Látum okkur þetta varða! Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 17. ágúst 2021 19:01 Afganistan hefur lengi verið í umræðunni í tengslum við það stríð sem þar hefur geysað um áraraðir. Við höfum áður horft með hryllingi á þá meðferð sem konur hafa fengið af hálfu Talíbana, þær hafa ekki haft sjálfstæð réttindi, sjálfstæðan vilja til framkvæmda, menntunar, kosningarréttar og þeim gert að lifa eftir óraunhæfum kröfum Talíbana án allra mannréttinda og með enga rödd. Ágætis árangri hafði verið náð til að stilla þar til friðar milli Talíbana og Afganskra stjórnvalda, mannréttindi og réttindi kvenna höfðu aukist til muna og þær höfðu rödd, gátu farið frjálsar um og notið þeirra réttinda sem okkur hérna vestan hafs þykja sjálfsögð. Síðustu daga höfum við fylgst með fréttum af því að Talíbanar hafa tekið völdin í landinu og afganski forsetinn flúið land, flugi aflýst og hrókyrðum hent úr röðum Talíbana í átt að konum þar í landi. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafa lýst yfir sérstökum áhyggjum af stöðu kvenna þar í landi en þessi réttindi sem hart var unnið að því að ná fram verða að vera vernduð. Jafnframt kallar ráðið eftir því að Talíbanar og allir aðrir tryggi að alþjóðlegri mannréttindalöggjöf sé fylgt og réttindi allra íbúa Afganistan séu virt og vernduð. Við getum ekki sem alþjóðasamfélag litið í hina áttina og horft á þetta fara aftur á byrjunarreit. Alþjóðasamstarf og virk þátttaka Íslands í starfi Sameinuðu þjóðanna skiptir sköpum og gefur baráttunni fyrir friði í heiminum aukinn slagkraft. Réttum fram þá aðstoð sem við sem þjóð getum veitt til að vernda mannréttindi kvenna og annarra íbúa í Afganistan. Nú þegar hafa um 400.000 manns verið neydd á flótta vegna ofbeldis á þessu ári og sársaukaþröskuldurinn í heiminum hefur þegar minnkað og þessi átök eru eingöngu til þess fallin að minnka hann enn frekar og auka þann sársauka sem nú þegar er til staðar. Frá upphafi átaka þar í landi hafa yfir fimm miljónir Afgana flúið og eru utan eigin heimalands. Opnum augun og lítum ekki í hina áttina það eru um 82 milljónir manna á flótta í heiminum í dag og sífellt færri þeirra sem hafa þurft að flýja heimili sín sjá sér fært að snúa þangað aftur! Þjóðerni er ekki forréttindi heldur mannréttindi. Við verðum að setja okkur skýra stefnu um hvernig við sem þjóð meðal þjóða ætlum að koma til aðstoðar. Höfundur er formaður Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og frambjóðandi í 3. sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi til Alþingiskosninga 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Afganistan Framsóknarflokkurinn Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Afganistan hefur lengi verið í umræðunni í tengslum við það stríð sem þar hefur geysað um áraraðir. Við höfum áður horft með hryllingi á þá meðferð sem konur hafa fengið af hálfu Talíbana, þær hafa ekki haft sjálfstæð réttindi, sjálfstæðan vilja til framkvæmda, menntunar, kosningarréttar og þeim gert að lifa eftir óraunhæfum kröfum Talíbana án allra mannréttinda og með enga rödd. Ágætis árangri hafði verið náð til að stilla þar til friðar milli Talíbana og Afganskra stjórnvalda, mannréttindi og réttindi kvenna höfðu aukist til muna og þær höfðu rödd, gátu farið frjálsar um og notið þeirra réttinda sem okkur hérna vestan hafs þykja sjálfsögð. Síðustu daga höfum við fylgst með fréttum af því að Talíbanar hafa tekið völdin í landinu og afganski forsetinn flúið land, flugi aflýst og hrókyrðum hent úr röðum Talíbana í átt að konum þar í landi. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafa lýst yfir sérstökum áhyggjum af stöðu kvenna þar í landi en þessi réttindi sem hart var unnið að því að ná fram verða að vera vernduð. Jafnframt kallar ráðið eftir því að Talíbanar og allir aðrir tryggi að alþjóðlegri mannréttindalöggjöf sé fylgt og réttindi allra íbúa Afganistan séu virt og vernduð. Við getum ekki sem alþjóðasamfélag litið í hina áttina og horft á þetta fara aftur á byrjunarreit. Alþjóðasamstarf og virk þátttaka Íslands í starfi Sameinuðu þjóðanna skiptir sköpum og gefur baráttunni fyrir friði í heiminum aukinn slagkraft. Réttum fram þá aðstoð sem við sem þjóð getum veitt til að vernda mannréttindi kvenna og annarra íbúa í Afganistan. Nú þegar hafa um 400.000 manns verið neydd á flótta vegna ofbeldis á þessu ári og sársaukaþröskuldurinn í heiminum hefur þegar minnkað og þessi átök eru eingöngu til þess fallin að minnka hann enn frekar og auka þann sársauka sem nú þegar er til staðar. Frá upphafi átaka þar í landi hafa yfir fimm miljónir Afgana flúið og eru utan eigin heimalands. Opnum augun og lítum ekki í hina áttina það eru um 82 milljónir manna á flótta í heiminum í dag og sífellt færri þeirra sem hafa þurft að flýja heimili sín sjá sér fært að snúa þangað aftur! Þjóðerni er ekki forréttindi heldur mannréttindi. Við verðum að setja okkur skýra stefnu um hvernig við sem þjóð meðal þjóða ætlum að koma til aðstoðar. Höfundur er formaður Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og frambjóðandi í 3. sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi til Alþingiskosninga 2021.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar