Yfir 200 þúsund flugu með Icelandair í júlí Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. ágúst 2021 09:52 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm Farþegum Icelandair fjölgaði verulega í júlí í millilanda- og innanlandsflugi, bæði frá júnímánuði og miðað við sama tíma í fyrra. Þá hefur farþegum í tengiflugi yfir hafið fjölgað töluvert og hafa þeir ekki verið fleiri frá því áður en faraldurinn hófst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair þar sem vísað er í mánaðarlegar flutningatölur fyrir júlímánuð sem Icelandair Group birti í Kauphöll í morgun. Heildarfjöldi farþega í millilanda- og innanlandsflugi hjá Icelandair var um 219.400 í júlí samanborið við um 88.000 á sama tíma í fyrra. Þar af voru farþegar í millilandaflugi um 195.200, samanborið við 73.350 farþega í júlí 2020 og 72.000 í júní 2021. Farþegar til Íslands voru 116.700, samanborið við um 58.350 í júlí 2020 og farþegar frá Íslandi voru 27.700 en þeir voru 13.400 í júlí 2020. Eftirtektarverð fjölgun var á meðal tengifarþega í júlí. Fjöldi þeirra nam um 50.900 og hafa ekki verið fleiri síðan í febrúar 2020. Sætanýting var 70,4% samanborið við 53,6% í júní 2021 og 70,5% í júlí 2020. Líkt og undanfarna mánuði hefur Icelandair notað Boeing 767 flugvélar í stað smærri flugvéla á mörgum flugleiðum vegna mikillar eftirspurnar eftir fraktrými og hefur það haft nokkur áhrif á sætanýtingu. Farþegar í innanlandsflugi voru um 24.200 samanborið við 14.600 á sama tíma í fyrra og fjölgaði þeim um 2.000 frá því í júní. Farþegum í innanlandsflugi hefur fjölgað um 51% á milli ára það sem af er þessu ári. Fjöldi seldra blokktíma í leigustarfsemi félagsins jókst um 133% á milli ára í júlí. Fraktflutningar jukust um 18% á milli ára í júlí og hafa aukist um 19% fyrstu sjö mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir ánægjulegt að sjá að fjölgun farþega haldi áfram bæði í millilandaflugi og innanlands. „Við fluttum rúmlega 60% fleiri farþega til landsins í júlí en í júní sem sýnir mikinn áhuga á Íslandi sem áfangastað. Stundvísi í leiðakerfinu var 81% þrátt fyrir aukið flækjustig og kröfur til flugrekenda vegna ferðatakmarkana sem hafa valdið auknu álagi bæði í Keflavík og á flugvöllum erlendis. Þessi góði árangur er til marks um frábæra frammistöðu starfsfólks og samstarfsaðila á öllum okkar starfsstöðvum við mjög krefjandi aðstæður. Kórónuveirufaraldurinn heldur áfram að hafa áhrif á líf og störf hér á landi sem og annars staðar. Á þessum tímapunkti er mikilvægt að við finnum hinn gullna meðalveg á milli sóttvarnaraðgerða á landamærum og innanlands til þess að við getum sem best stuðlað að jafnvægi í efnahagslífinu og samfélaginu til lengri tíma. Sem leiðandi flugfélag og mikilvægur atvinnurekandi hér á landi höldum við áfram að leggja okkar lóð á vogarskálarnar á þeirri vegferð með því að stuðla að öflugum flugsamgöngum sem eru okkur nauðsynlegar – ekki bara fyrir ferðalög og íslenska ferðaþjónustu, heldur alþjóðasamskipti, viðskipti, fraktflutninga og almenn lífsgæði í landinu. Við munum því halda sókninni áfram og nýta þann sveigjanleika sem við höfum til að mæta eftirspurn í takt við þá stöðu sem er uppi á mörkuðum okkar á hverjum tíma.“ Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair þar sem vísað er í mánaðarlegar flutningatölur fyrir júlímánuð sem Icelandair Group birti í Kauphöll í morgun. Heildarfjöldi farþega í millilanda- og innanlandsflugi hjá Icelandair var um 219.400 í júlí samanborið við um 88.000 á sama tíma í fyrra. Þar af voru farþegar í millilandaflugi um 195.200, samanborið við 73.350 farþega í júlí 2020 og 72.000 í júní 2021. Farþegar til Íslands voru 116.700, samanborið við um 58.350 í júlí 2020 og farþegar frá Íslandi voru 27.700 en þeir voru 13.400 í júlí 2020. Eftirtektarverð fjölgun var á meðal tengifarþega í júlí. Fjöldi þeirra nam um 50.900 og hafa ekki verið fleiri síðan í febrúar 2020. Sætanýting var 70,4% samanborið við 53,6% í júní 2021 og 70,5% í júlí 2020. Líkt og undanfarna mánuði hefur Icelandair notað Boeing 767 flugvélar í stað smærri flugvéla á mörgum flugleiðum vegna mikillar eftirspurnar eftir fraktrými og hefur það haft nokkur áhrif á sætanýtingu. Farþegar í innanlandsflugi voru um 24.200 samanborið við 14.600 á sama tíma í fyrra og fjölgaði þeim um 2.000 frá því í júní. Farþegum í innanlandsflugi hefur fjölgað um 51% á milli ára það sem af er þessu ári. Fjöldi seldra blokktíma í leigustarfsemi félagsins jókst um 133% á milli ára í júlí. Fraktflutningar jukust um 18% á milli ára í júlí og hafa aukist um 19% fyrstu sjö mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir ánægjulegt að sjá að fjölgun farþega haldi áfram bæði í millilandaflugi og innanlands. „Við fluttum rúmlega 60% fleiri farþega til landsins í júlí en í júní sem sýnir mikinn áhuga á Íslandi sem áfangastað. Stundvísi í leiðakerfinu var 81% þrátt fyrir aukið flækjustig og kröfur til flugrekenda vegna ferðatakmarkana sem hafa valdið auknu álagi bæði í Keflavík og á flugvöllum erlendis. Þessi góði árangur er til marks um frábæra frammistöðu starfsfólks og samstarfsaðila á öllum okkar starfsstöðvum við mjög krefjandi aðstæður. Kórónuveirufaraldurinn heldur áfram að hafa áhrif á líf og störf hér á landi sem og annars staðar. Á þessum tímapunkti er mikilvægt að við finnum hinn gullna meðalveg á milli sóttvarnaraðgerða á landamærum og innanlands til þess að við getum sem best stuðlað að jafnvægi í efnahagslífinu og samfélaginu til lengri tíma. Sem leiðandi flugfélag og mikilvægur atvinnurekandi hér á landi höldum við áfram að leggja okkar lóð á vogarskálarnar á þeirri vegferð með því að stuðla að öflugum flugsamgöngum sem eru okkur nauðsynlegar – ekki bara fyrir ferðalög og íslenska ferðaþjónustu, heldur alþjóðasamskipti, viðskipti, fraktflutninga og almenn lífsgæði í landinu. Við munum því halda sókninni áfram og nýta þann sveigjanleika sem við höfum til að mæta eftirspurn í takt við þá stöðu sem er uppi á mörkuðum okkar á hverjum tíma.“
Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira