Harmleikurinn í Afganistan og ábyrgð okkar Guttormur Þorsteinsson skrifar 16. ágúst 2021 12:01 Eftir tuttugu ára hersetu Bandaríkjanna og Nató er Afganistan aftur komið undir stjórn Talibana. Stjórnarherinn sem naut þjálfunar og hergagna frá Bandaríkjunum var þrjá daga að tapa stríðinu og forsetinn hefur flúið land. Vestrænir erindrekar eiga fótum fjör að launa og þyrlur á þaki Bandaríska sendiráðsins í Kabúl endurtaka leikinn frá Saígon þegar Suður-Víetnam féll árið 1975. Þeir Afganir sem störfuðu fyrir setuliðið sitja eftir í súpunni sem og þær konur og stúlkur sem hafa hlotið menntun sem Talibanar leggja ekki blessun sína yfir. Afgana bíður að öllum líkindum afturhaldssöm klerkastjórn og harðræði. Tveir áratugir af blóðugum átökum, hryðjuverkum og spillingu voru til einskis. Það hversu hratt þessi spilaborg hrundi þegar henni var ekki lengur haldið uppi með valdi sýnir þó að þessi sorglega niðurstaða var óumflýjanleg. Vígamenn Talibana eru á heimavelli en Bandaríski herinn hefur vitað það í áratug að stríðið er óvinnandi eins og kom fram í bókinni The Afghanistan Papers eftir Craig Whitlock, blaðamann á The Washington Post. Setuliðið var eins og fiskar á þurru landi, fast í stríði þar sem þau skildu ekki aðstæður og enginn sá leið til þess að vinna. Bandarísk stjórnvöld lugu til um árangur sinn, 40% af þróunaraðstoð var sóað í spillingu og hersetan truflaði ekki ræktun og sölu á eiturlyfjum að ráði. Þeim tókst greinilega líka að ljúga að sjálfum sér að ríkið sem þau byggðu upp myndi endast lengur en í viku. Skugginn sem árásarstríð Bush-stjórnarinnar eftir 11. september 2001 varpa ætlar að verða langur. Íhlutunarstefna Bandaríkjanna og bandamanna hefur enn og aftur beðið skipbrot og skilur ekkert eftir sig nema dauða og eyðileggingu sem einungis vopnasalar og spilltir embættismenn græða á. Við megum þó ekki gleyma þætti okkar Íslendinga. Hinu aflóga hernaðarbandalagi Nató var fundinn tilgangur í því að styðja við hersetu Afganistan og sem meðlimir þess tóku íslensk stjórnvöld þátt. Íslendingar sáu lengi um flugumferðarstjórn á Kabúl flugvelli sem nú er kominn í hendur Talibana og íslenskt „friðargæslulið“ undir vopnum afrekaði það helst að gera sig að skotmarki sjálfsmorðsárásar sem varð tveimur að bana. Íslendingar hafa líka stutt við menntun og bætt réttindi kvenna í Afganistan í gegnum borgaralegt hjálparstarf en nú þegar lítur út fyrir að mikið af því starfi sé unnið fyrir gýg er nauðsynlegt að við öxlum ábyrgð og tökum á móti flóttamönnum frá Afganistan sem fyrst og styðjum þá til að komast í skjól. Vonandi verður þetta líka til þess að íslensk stjórnvöld styðji ekki framar við íhlutanir Bandaríkjanna og Nató. Það hefur aldrei verið réttlætanlegt en nú ætti það að vera augljóst hversu óhjákvæmilegt er að þær mistakist með tilheyrandi eyðileggingu og óstöðugleika. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guttormur Þorsteinsson Hernaður Afganistan NATO Utanríkismál Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir tuttugu ára hersetu Bandaríkjanna og Nató er Afganistan aftur komið undir stjórn Talibana. Stjórnarherinn sem naut þjálfunar og hergagna frá Bandaríkjunum var þrjá daga að tapa stríðinu og forsetinn hefur flúið land. Vestrænir erindrekar eiga fótum fjör að launa og þyrlur á þaki Bandaríska sendiráðsins í Kabúl endurtaka leikinn frá Saígon þegar Suður-Víetnam féll árið 1975. Þeir Afganir sem störfuðu fyrir setuliðið sitja eftir í súpunni sem og þær konur og stúlkur sem hafa hlotið menntun sem Talibanar leggja ekki blessun sína yfir. Afgana bíður að öllum líkindum afturhaldssöm klerkastjórn og harðræði. Tveir áratugir af blóðugum átökum, hryðjuverkum og spillingu voru til einskis. Það hversu hratt þessi spilaborg hrundi þegar henni var ekki lengur haldið uppi með valdi sýnir þó að þessi sorglega niðurstaða var óumflýjanleg. Vígamenn Talibana eru á heimavelli en Bandaríski herinn hefur vitað það í áratug að stríðið er óvinnandi eins og kom fram í bókinni The Afghanistan Papers eftir Craig Whitlock, blaðamann á The Washington Post. Setuliðið var eins og fiskar á þurru landi, fast í stríði þar sem þau skildu ekki aðstæður og enginn sá leið til þess að vinna. Bandarísk stjórnvöld lugu til um árangur sinn, 40% af þróunaraðstoð var sóað í spillingu og hersetan truflaði ekki ræktun og sölu á eiturlyfjum að ráði. Þeim tókst greinilega líka að ljúga að sjálfum sér að ríkið sem þau byggðu upp myndi endast lengur en í viku. Skugginn sem árásarstríð Bush-stjórnarinnar eftir 11. september 2001 varpa ætlar að verða langur. Íhlutunarstefna Bandaríkjanna og bandamanna hefur enn og aftur beðið skipbrot og skilur ekkert eftir sig nema dauða og eyðileggingu sem einungis vopnasalar og spilltir embættismenn græða á. Við megum þó ekki gleyma þætti okkar Íslendinga. Hinu aflóga hernaðarbandalagi Nató var fundinn tilgangur í því að styðja við hersetu Afganistan og sem meðlimir þess tóku íslensk stjórnvöld þátt. Íslendingar sáu lengi um flugumferðarstjórn á Kabúl flugvelli sem nú er kominn í hendur Talibana og íslenskt „friðargæslulið“ undir vopnum afrekaði það helst að gera sig að skotmarki sjálfsmorðsárásar sem varð tveimur að bana. Íslendingar hafa líka stutt við menntun og bætt réttindi kvenna í Afganistan í gegnum borgaralegt hjálparstarf en nú þegar lítur út fyrir að mikið af því starfi sé unnið fyrir gýg er nauðsynlegt að við öxlum ábyrgð og tökum á móti flóttamönnum frá Afganistan sem fyrst og styðjum þá til að komast í skjól. Vonandi verður þetta líka til þess að íslensk stjórnvöld styðji ekki framar við íhlutanir Bandaríkjanna og Nató. Það hefur aldrei verið réttlætanlegt en nú ætti það að vera augljóst hversu óhjákvæmilegt er að þær mistakist með tilheyrandi eyðileggingu og óstöðugleika. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun