Már Gunnars í stofufangelsi í Japan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2021 10:00 Már Gunnarsson er í æfingabúðum rétt hjá Tókýó að undirbúa sig fyrir Ólympíumót fatlaðra. Instagram/@margunnarsson Það er passað upp á keppendur á Ólympíumóti fatlaðra og það er líka passað upp á það að þeir séu ekki þar sem þeir eiga ekki að vera. Sundmaðurinn skemmtilegi Már Gunnarsson heldur áfram að sýna fylgjendum sínum hvernig það er að keppa á Ólympíumóti fatlaðra í miðjum heimsfaraldri. Már sagði frá vörðunum í kringum herbergi hans á hótelinu í æfingabúðum íslenska hópsins í Tama. Már Gunnarsson lýsir hér aðstæðum á hótelinu sínu.Instagram/@margunnarsson „Jæja gott fólk, þá er Már kominn í stofufangelsi. Já eða mér líður alla vega pínulítið þannig en það vantar ekki regluverkið hérna,“ sagði Már og útskýrði frekar: „Ég má fara út einu sinni til tvisvar sinnum á dag undir eftirliti. Það sem kom mér mest á óvart er að næturnar þá eru tveir vopnaðir verðir hér fyrir utan hjá mér eða á ganginum. Einn er út í enda en svo er hinn í einhverju eftirlitsbúri hérna hinum megin,“ sagði Már en það má sjá myndbandið hér fyrir neðan. Hann fór síðan í smá leiðangur til að sína umræddan vörð. „Við ætlum að laumast út á gang og sjá til hvort við náðum ekki að mynda karlinn,“ sagði Már og það passaði að við enda hótelgangsins stóð vörður við öllu tilbúinn. Næstu daga eru áfram æfingar í Tama en svo mun íslenski hópurinn flytja sig inn í Paralympic-þorpið þann 21. ágúst og sjálf opnunarhátíðin fer fram þann 24. ágúst næstkomandi. Már er á sínu fyrsta Ólympíumóti en hann mun keppa í 50 metra skriðsundi, 100 metta baksundi, 200 metra fjórsundi og 100 metra flugsundi á leikunum. Það verður því nóg að gera hjá honum en fyrsta greinin hans er 28. ágúst næstkomandi. Már keppir í S11 flokki sem eru flokkur blindra. Klippa: Már Gunnars í stofufangelsi Sund Íslendingar erlendis Ólympíumót fatlaðra Tengdar fréttir Már Gunnars þurfti að sitja á hækjum sér í sturtunni í sundlauginni í Tókýó Sundmaðurinn söngelski Már Gunnarsson er mættur til Tókýó ásamt íslensku keppendunum á Ólympíumóti fatlaða. Már sýndi frá því að sturturnar í Japan eru ekki alveg eins og hann á að venjast heima á Íslandi. 18. ágúst 2021 12:31 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sjá meira
Sundmaðurinn skemmtilegi Már Gunnarsson heldur áfram að sýna fylgjendum sínum hvernig það er að keppa á Ólympíumóti fatlaðra í miðjum heimsfaraldri. Már sagði frá vörðunum í kringum herbergi hans á hótelinu í æfingabúðum íslenska hópsins í Tama. Már Gunnarsson lýsir hér aðstæðum á hótelinu sínu.Instagram/@margunnarsson „Jæja gott fólk, þá er Már kominn í stofufangelsi. Já eða mér líður alla vega pínulítið þannig en það vantar ekki regluverkið hérna,“ sagði Már og útskýrði frekar: „Ég má fara út einu sinni til tvisvar sinnum á dag undir eftirliti. Það sem kom mér mest á óvart er að næturnar þá eru tveir vopnaðir verðir hér fyrir utan hjá mér eða á ganginum. Einn er út í enda en svo er hinn í einhverju eftirlitsbúri hérna hinum megin,“ sagði Már en það má sjá myndbandið hér fyrir neðan. Hann fór síðan í smá leiðangur til að sína umræddan vörð. „Við ætlum að laumast út á gang og sjá til hvort við náðum ekki að mynda karlinn,“ sagði Már og það passaði að við enda hótelgangsins stóð vörður við öllu tilbúinn. Næstu daga eru áfram æfingar í Tama en svo mun íslenski hópurinn flytja sig inn í Paralympic-þorpið þann 21. ágúst og sjálf opnunarhátíðin fer fram þann 24. ágúst næstkomandi. Már er á sínu fyrsta Ólympíumóti en hann mun keppa í 50 metra skriðsundi, 100 metta baksundi, 200 metra fjórsundi og 100 metra flugsundi á leikunum. Það verður því nóg að gera hjá honum en fyrsta greinin hans er 28. ágúst næstkomandi. Már keppir í S11 flokki sem eru flokkur blindra. Klippa: Már Gunnars í stofufangelsi
Sund Íslendingar erlendis Ólympíumót fatlaðra Tengdar fréttir Már Gunnars þurfti að sitja á hækjum sér í sturtunni í sundlauginni í Tókýó Sundmaðurinn söngelski Már Gunnarsson er mættur til Tókýó ásamt íslensku keppendunum á Ólympíumóti fatlaða. Már sýndi frá því að sturturnar í Japan eru ekki alveg eins og hann á að venjast heima á Íslandi. 18. ágúst 2021 12:31 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sjá meira
Már Gunnars þurfti að sitja á hækjum sér í sturtunni í sundlauginni í Tókýó Sundmaðurinn söngelski Már Gunnarsson er mættur til Tókýó ásamt íslensku keppendunum á Ólympíumóti fatlaða. Már sýndi frá því að sturturnar í Japan eru ekki alveg eins og hann á að venjast heima á Íslandi. 18. ágúst 2021 12:31