnarsson er mættur til Tókýó ásamt íslensku keppendunum á Ólympíumóti fatlaða. Már sýndi frá því að sturturnar í Japan eru ekki alveg eins og hann á að venjast heima á Íslandi. 18. ágúst 2021 12:31 Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
Már Gunnars þurfti að sitja á hækjum sér í sturtunni í sundlauginni í Tókýó Sundmaðurinn söngelski Már Gunnarsson er mættur til Tókýó ásamt íslensku keppendunum á Ólympíumóti fatlaða. Már sýndi frá því að sturturnar í Japan eru ekki alveg eins og hann á að venjast heima á Íslandi. 18. ágúst 2021 12:31