Upplýsingaóreiða heilbrigðisyfirvalda Erna Bjarnadóttir og Bylgja Thorlacius Guðjónsdóttir skrifa 12. ágúst 2021 12:30 Um mánaðamótin júní/júlí lýsti Svandís Svavarsdóttir því yfir að til stæði að flytja aftur til Íslands, greiningar á sýnum sem tekin eru til að skima fyrir leghálskrabbameini og öðrum sýnum sem tekin eru vegna eftirlits eða jafnvel einkenna um sjúkdóminn. Nú eru liðnar á hátt á sjöttu viku síðan og upplýsingaóreiðan kringum þetta mál virðist enn magnast. Við erum æði mörg sem erum langþreytt á bið eftir niðurstöðum á greiningum og úrlausn á þessu dæmalausa klúðri í heilbrigðisþjónustu. Gaslýsing? Þegar við héldum að ekki yrði dýpra sokkið, kemur enn eitt hyldýpið betur í ljós. Í ársbyrjun keypti Embætti landlæknis (EL) Skimanaskrá Krabbameinsfélags Íslands, SKRÍN. Í umræðum í fésbókarhópnum “Aðför að heilsu kvenna” sá starfsmaður EL ástæðu til að leiðrétta fullyrðingu um að skránni hafi verið lokað með eftirfarandi orðum. „Embætti landlæknis keypti skrána og hún er sú sem notuð er og verður notuð þangað til ný skrá verður tilbúin. Skimun byggir á skimunarsögu konunnar.“ En þá gerðist hið ótrúlega. Svör til kvenna sem hafa beðið vikum eða mánuðum saman eftir niðurstöðum herma einmitt hið gagnstæða. Í bréfi til annars greinarhöfundar frá Samhæfingamiðstöð krabbameinsskimana, SKS, segir orðrétt m.a. „Ferli skimunar fyrir krabbameini í leghálsi er þannig að eftir að sýni berst SKS er það skráð og sent til rannsóknarstofu Hvidovre sjúkrahússins í Kaupmannahöfn. Þetta ferli tekur um viku og sýni er send utan vikulega. Rannsókn sýnanna tekur að meðaltali 3-6 daga og eru niðurstöður SKS sem sendir þær beint til Embættis landlæknis sem ber ábyrgð á að skrá þau í skimunarskrá embættisins og inn á island.is.“ Síðan segir síðar í bréfinu: „Ef töf er á að niðurstöður berist á island.is er skýringin að ekki er til skimunarskrá Embættis landlæknis sem er forrituð eftir nýjum skimunarleiðbeiningum og því krefst ferlið mikillar handavinnu sem er tímafrek.“ Í alvöru! Sitja konur og læknar þeirra vikum saman og bíða eftir niðurstöðum sem í raun og sanni eru komnar til landsins frá dönsku rannsóknastofunni um það bil þremur vikum eftir að sýni voru tekin? Hvers vegna var farið út í þessa vegferð án þess að búið væri að forrita skimunarskrá EL eftir nýjum skimunarleiðbeiningum? Hvaða skimunarskrá er er yfirleitt til og hver ekki? Af hverju fá konur loksins svör er þær senda tölvupóst á EL en svör berast ekki inn á island.is þegar svör liggja fyrir? Þetta er með öllu ólíðandi óvissa og bið sem konum er boðið upp á tækniöld árið 2021. Engin svör að fá og konur leita út fyrir landsteina Vert er að geta þess að konur hafa margar hverjar ítrekað óskað eftir svörum um ferlið sem sýnin þeirra fara í, allt frá afhendingu sýnanna til SKS og að því hvenær niðurstöður berast SKS frá Danmörku. Með vísan í upplýsingalög, stjórnsýslulög og lög um sjúkraskrá leita þær eftir svörum og einhverskonar festu og fyrirsjáanleika um sýnin sín. Veigrar SKS sér við að svara þessum spurningum? Það eru stöðluð svör berast, spurningarnar hreinlega hundsaðar eða þeim að lokum svarað með miklum trega. Að slík háttsemi sé höfð af stjórnsýslu er óskiljanlegt þegar horft er til laganna. Í hópnum “Aðför að heilsu kvenna” eru nú til frásagnir af því að konur fari til Danmerkur og Ungverjalands á eigin vegum til að sækja sér þessa þjónustu. Þar fá þær svör jafnvel á 10 dögum! Er þetta liður í af-einkavæðingu heilbrigðiskerfisins að þegnar þessa lands kaupi sér flugfar á tímum heimsfaraldurs til að sækja sér heilbrigðisþjónustu í öðrum löndum! Óvissan, ólgan og óttinn sem viðkemur þessu fyrirkomulagi skimana fyrir leghálskrabbameini er raunveruleg vá sem stafar að heilsu kvenna og á því ber einhver ábyrgð. Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur og stofnandi hópsins „Aðför að heilsu kvenna" Bylgja Thorlacius Guðjónsdóttir, nemi í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Erna Bjarnadóttir Heilbrigðismál Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Um mánaðamótin júní/júlí lýsti Svandís Svavarsdóttir því yfir að til stæði að flytja aftur til Íslands, greiningar á sýnum sem tekin eru til að skima fyrir leghálskrabbameini og öðrum sýnum sem tekin eru vegna eftirlits eða jafnvel einkenna um sjúkdóminn. Nú eru liðnar á hátt á sjöttu viku síðan og upplýsingaóreiðan kringum þetta mál virðist enn magnast. Við erum æði mörg sem erum langþreytt á bið eftir niðurstöðum á greiningum og úrlausn á þessu dæmalausa klúðri í heilbrigðisþjónustu. Gaslýsing? Þegar við héldum að ekki yrði dýpra sokkið, kemur enn eitt hyldýpið betur í ljós. Í ársbyrjun keypti Embætti landlæknis (EL) Skimanaskrá Krabbameinsfélags Íslands, SKRÍN. Í umræðum í fésbókarhópnum “Aðför að heilsu kvenna” sá starfsmaður EL ástæðu til að leiðrétta fullyrðingu um að skránni hafi verið lokað með eftirfarandi orðum. „Embætti landlæknis keypti skrána og hún er sú sem notuð er og verður notuð þangað til ný skrá verður tilbúin. Skimun byggir á skimunarsögu konunnar.“ En þá gerðist hið ótrúlega. Svör til kvenna sem hafa beðið vikum eða mánuðum saman eftir niðurstöðum herma einmitt hið gagnstæða. Í bréfi til annars greinarhöfundar frá Samhæfingamiðstöð krabbameinsskimana, SKS, segir orðrétt m.a. „Ferli skimunar fyrir krabbameini í leghálsi er þannig að eftir að sýni berst SKS er það skráð og sent til rannsóknarstofu Hvidovre sjúkrahússins í Kaupmannahöfn. Þetta ferli tekur um viku og sýni er send utan vikulega. Rannsókn sýnanna tekur að meðaltali 3-6 daga og eru niðurstöður SKS sem sendir þær beint til Embættis landlæknis sem ber ábyrgð á að skrá þau í skimunarskrá embættisins og inn á island.is.“ Síðan segir síðar í bréfinu: „Ef töf er á að niðurstöður berist á island.is er skýringin að ekki er til skimunarskrá Embættis landlæknis sem er forrituð eftir nýjum skimunarleiðbeiningum og því krefst ferlið mikillar handavinnu sem er tímafrek.“ Í alvöru! Sitja konur og læknar þeirra vikum saman og bíða eftir niðurstöðum sem í raun og sanni eru komnar til landsins frá dönsku rannsóknastofunni um það bil þremur vikum eftir að sýni voru tekin? Hvers vegna var farið út í þessa vegferð án þess að búið væri að forrita skimunarskrá EL eftir nýjum skimunarleiðbeiningum? Hvaða skimunarskrá er er yfirleitt til og hver ekki? Af hverju fá konur loksins svör er þær senda tölvupóst á EL en svör berast ekki inn á island.is þegar svör liggja fyrir? Þetta er með öllu ólíðandi óvissa og bið sem konum er boðið upp á tækniöld árið 2021. Engin svör að fá og konur leita út fyrir landsteina Vert er að geta þess að konur hafa margar hverjar ítrekað óskað eftir svörum um ferlið sem sýnin þeirra fara í, allt frá afhendingu sýnanna til SKS og að því hvenær niðurstöður berast SKS frá Danmörku. Með vísan í upplýsingalög, stjórnsýslulög og lög um sjúkraskrá leita þær eftir svörum og einhverskonar festu og fyrirsjáanleika um sýnin sín. Veigrar SKS sér við að svara þessum spurningum? Það eru stöðluð svör berast, spurningarnar hreinlega hundsaðar eða þeim að lokum svarað með miklum trega. Að slík háttsemi sé höfð af stjórnsýslu er óskiljanlegt þegar horft er til laganna. Í hópnum “Aðför að heilsu kvenna” eru nú til frásagnir af því að konur fari til Danmerkur og Ungverjalands á eigin vegum til að sækja sér þessa þjónustu. Þar fá þær svör jafnvel á 10 dögum! Er þetta liður í af-einkavæðingu heilbrigðiskerfisins að þegnar þessa lands kaupi sér flugfar á tímum heimsfaraldurs til að sækja sér heilbrigðisþjónustu í öðrum löndum! Óvissan, ólgan og óttinn sem viðkemur þessu fyrirkomulagi skimana fyrir leghálskrabbameini er raunveruleg vá sem stafar að heilsu kvenna og á því ber einhver ábyrgð. Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur og stofnandi hópsins „Aðför að heilsu kvenna" Bylgja Thorlacius Guðjónsdóttir, nemi í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar