Manneskjan í jakkafötunum Lenya Rún skrifar 6. ágúst 2021 08:00 Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og drögtum, með alvarlegan svip að tala um alvarleg mál. Mér leið eins og þetta fólk væri ósnertanlegt og ætti ekki við nein raunveruleg vandamál að stríða. Klettarnir í hafinu sem gefa aldrei eftir. Á síðustu mánuðum hef ég hins vegar komist að tvennu. Stjórnmálafólk er eftir allt saman bara fólk – og besta stjórnmálafólkið áttar sig á því. Einlægni Það er allt í lagi að hafa tilfinningar og tala við fólk af einlægni. Fyrst og fremst erum við öll mennsk og tilfinningar eins og samkennd og samúð gera okkur að heilsteyptari manneskjum. Það hafa allir gengið í gegnum sína erfiðleika, óháð aldri, og erfið reynsla auðveldar okkur að tengjast og hjálpa öðru fólki. Íslenska þjóðin á skilið að fá fólk á þing sem getur sett sig í spor þeirra hópa sem fá sjaldan raunverulega áheyrn, og það sé gert með samkennd og skilningi að leiðarljósi. Aftur á móti er ennþá ríkjandi sú hugmynd að stjórnmálamaður sem hefur mikla tilfinningagreind sé ekki stöðugur eða ekki nógu sterkur til að takast á við þingstörfin. Að mínu mati er það kjaftæði. Kaldlyndi er ekki styrkleiki. Eigin takmarkanir Í stjórnmálum þarf að taka erfiðar ákvarðanir sem einhver verða alltaf ósátt við. Þrátt fyrir að aldrei sé hægt að þóknast öllum þá skiptir máli hvernig stjórnmálafólk kemst að niðurstöðunni sinni – og þá þarf fyrst að horfast í augu við eigin takmarkanir. Enginn er með öll svörin og því er eina leiðin að upplýstri ákvörðun að velta upp öllum hliðum málsins með aðstoð þeirra sem málið snertir. Stjórnmálafólk sem leggst yfir gögnin og rökin, tekur ákvörðun og útskýrir síðan fyrir almenningi hvernig það komst að niðurstöðunni er ekki aðeins líklegra til að taka betri ákvarðanir heldur jafnframt að fólk sýni því skilning. Við verðum kannski ekki sammála, en vönduð vinnubrögð eru virðingarverð. Hlustum Framtíðin gæti verið í góðum höndum. Ungt fólk er upplýst um málefni líðandi stundar og við látum fjölbreytt málefni okkur varða. Á síðustu mánuðum höfum við séð hávært ákall frá ungu fólki um sanngjarnara kvótakerfi, alvöru aðgerðir í loftslagsmálum, nýja stjórnarskrá, mannúðlega útlendingastefnu o.s.frv. Ein stærsta krafa ungs fólks er hins vegar ekki sérstaklega flókin: Að það sé einfaldlega hlustað á það – og því segi ég að framtíðin gæti verið í góðum höndum. Ef við hlustum. Ísland er að verða sífellt fjölbreyttara og með aukinni fjölbreytni á þjóðfélag það til að skiptast í hópa. Ríkt fólk og fátækt fólk, Íslendingar og útlendingar, ungir og gamlir, heilbrigt fólk og veikt fólk og svo lengi mætti telja. Til að koma í veg fyrir sundrung er mikilvægt að raddir allra hópa heyrist og að það sé raunverulega hlustað á þær, af einlægni og af fólki sem vill heyra. Að hlusta felur í sér að geta sett þig í spor annarra, ekki líta á þau sem tölur og prósentur á einhverju líkani. Mér finnst oft gleymast þegar mál eru rædd á Alþingi að það er verið að tala um aðgerðir sem snerta raunverulega hagsmuni raunverulega landsmanna sem hafa raunverulegar og stundum íþyngjandi afleiðingar. Besta stjórnmálafólkið áttar sig á því að það hefur ekki öll svörin. Sem áttar sig á því að besta leiðin til að komast að góðri niðurstöðu er að kynna sér gögnin, hlusta á fólk af alvöru og hafa samkennd til að setja sig í spor annarra. Stjórnmálafólk sem veit að það er eftir allt saman bara manneskja í jakkafötum. Höfundur skipar þriðja sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Lenya Rún Taha Karim Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og drögtum, með alvarlegan svip að tala um alvarleg mál. Mér leið eins og þetta fólk væri ósnertanlegt og ætti ekki við nein raunveruleg vandamál að stríða. Klettarnir í hafinu sem gefa aldrei eftir. Á síðustu mánuðum hef ég hins vegar komist að tvennu. Stjórnmálafólk er eftir allt saman bara fólk – og besta stjórnmálafólkið áttar sig á því. Einlægni Það er allt í lagi að hafa tilfinningar og tala við fólk af einlægni. Fyrst og fremst erum við öll mennsk og tilfinningar eins og samkennd og samúð gera okkur að heilsteyptari manneskjum. Það hafa allir gengið í gegnum sína erfiðleika, óháð aldri, og erfið reynsla auðveldar okkur að tengjast og hjálpa öðru fólki. Íslenska þjóðin á skilið að fá fólk á þing sem getur sett sig í spor þeirra hópa sem fá sjaldan raunverulega áheyrn, og það sé gert með samkennd og skilningi að leiðarljósi. Aftur á móti er ennþá ríkjandi sú hugmynd að stjórnmálamaður sem hefur mikla tilfinningagreind sé ekki stöðugur eða ekki nógu sterkur til að takast á við þingstörfin. Að mínu mati er það kjaftæði. Kaldlyndi er ekki styrkleiki. Eigin takmarkanir Í stjórnmálum þarf að taka erfiðar ákvarðanir sem einhver verða alltaf ósátt við. Þrátt fyrir að aldrei sé hægt að þóknast öllum þá skiptir máli hvernig stjórnmálafólk kemst að niðurstöðunni sinni – og þá þarf fyrst að horfast í augu við eigin takmarkanir. Enginn er með öll svörin og því er eina leiðin að upplýstri ákvörðun að velta upp öllum hliðum málsins með aðstoð þeirra sem málið snertir. Stjórnmálafólk sem leggst yfir gögnin og rökin, tekur ákvörðun og útskýrir síðan fyrir almenningi hvernig það komst að niðurstöðunni er ekki aðeins líklegra til að taka betri ákvarðanir heldur jafnframt að fólk sýni því skilning. Við verðum kannski ekki sammála, en vönduð vinnubrögð eru virðingarverð. Hlustum Framtíðin gæti verið í góðum höndum. Ungt fólk er upplýst um málefni líðandi stundar og við látum fjölbreytt málefni okkur varða. Á síðustu mánuðum höfum við séð hávært ákall frá ungu fólki um sanngjarnara kvótakerfi, alvöru aðgerðir í loftslagsmálum, nýja stjórnarskrá, mannúðlega útlendingastefnu o.s.frv. Ein stærsta krafa ungs fólks er hins vegar ekki sérstaklega flókin: Að það sé einfaldlega hlustað á það – og því segi ég að framtíðin gæti verið í góðum höndum. Ef við hlustum. Ísland er að verða sífellt fjölbreyttara og með aukinni fjölbreytni á þjóðfélag það til að skiptast í hópa. Ríkt fólk og fátækt fólk, Íslendingar og útlendingar, ungir og gamlir, heilbrigt fólk og veikt fólk og svo lengi mætti telja. Til að koma í veg fyrir sundrung er mikilvægt að raddir allra hópa heyrist og að það sé raunverulega hlustað á þær, af einlægni og af fólki sem vill heyra. Að hlusta felur í sér að geta sett þig í spor annarra, ekki líta á þau sem tölur og prósentur á einhverju líkani. Mér finnst oft gleymast þegar mál eru rædd á Alþingi að það er verið að tala um aðgerðir sem snerta raunverulega hagsmuni raunverulega landsmanna sem hafa raunverulegar og stundum íþyngjandi afleiðingar. Besta stjórnmálafólkið áttar sig á því að það hefur ekki öll svörin. Sem áttar sig á því að besta leiðin til að komast að góðri niðurstöðu er að kynna sér gögnin, hlusta á fólk af alvöru og hafa samkennd til að setja sig í spor annarra. Stjórnmálafólk sem veit að það er eftir allt saman bara manneskja í jakkafötum. Höfundur skipar þriðja sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun