Hún bíður eftir því að vera myrt Tanja Teresa Leifsdóttir skrifar 16. ágúst 2021 09:31 Ákall til íslenskra stjórnvalda. Fyrir þremur vikum var ég stödd á ráðstefnu í Munchen. Á ráðstefnunni tók til máls ung kona, tveimur árum eldri en ég, Zarifa Ghafari, fyrsti kvenkyns borgarstjóri Afghanistan. Hún er borgarstjóri Maydan í Wardak-héraði. Hún hefur barist fyrir auknu lýræði, mannréttindum og réttindum kvenna. Hún stofnaði einnig “Afghan Women Development and Help Foundation” sem hefur starfað í þágu afganskra kvenna. Hún hefur þurft að þola morðhótanir og áreiti, hún var þolandi skotárásar í mars á síðasta ári, og núna bíður hún eftir því að hún verði myrt af Talibönum. Hún bíður eftir því að vera myrt. Ung kona sem hefur helgað lífi sínu að berjast fyrir réttindum kvenna, bíður eftir því að vera myrt. Við á Íslandi stærum okkur af því að Ísland sé eitt feminískasta land í heimi, að Ísland hafi verið númer eitt hvað varðar kvenréttindi hjá Alþjóðaefnahagsráðinu. En hvað þýðir sá feminísmi ef við berjumst ekki í þágu kvenna um allan heim? Málað hefur verið yfir búðarglugga með myndum af konum, konur fela skilríki og diplómur vegna þess að þær vita að þeim verður refsað fyrir það, stúlkur verða sendar nauðugar í „hjónaband” - lífstíð af nauðgun og þrælkun. Ég vitna í Brynju Huld Óskarsdóttir og Twitter-þráð hennar um ástandið í Afghanistan: “Þegar ég starfaði í Afganistan á vegum íslensku friðargæslunnar var mikil áhersla á að auka hlut kvenna, koma sjónarmiðum kvenna á framfæri og vinna samkvæmt SÞ ályktun 1325, um konur frið og öryggi. Í dag eru það þessar konur sem ég er hræddust um.” Brynja bendir einnig á það að “jafnrétti kynjanna, útrýming á kynbundnu ofbeldi, heilsa og menntun kvenna og stúlkna, efnahagsleg valdefling kvenna” sé helsta áhersla Íslands í utanríkismálum. Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, hefur eftir sér að til greina komi að “taka við fleiri Afgönum en ella.” Það er ekki nóg. Það er ekki nóg að það komi til greina. Fleiri en ella er ekki nóg. Íslenskum stjórnvöldum ber að standa með Afgönum á þessari neyðarstundu, að forgangsraða Afgönum og málefnum kvenna í utanríkisstefnu sinni, að gera allt sem í krafti þeirra stendur að hjálpa fólki í neyð. Við getum ekki beðið og fylgst með fleira fólki sem barist hefur fyrir sínum réttindum og réttindum kvenna, að bíða eftir því að vera myrt. Mæli með að lesa þráðinn hennar Brynju hér. Höfundur er stjórnmálafræðingur og feminista. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Afganistan Hernaður Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ákall til íslenskra stjórnvalda. Fyrir þremur vikum var ég stödd á ráðstefnu í Munchen. Á ráðstefnunni tók til máls ung kona, tveimur árum eldri en ég, Zarifa Ghafari, fyrsti kvenkyns borgarstjóri Afghanistan. Hún er borgarstjóri Maydan í Wardak-héraði. Hún hefur barist fyrir auknu lýræði, mannréttindum og réttindum kvenna. Hún stofnaði einnig “Afghan Women Development and Help Foundation” sem hefur starfað í þágu afganskra kvenna. Hún hefur þurft að þola morðhótanir og áreiti, hún var þolandi skotárásar í mars á síðasta ári, og núna bíður hún eftir því að hún verði myrt af Talibönum. Hún bíður eftir því að vera myrt. Ung kona sem hefur helgað lífi sínu að berjast fyrir réttindum kvenna, bíður eftir því að vera myrt. Við á Íslandi stærum okkur af því að Ísland sé eitt feminískasta land í heimi, að Ísland hafi verið númer eitt hvað varðar kvenréttindi hjá Alþjóðaefnahagsráðinu. En hvað þýðir sá feminísmi ef við berjumst ekki í þágu kvenna um allan heim? Málað hefur verið yfir búðarglugga með myndum af konum, konur fela skilríki og diplómur vegna þess að þær vita að þeim verður refsað fyrir það, stúlkur verða sendar nauðugar í „hjónaband” - lífstíð af nauðgun og þrælkun. Ég vitna í Brynju Huld Óskarsdóttir og Twitter-þráð hennar um ástandið í Afghanistan: “Þegar ég starfaði í Afganistan á vegum íslensku friðargæslunnar var mikil áhersla á að auka hlut kvenna, koma sjónarmiðum kvenna á framfæri og vinna samkvæmt SÞ ályktun 1325, um konur frið og öryggi. Í dag eru það þessar konur sem ég er hræddust um.” Brynja bendir einnig á það að “jafnrétti kynjanna, útrýming á kynbundnu ofbeldi, heilsa og menntun kvenna og stúlkna, efnahagsleg valdefling kvenna” sé helsta áhersla Íslands í utanríkismálum. Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, hefur eftir sér að til greina komi að “taka við fleiri Afgönum en ella.” Það er ekki nóg. Það er ekki nóg að það komi til greina. Fleiri en ella er ekki nóg. Íslenskum stjórnvöldum ber að standa með Afgönum á þessari neyðarstundu, að forgangsraða Afgönum og málefnum kvenna í utanríkisstefnu sinni, að gera allt sem í krafti þeirra stendur að hjálpa fólki í neyð. Við getum ekki beðið og fylgst með fleira fólki sem barist hefur fyrir sínum réttindum og réttindum kvenna, að bíða eftir því að vera myrt. Mæli með að lesa þráðinn hennar Brynju hér. Höfundur er stjórnmálafræðingur og feminista.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun