Orðinn 98 ára en leggur enn stund á fræðin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. ágúst 2021 20:01 Páll Bergþórsson, veðurfræðingur, fagnaði 98. afmælisdeginum hátíðlega í grasagarðinum í Laugardal í dag. Vísir/Sigurjón Páll Bergþórsson veðurfræðingur varð 98 ára gamall í dag. Þrátt fyrir háan aldur dundar hann sér enn við fræðin og segir tíma til kominn að gripið verði til loftslagsaðgerða. Jæja Páll, nú ertu orðinn 98 ára. Hvernig er tilfinningin? „Hún er alveg ljómandi góð, heilsan er dálítið misjöfn en hún er með besta móti núna,“ sagði Páll þegar fréttastofa náði tali af honum í dag. Páll fagnaði hátíðlega með fjölskyldu og vinum í grasagarðinum í Laugardal í dag en hann vakti mikla athygli fyrir þremur árum síðan þegar hann hélt upp á 95 ára afmælið með að fara í fallhlífastökk. Hann hefur þó ekki endurtekið leikinn síðan. „Ég hef nú ekki gert það. Það er ólíklegt að ég geti gert þetta á fegurri eða merkilegri hátt heldur en þá eftir því sem aldurinn færist yfir mann,“ segir Páll og hlær. Hann segir erfðir og ætterni hafa haft mikil áhrif á háan aldur. „Það er fyrst og fremst ættin held ég, erfðirnar, þær skipta lang mestu máli. Svo er það náttúrulega meðferðin á líkamanum, ég hef ekki unnið neina erfiðisvinnu. Ég hef nú ekki fengist neitt við áfengi og ekki við reyk. Það hjálpar nú dálítið til,“ segir Páll. Páll starfaði lengi vel sem veðurstofustjóri og leggur enn stund á fræðin. „Oftast er ég nú eitthvað að dunda við fræði þó ég hafi enga hæfileika nú orðið að minnsta kosti til þess en ég er mikið að dunda við veðurfræðina,“ segir hann. Fjölskylda Páls fagnaði afmælisdeginum með honum.Vísir/Sigurjón Hann segir tíma til kominn að gripið verði til aðgerða vegna loftslagsbreytinga. „Það er kominn sá tími núna að maðurinn er farinn að hafa afgerandi áhrif á það hvernig loftslagið breytist. Hann hafði það ekki lengi vel en hefur gert það núna síðustu áratugi og það er alveg stórhættulegt hvað hann er að gera,“ segir Páll. „Hann er farinn að hita loftslagið þannig að skógarnir eru farnir að brenna hér og þar og annað slíkt. Það verður að fara að taka fram fyrir hendurnar á fólkinu með þetta. Mér finnst að það sé ekki nægur skilningur á þessu að það er orðin breyting á áhrifum mannsins á veðrið. Það er það sem skiptir svo miklu máli núna.“ Loftslagsmál Eldri borgarar Reykjavík Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Fleiri fréttir Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Sjá meira
Jæja Páll, nú ertu orðinn 98 ára. Hvernig er tilfinningin? „Hún er alveg ljómandi góð, heilsan er dálítið misjöfn en hún er með besta móti núna,“ sagði Páll þegar fréttastofa náði tali af honum í dag. Páll fagnaði hátíðlega með fjölskyldu og vinum í grasagarðinum í Laugardal í dag en hann vakti mikla athygli fyrir þremur árum síðan þegar hann hélt upp á 95 ára afmælið með að fara í fallhlífastökk. Hann hefur þó ekki endurtekið leikinn síðan. „Ég hef nú ekki gert það. Það er ólíklegt að ég geti gert þetta á fegurri eða merkilegri hátt heldur en þá eftir því sem aldurinn færist yfir mann,“ segir Páll og hlær. Hann segir erfðir og ætterni hafa haft mikil áhrif á háan aldur. „Það er fyrst og fremst ættin held ég, erfðirnar, þær skipta lang mestu máli. Svo er það náttúrulega meðferðin á líkamanum, ég hef ekki unnið neina erfiðisvinnu. Ég hef nú ekki fengist neitt við áfengi og ekki við reyk. Það hjálpar nú dálítið til,“ segir Páll. Páll starfaði lengi vel sem veðurstofustjóri og leggur enn stund á fræðin. „Oftast er ég nú eitthvað að dunda við fræði þó ég hafi enga hæfileika nú orðið að minnsta kosti til þess en ég er mikið að dunda við veðurfræðina,“ segir hann. Fjölskylda Páls fagnaði afmælisdeginum með honum.Vísir/Sigurjón Hann segir tíma til kominn að gripið verði til aðgerða vegna loftslagsbreytinga. „Það er kominn sá tími núna að maðurinn er farinn að hafa afgerandi áhrif á það hvernig loftslagið breytist. Hann hafði það ekki lengi vel en hefur gert það núna síðustu áratugi og það er alveg stórhættulegt hvað hann er að gera,“ segir Páll. „Hann er farinn að hita loftslagið þannig að skógarnir eru farnir að brenna hér og þar og annað slíkt. Það verður að fara að taka fram fyrir hendurnar á fólkinu með þetta. Mér finnst að það sé ekki nægur skilningur á þessu að það er orðin breyting á áhrifum mannsins á veðrið. Það er það sem skiptir svo miklu máli núna.“
Loftslagsmál Eldri borgarar Reykjavík Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Fleiri fréttir Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Sjá meira