Ganga á bak orða sinna um reikigjöld í Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 11. ágúst 2021 16:00 Vodafone er annað fjarskiptafyrirtækið í Bretlandi sem hefur tilkynnt að það ætli að taka aftur upp reikigjöld í Evrópu. Vísir/EPA Tvö fjarskiptafyrirtæki í Bretlandi hafa nú tilkynnt um fyrirætlanir sínar um að ganga á bak orða sinna og rukka viðskiptavini sína um svonefnd reikigjöld þegar þeir ferðast til Evrópu. Breytingin hefur ekki áhrif á íslenska ferðalanga í Bretlandi. Vodafone í Bretlandi tilkynnti að það ætlaði að taka upp reikigjöld innan Evrópu aftur frá og með janúar. Gjaldið verður að minnsta kosti eitt pund, jafnvirði um 175 íslenskra króna. Breytingin er aðeins sögð ná til nýrra viðskipta og þeirra sem skipta um áskriftarleiðir frá og með deginum í dag. Núverandi viðskiptavinir verði ekki rukkaðir um gjaldið á meðan þeir eru í sömu áskriftarleið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Áður hafði keppinauturinn EE tilkynnt um sambærileg gjöld í júní en þau taka einnig gildi í byrjun næsta árs. Reikigjöld af símtölum, smáskilaboðum og netnotkun sem fjarskiptafyrirtæki rukkuðu viðskiptavini sína um þegar þeir voru erlendis voru bönnuð innan Evrópusambandsins með reglugerð sem tók gildi í júní árið 2017. Linda Garðarsdóttir, deildarstjóri viðskiptaþróunar hjá Vodafone á Íslandi, staðfestir við Vísi að ákvörðun breskra fjarskiptafyrirtækja hafi ekki nein áhrif á reikigjöld viðskiptavina Vodafone á Íslandi þegar þeir ferðast til Bretlands. Upphaflega sögðust bresku fjarskiptafyrirtækin ekki ætla að taka upp reikigjöldin á ný eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Gjöldin voru ekki bönnuð með viðskiptasamningnum sem bresk stjórnvöld og Evrópusambandið skrifuðu undir í desember þó að fjarskiptafyrirtækin væru hvött til að halda gjaldskrám sínum „gegnsæjum og sanngjörnum“. Vísir er í eigu Sýnar hf. sem á einnig Vodafone á Íslandi. Fjarskipti Brexit Bretland Evrópusambandið Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Vodafone í Bretlandi tilkynnti að það ætlaði að taka upp reikigjöld innan Evrópu aftur frá og með janúar. Gjaldið verður að minnsta kosti eitt pund, jafnvirði um 175 íslenskra króna. Breytingin er aðeins sögð ná til nýrra viðskipta og þeirra sem skipta um áskriftarleiðir frá og með deginum í dag. Núverandi viðskiptavinir verði ekki rukkaðir um gjaldið á meðan þeir eru í sömu áskriftarleið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Áður hafði keppinauturinn EE tilkynnt um sambærileg gjöld í júní en þau taka einnig gildi í byrjun næsta árs. Reikigjöld af símtölum, smáskilaboðum og netnotkun sem fjarskiptafyrirtæki rukkuðu viðskiptavini sína um þegar þeir voru erlendis voru bönnuð innan Evrópusambandsins með reglugerð sem tók gildi í júní árið 2017. Linda Garðarsdóttir, deildarstjóri viðskiptaþróunar hjá Vodafone á Íslandi, staðfestir við Vísi að ákvörðun breskra fjarskiptafyrirtækja hafi ekki nein áhrif á reikigjöld viðskiptavina Vodafone á Íslandi þegar þeir ferðast til Bretlands. Upphaflega sögðust bresku fjarskiptafyrirtækin ekki ætla að taka upp reikigjöldin á ný eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Gjöldin voru ekki bönnuð með viðskiptasamningnum sem bresk stjórnvöld og Evrópusambandið skrifuðu undir í desember þó að fjarskiptafyrirtækin væru hvött til að halda gjaldskrám sínum „gegnsæjum og sanngjörnum“. Vísir er í eigu Sýnar hf. sem á einnig Vodafone á Íslandi.
Fjarskipti Brexit Bretland Evrópusambandið Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira