Af Kúbu og mótmælum upp á síðkastið Gylfi Páll Hersir skrifar 4. ágúst 2021 15:00 Undanfarið hefur verið fjallað nokkuð um ástandið á Kúbu og mótmæli gegn stjórnvöldum þar í landi. Þar er margt missagt og staðreyndum snúið á haus eins og oft þegar fjallað er um þetta ágæta land og hverju byltingin hafi áorkað. Fjölmiðlar hér á landi endursegja gjarnan það sem stórblöðin hafa að segja og keppast um að leita uppi þá sem hallmæla byltingunni hvað mest með alls kyns furðusögum og fjandskap. Á tímum internetsins ætti að vera hægt að nálgast hlutina á annan hátt. Gott dæmi er mynd sem birtist t.a.m. í Morgunblaðinu líklega 11. júlí (og víðar) og er sögð vera frá mótmælum gegn stjórnvöldum á Kúbu – mynd sem hafði birst í dagblaðinu New York Times. Mótmælin voru hins vegar til stuðnings byltingunni enda má fremst á myndinni sjá Gerardo Hernández, einn af leiðtogum Varnarnefnda Byltingarinnar (CDR) og einn fimmmenninga sem dvaldi 16 ár í fangelsi í Bandaríkjunum fyrir að vara við yfirvofandi hryðjuverkaárásum á Kúbu. Bandaríkin hafa einmitt staðið fyrir ótal hryðjuverkum á hendur Kúbu allar götur frá byltingunni 1959 þegar alþýðufólk tók þar völdin og hóf að skipuleggja samfélagið í sína þágu í stað hagsmuna innlendrar ráðastéttar og bandarísku auðstéttarinnar. Þetta getur Bandaríkjastjórn engan vegin fyrirgefið og nýtir ýmsar aðferðir og fjármagn til að hefna þessa fordæmis, s.s. innrás, tilraunir um að ráða leiðtoga landsins af dögum. Efnahagsstríðið sem lamar landið hefur staðið hefur í 60 ár. Fjölmiðlar hömruðu á því í júlí að á Kúbu hefðu átt sér stað sjálfsprottin fjöldamótmæli – uppreisn gegn stjórnvöldum. Skilja mátti að nú væri einungis dagaspursmál hvenær byltingin væri öll. Þeim hefði misfarist að takast á við Covid-19 og lögregla og óþokkalýður færi um og gengi í skrokk á friðsælum mótmælendum gegn stjórnvöldum. Þetta eru miklar ýkjur en að mestu beinlínis rangt. Í litlum bæ skammt frá Havana fóru af stað mótmæli vegna skorts af ýmsu tagi sem launagosar á vegum bandarískra flugumanna hvöttu til og blönduðu sér í. Þessum atburði var mætt á fjölmörgum stöðum, þ.á.m. á hafnargötunni í Havana þaðan sem ljósmyndin er. Viðskiptabanninu var mótmælt en einnig og ekki síður afskiptum og árásarplönum Bandaríkjastjórnar gegn Kúbu. Mikilvægt er að átta sig á því að þetta gerist í kjölfar atkvæðagreiðslu á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þar sem aðeins Bandaríkin og Ísrael greiddu atkvæði gegn því að viðskiptabanninu yrði aflétt. Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu fór til viðræðna við íbúana sem upphaflega höfðu mótmælt, eins og tíðkast þar í landi. Í löngu sjónvarpsviðtali í kjölfarið kvað hann stjórnvöld hafa rætt opinskátt um vandamálin sem væru alvarleg og stöfuðu einkum af viðskiptabanninu og herðingu þess. Hann benti á að meðal mótmælenda væri ýmsir „sem hafa orðið fyrir barðinu á þessum þrengingum; meðal þeirra eru byltingarsinnar sem hafa engin svör um hvað gera skuli eða láta bara í ljósi óánægju sína.“ En „fremst í flokki mótmælanna voru undirróðursmenn, hópur fólks, sem er skipulagður hluti af andbyltingarstarfsemi á snærum Bandaríkjanna“. Matarskortur í landinu hefur verið mikill, sá mesti frá tímabilinu í kjölfar hruns Sovétríkjanna, sem m.a. vegna viðskiptabannsins var aðalviðskiptaland Kúbu. Almennur samdráttur í framleiðslu og verslun í heiminum hefur haft sín áhrif og ekki hvað síst Covid-19 faraldurinn. Þetta hefur leitt til mikils vöruskorts og skömmtunar m.a. á rafmagni og öllum orkugjöfum. Meðal þess sem andstæðingar byltingarinnar gerðu var að rústa búðum þar sem einungis er hægt að versla með dollara, eyðileggja lögreglubíl og kalla eftir „mannúðlegum“ afskiptum Bandaríkjanna. Þeir settu fram slagorðið: „Við viljum bólusetningar“, ákall sem er sérstaklega móðgandi, því staðreyndin er sú að Kúba er eina land Rómönsku Ameríku sem hefur þróað eigið bóluefni gegn Covid-19. Það er með 90% virkni og er nú í fullri dreifingu. Vegna viðskiptabannsins hefur verið viðvarandi skortur á sprautunálum sem Kúbu hefur verið meinað að kaupa á alþjóðlegum markaði. Allsherjar viðskiptabann Bandaríkjanna frá árdögum byltingarinnar hefur verið hert ótal sinnum og hefur m.a. mikil áhrif á viðskipti annarra þjóða við Kúbu. Donald Trump bætti vel í og Joseph Biden ákvað að breyta þar engu þrátt fyrir vonir margra þar um. Nú mega skip sem koma til Kúbu ekki lengur leggja að í bandarískum höfnum eina 6 mánuði á eftir sem þýðir auðvitað að m.a. farþegaskip koma alls ekki til Kúbu. Lyf og lækningavörur fást einungis eftir miklum krókaleiðum á háu verði eða alls ekki. Kúba neyðist til að greiða okurvexti af öllum lánum og býr við miklar hindranir í aðþjóðlegum bankaviðskiptum. Mikilvægast til að bæta ástand mála á Kúbu er að viðskiptabanninum verði aflétt og landið fái að vera í friði fyrir íhlutunum og hryðjuverkum og geti átt þokkalega eðlileg viðskipti við önnur lönd. Viðskipti heimsvaldaríkjanna og þriðja heims ríkja eru raunar aldrei á jafnréttisgrundvelli né óháð tollamúrum, en það er önnur saga. Þetta er sú krafa sem íslensk stjórnvöld ættu að setja fram og ætti að vera meginkrafan þar sem fjallað er um ástand mála á Kúbu. Höfundur situr í stjórn VÍK (Vináttufélagi Íslands og Kúbu)og hefur margsinnis sótt Kúbu heim. Hann er líka áhugasamur um það sem er á seyði í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Páll Hersir Kúba Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið fjallað nokkuð um ástandið á Kúbu og mótmæli gegn stjórnvöldum þar í landi. Þar er margt missagt og staðreyndum snúið á haus eins og oft þegar fjallað er um þetta ágæta land og hverju byltingin hafi áorkað. Fjölmiðlar hér á landi endursegja gjarnan það sem stórblöðin hafa að segja og keppast um að leita uppi þá sem hallmæla byltingunni hvað mest með alls kyns furðusögum og fjandskap. Á tímum internetsins ætti að vera hægt að nálgast hlutina á annan hátt. Gott dæmi er mynd sem birtist t.a.m. í Morgunblaðinu líklega 11. júlí (og víðar) og er sögð vera frá mótmælum gegn stjórnvöldum á Kúbu – mynd sem hafði birst í dagblaðinu New York Times. Mótmælin voru hins vegar til stuðnings byltingunni enda má fremst á myndinni sjá Gerardo Hernández, einn af leiðtogum Varnarnefnda Byltingarinnar (CDR) og einn fimmmenninga sem dvaldi 16 ár í fangelsi í Bandaríkjunum fyrir að vara við yfirvofandi hryðjuverkaárásum á Kúbu. Bandaríkin hafa einmitt staðið fyrir ótal hryðjuverkum á hendur Kúbu allar götur frá byltingunni 1959 þegar alþýðufólk tók þar völdin og hóf að skipuleggja samfélagið í sína þágu í stað hagsmuna innlendrar ráðastéttar og bandarísku auðstéttarinnar. Þetta getur Bandaríkjastjórn engan vegin fyrirgefið og nýtir ýmsar aðferðir og fjármagn til að hefna þessa fordæmis, s.s. innrás, tilraunir um að ráða leiðtoga landsins af dögum. Efnahagsstríðið sem lamar landið hefur staðið hefur í 60 ár. Fjölmiðlar hömruðu á því í júlí að á Kúbu hefðu átt sér stað sjálfsprottin fjöldamótmæli – uppreisn gegn stjórnvöldum. Skilja mátti að nú væri einungis dagaspursmál hvenær byltingin væri öll. Þeim hefði misfarist að takast á við Covid-19 og lögregla og óþokkalýður færi um og gengi í skrokk á friðsælum mótmælendum gegn stjórnvöldum. Þetta eru miklar ýkjur en að mestu beinlínis rangt. Í litlum bæ skammt frá Havana fóru af stað mótmæli vegna skorts af ýmsu tagi sem launagosar á vegum bandarískra flugumanna hvöttu til og blönduðu sér í. Þessum atburði var mætt á fjölmörgum stöðum, þ.á.m. á hafnargötunni í Havana þaðan sem ljósmyndin er. Viðskiptabanninu var mótmælt en einnig og ekki síður afskiptum og árásarplönum Bandaríkjastjórnar gegn Kúbu. Mikilvægt er að átta sig á því að þetta gerist í kjölfar atkvæðagreiðslu á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þar sem aðeins Bandaríkin og Ísrael greiddu atkvæði gegn því að viðskiptabanninu yrði aflétt. Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu fór til viðræðna við íbúana sem upphaflega höfðu mótmælt, eins og tíðkast þar í landi. Í löngu sjónvarpsviðtali í kjölfarið kvað hann stjórnvöld hafa rætt opinskátt um vandamálin sem væru alvarleg og stöfuðu einkum af viðskiptabanninu og herðingu þess. Hann benti á að meðal mótmælenda væri ýmsir „sem hafa orðið fyrir barðinu á þessum þrengingum; meðal þeirra eru byltingarsinnar sem hafa engin svör um hvað gera skuli eða láta bara í ljósi óánægju sína.“ En „fremst í flokki mótmælanna voru undirróðursmenn, hópur fólks, sem er skipulagður hluti af andbyltingarstarfsemi á snærum Bandaríkjanna“. Matarskortur í landinu hefur verið mikill, sá mesti frá tímabilinu í kjölfar hruns Sovétríkjanna, sem m.a. vegna viðskiptabannsins var aðalviðskiptaland Kúbu. Almennur samdráttur í framleiðslu og verslun í heiminum hefur haft sín áhrif og ekki hvað síst Covid-19 faraldurinn. Þetta hefur leitt til mikils vöruskorts og skömmtunar m.a. á rafmagni og öllum orkugjöfum. Meðal þess sem andstæðingar byltingarinnar gerðu var að rústa búðum þar sem einungis er hægt að versla með dollara, eyðileggja lögreglubíl og kalla eftir „mannúðlegum“ afskiptum Bandaríkjanna. Þeir settu fram slagorðið: „Við viljum bólusetningar“, ákall sem er sérstaklega móðgandi, því staðreyndin er sú að Kúba er eina land Rómönsku Ameríku sem hefur þróað eigið bóluefni gegn Covid-19. Það er með 90% virkni og er nú í fullri dreifingu. Vegna viðskiptabannsins hefur verið viðvarandi skortur á sprautunálum sem Kúbu hefur verið meinað að kaupa á alþjóðlegum markaði. Allsherjar viðskiptabann Bandaríkjanna frá árdögum byltingarinnar hefur verið hert ótal sinnum og hefur m.a. mikil áhrif á viðskipti annarra þjóða við Kúbu. Donald Trump bætti vel í og Joseph Biden ákvað að breyta þar engu þrátt fyrir vonir margra þar um. Nú mega skip sem koma til Kúbu ekki lengur leggja að í bandarískum höfnum eina 6 mánuði á eftir sem þýðir auðvitað að m.a. farþegaskip koma alls ekki til Kúbu. Lyf og lækningavörur fást einungis eftir miklum krókaleiðum á háu verði eða alls ekki. Kúba neyðist til að greiða okurvexti af öllum lánum og býr við miklar hindranir í aðþjóðlegum bankaviðskiptum. Mikilvægast til að bæta ástand mála á Kúbu er að viðskiptabanninum verði aflétt og landið fái að vera í friði fyrir íhlutunum og hryðjuverkum og geti átt þokkalega eðlileg viðskipti við önnur lönd. Viðskipti heimsvaldaríkjanna og þriðja heims ríkja eru raunar aldrei á jafnréttisgrundvelli né óháð tollamúrum, en það er önnur saga. Þetta er sú krafa sem íslensk stjórnvöld ættu að setja fram og ætti að vera meginkrafan þar sem fjallað er um ástand mála á Kúbu. Höfundur situr í stjórn VÍK (Vináttufélagi Íslands og Kúbu)og hefur margsinnis sótt Kúbu heim. Hann er líka áhugasamur um það sem er á seyði í heiminum.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar