Alvöru McKinsey Halldór Auðar Svansson skrifar 15. ágúst 2021 12:01 Fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins er með áhugavert kosningaupplegg um yfirstandandi Covid-bylgju. Hann segir það óásættanlegt að Landspítalinn ráði ekki við álagið vegna hennar og að það sé alveg bölvað að það þurfi að standa í sóttvarnaaðgerðum út af því. Þar vísar hann í skýrslu sem ráðgjafafyrirtækið McKinsey vann nýlega fyrir heilbrigðisráðuneytið, en hún á víst að sýna fram á að framleiðni í heilbrigðiskerfinu hafi ekki aukist í samræmi við aukið fjármagn og að lausnin sé hreint ekki enn aukið fjármagn. Hér er greinilega meiningin að selja kjósendum þá hugmynd að fjármálaráðherrann hafi skilað sínu, auknum framlögum, en að kenna megi einhverju allt öðru en honum um að þessi framlög hafi ekki nýst nægilega vel. Í kaupbæti fylgir sú hugmynd að bara ef framlögin myndu nýtast betur þá mætti kannski komast hjá því að beita almenning sóttvarnaaðgerðum. Kosningauppleggið er þannig að ráðherrann sem skilaði sínu neyðist til að beita sóttvarnaaðgerðum af því að einhverjir aðrir en hann eru bara ekki að standa sig. Það má segja æði margt um þetta upplegg ráðherrans, stóryrði eins og ómerkilegheit, ábyrgðarleysi og óskhyggja koma upp í hugann, en kannski er réttast að halda sig bara við einfalda áréttingu á því hvað stendur í alvörunni í umræddri skýrslu McKinsey. Ég ætla að forðast að sinni þann súra pytt að rýna í hvort heilbrigðiskerfið „eigi“ að geta ráðið við Covid-bylgjuna án almennra sóttvarnaaðgerða. Það er einfaldara verkefni að skoða bara hvað segir í skýrslunni og það er líka hægt að setja í almennara samhengi en það aukaálag á kerfið sem Covid er að valda. Umræðan er jú um heilbrigðiskerfið í heild sinni. Staðreyndin er nefnilega sú að í þessari skýrslu er ekki skoðað sérstaklega hvernig aukin fjárframlög hafa verið að nýtast og hvergi er fullyrt að það sé sérstakt áhyggjuefni að framleiðni hafi ekki aukist til samræmis við fjármagn. Vissulega er komið inn á að framleiðni í ákveðnum þáttum kerfisins hafi minnkað og að fjárframlög hafi aukist en það er mjög ódýr brella að fullyrða út frá þessu að framlögin gætu verið að skila sér betur. Það eru ýmsar aðrar skýringar sem ekki er hægt að útiloka – ein er sú að framlögin séu einfaldlega enn ekki nægilega mikil til að sporna almennilega við vandamálum sem eru að valda minnkaðri framleiðni. Að þó að þau séu að aukast þá sé álag á ákveðna þætti kerfisins að aukast enn hraðar. Það eru raunar vísbendingar í skýrslunni sjálfri sem renna stoðum undir þessa kenningu. Framleiðni í skurðaðgerðum er til að mynda betri en á viðmiðunarsjúkrahúsum á Skáni en í skýrslunni segir að framleiðni skorti þegar kemur að flöskuhálsum á borð við: Óvanalega hátt hlutfall fólks sem leitar til Landspítalans vegna einfaldari vandamála. Þetta megi leysa með því að efla heilsugæslu. Óvanalega langan legutíma. Þetta megi leysa með því að fjölga úrræðum á hjúkrunarheimilum. Aðra alveg frekar sterka vísbendingu er að finna í samanburði á heildarútgjöldum til heilbrigðismála á mann milli Íslands og annarra Norðurlanda, þar sem fram kemur að þrátt fyrir aukningu undanfarin ár þá stendur Ísland þeim enn að baki. Samantekið þá er ekki erfitt að lesa úr þessu að spítalarnir sjálfir séu með ágæta framleiðni en að skortur á fjármögnun í þeim hlutum kerfisins sem gætu verið að létta álaginu af þeim sé að valda óskilvirkni. Að lausnirnar felist þannig ekki í því láta tannhjól íslenska kerfisins bara snúast enn hraðar, heldur í því að bæta fleirum við - þá óhjákvæmilega með auknum tilkostnaði. Svona svipað og samanburðarlöndin eru að gera þetta. Fjármálaráðherrann bara getur ekki vikið sér svo auðveldlega undan þeirri spurningu hvort aukin framlög myndu ekki skila sér í betra kerfi, eiginlega síst af öllu með því að vísa í McKinsey. Alvöru McKinsey segir nefnilega annað en hann heldur fram. Höfundur er í 3. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Suður í Alþingiskosningum í haust Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Alþingiskosningar 2021 Heilbrigðismál Skoðun: Kosningar 2021 Halldór Auðar Svansson Mest lesið Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins er með áhugavert kosningaupplegg um yfirstandandi Covid-bylgju. Hann segir það óásættanlegt að Landspítalinn ráði ekki við álagið vegna hennar og að það sé alveg bölvað að það þurfi að standa í sóttvarnaaðgerðum út af því. Þar vísar hann í skýrslu sem ráðgjafafyrirtækið McKinsey vann nýlega fyrir heilbrigðisráðuneytið, en hún á víst að sýna fram á að framleiðni í heilbrigðiskerfinu hafi ekki aukist í samræmi við aukið fjármagn og að lausnin sé hreint ekki enn aukið fjármagn. Hér er greinilega meiningin að selja kjósendum þá hugmynd að fjármálaráðherrann hafi skilað sínu, auknum framlögum, en að kenna megi einhverju allt öðru en honum um að þessi framlög hafi ekki nýst nægilega vel. Í kaupbæti fylgir sú hugmynd að bara ef framlögin myndu nýtast betur þá mætti kannski komast hjá því að beita almenning sóttvarnaaðgerðum. Kosningauppleggið er þannig að ráðherrann sem skilaði sínu neyðist til að beita sóttvarnaaðgerðum af því að einhverjir aðrir en hann eru bara ekki að standa sig. Það má segja æði margt um þetta upplegg ráðherrans, stóryrði eins og ómerkilegheit, ábyrgðarleysi og óskhyggja koma upp í hugann, en kannski er réttast að halda sig bara við einfalda áréttingu á því hvað stendur í alvörunni í umræddri skýrslu McKinsey. Ég ætla að forðast að sinni þann súra pytt að rýna í hvort heilbrigðiskerfið „eigi“ að geta ráðið við Covid-bylgjuna án almennra sóttvarnaaðgerða. Það er einfaldara verkefni að skoða bara hvað segir í skýrslunni og það er líka hægt að setja í almennara samhengi en það aukaálag á kerfið sem Covid er að valda. Umræðan er jú um heilbrigðiskerfið í heild sinni. Staðreyndin er nefnilega sú að í þessari skýrslu er ekki skoðað sérstaklega hvernig aukin fjárframlög hafa verið að nýtast og hvergi er fullyrt að það sé sérstakt áhyggjuefni að framleiðni hafi ekki aukist til samræmis við fjármagn. Vissulega er komið inn á að framleiðni í ákveðnum þáttum kerfisins hafi minnkað og að fjárframlög hafi aukist en það er mjög ódýr brella að fullyrða út frá þessu að framlögin gætu verið að skila sér betur. Það eru ýmsar aðrar skýringar sem ekki er hægt að útiloka – ein er sú að framlögin séu einfaldlega enn ekki nægilega mikil til að sporna almennilega við vandamálum sem eru að valda minnkaðri framleiðni. Að þó að þau séu að aukast þá sé álag á ákveðna þætti kerfisins að aukast enn hraðar. Það eru raunar vísbendingar í skýrslunni sjálfri sem renna stoðum undir þessa kenningu. Framleiðni í skurðaðgerðum er til að mynda betri en á viðmiðunarsjúkrahúsum á Skáni en í skýrslunni segir að framleiðni skorti þegar kemur að flöskuhálsum á borð við: Óvanalega hátt hlutfall fólks sem leitar til Landspítalans vegna einfaldari vandamála. Þetta megi leysa með því að efla heilsugæslu. Óvanalega langan legutíma. Þetta megi leysa með því að fjölga úrræðum á hjúkrunarheimilum. Aðra alveg frekar sterka vísbendingu er að finna í samanburði á heildarútgjöldum til heilbrigðismála á mann milli Íslands og annarra Norðurlanda, þar sem fram kemur að þrátt fyrir aukningu undanfarin ár þá stendur Ísland þeim enn að baki. Samantekið þá er ekki erfitt að lesa úr þessu að spítalarnir sjálfir séu með ágæta framleiðni en að skortur á fjármögnun í þeim hlutum kerfisins sem gætu verið að létta álaginu af þeim sé að valda óskilvirkni. Að lausnirnar felist þannig ekki í því láta tannhjól íslenska kerfisins bara snúast enn hraðar, heldur í því að bæta fleirum við - þá óhjákvæmilega með auknum tilkostnaði. Svona svipað og samanburðarlöndin eru að gera þetta. Fjármálaráðherrann bara getur ekki vikið sér svo auðveldlega undan þeirri spurningu hvort aukin framlög myndu ekki skila sér í betra kerfi, eiginlega síst af öllu með því að vísa í McKinsey. Alvöru McKinsey segir nefnilega annað en hann heldur fram. Höfundur er í 3. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Suður í Alþingiskosningum í haust
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar