Hækkun á fasteignamarkaði skýrist fyrst og fremst af litlu framboði Árni Sæberg og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 1. ágúst 2021 18:43 Páll Pálsson fasteignasali segir lítið framboð vera ástæðu hækkandi fasteignaverðs. Vísir/Vilhelm Páll Pálsson fasteignasali segir lítið framboð nýbygginga og lóða vera aðalástæðu hækkandi fasteignaverðs. Á síðustu sex mánuðum hefur fasteignaverð hækkað um tíu prósent. Auk þess að íbúðarverð hefur hækkað gríðarlega hefur sala aukist mikið. „Síðasta ár var næstsölumesta ár frá 2004 og mér sýnist bara að salan á þessu ári, ef áfram heldur sem horfir, muni bara jafnvel bara slá síðasta ár,“ segir Páll. Í apríl í fyrra minnkaði sala fasteigna nokkuð mikið vegna ótta við áhrif Covid-19 á fasteignamarkað. „. Menn vissu ekkert hvort verðbólgan væri að fara af stað, hvort við værum að fara inn í annað 2008 eða hvað væri að fara að gerast út af Covid,“ segir Páll. Hann segir þó að salan hafi verið fljót að taka við sér og að heildarsala ársins hafi verið mikil. Verðhækkun sé að verða vandamál Páll segir að verðhækkun á fasteignamarkaði sé ekki í takti við laun og kaupmáttaraukningu. „Markaðurinn hefur hækkað um tíu prósent á þessum sex mánuðum, sem er náttúrulega mjög mikil hækkun. Og sextán prósent síðustu tólf mánuði. Þannig að markaðurinn hækkaði ekkert mjög mikið ef þú tekur þessa sex mánuði á undan en síðustu sex mánuði hefur alveg rosalega mikil hækkun orðið. Aðspurður segir Páll að litlu framboði sé að um að kenna en ekki lágum vöxtum líkt og sveitarfélög hafa haldið fram. „Menn hafa verið að rífast um þetta, bæði Samtök iðnaðarins, seðlabankastjóri og Reykjavíkurborg. Vegna þess að seðlabankastjóri og Samtök iðnaðarins hafa verið að benda á það að sveitarfélögin séu ekki að standa sig nógu vel í framboði. Þeir eru ekki með nógu mikið af vörum á markaði. Ekki nógu mikið af eignum,“ segir Páll. „Sveitarfélögin og sérstaklega Reykjavíkurborg hafa aðeins verið að svara fyrir sig. En ég vil meina það sjálfur að þetta sé svona 80 prósent út af framboðsleysi. Á meðan Reykjavíkurborg er að benda á það að vextir hafi verið lágir og það sé ástæðan. En ef að framboðið hefði verið nóg þá í raun hefði þessi hækkun ekki átt að eiga sér stað,“ bætir hann við. Páll segir alla fasteignasala á Íslandi hafa upplifað skort á framboði fasteigna. Hann nefnir sem dæmi að algengt sé að tuttugu til þrjátíu manns mæti á opið hús þegar eignir á verðbilinu fjörutíu til fimmtíu milljónir króna eru auglýstar. Fasteignamarkaður Neytendur Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Auk þess að íbúðarverð hefur hækkað gríðarlega hefur sala aukist mikið. „Síðasta ár var næstsölumesta ár frá 2004 og mér sýnist bara að salan á þessu ári, ef áfram heldur sem horfir, muni bara jafnvel bara slá síðasta ár,“ segir Páll. Í apríl í fyrra minnkaði sala fasteigna nokkuð mikið vegna ótta við áhrif Covid-19 á fasteignamarkað. „. Menn vissu ekkert hvort verðbólgan væri að fara af stað, hvort við værum að fara inn í annað 2008 eða hvað væri að fara að gerast út af Covid,“ segir Páll. Hann segir þó að salan hafi verið fljót að taka við sér og að heildarsala ársins hafi verið mikil. Verðhækkun sé að verða vandamál Páll segir að verðhækkun á fasteignamarkaði sé ekki í takti við laun og kaupmáttaraukningu. „Markaðurinn hefur hækkað um tíu prósent á þessum sex mánuðum, sem er náttúrulega mjög mikil hækkun. Og sextán prósent síðustu tólf mánuði. Þannig að markaðurinn hækkaði ekkert mjög mikið ef þú tekur þessa sex mánuði á undan en síðustu sex mánuði hefur alveg rosalega mikil hækkun orðið. Aðspurður segir Páll að litlu framboði sé að um að kenna en ekki lágum vöxtum líkt og sveitarfélög hafa haldið fram. „Menn hafa verið að rífast um þetta, bæði Samtök iðnaðarins, seðlabankastjóri og Reykjavíkurborg. Vegna þess að seðlabankastjóri og Samtök iðnaðarins hafa verið að benda á það að sveitarfélögin séu ekki að standa sig nógu vel í framboði. Þeir eru ekki með nógu mikið af vörum á markaði. Ekki nógu mikið af eignum,“ segir Páll. „Sveitarfélögin og sérstaklega Reykjavíkurborg hafa aðeins verið að svara fyrir sig. En ég vil meina það sjálfur að þetta sé svona 80 prósent út af framboðsleysi. Á meðan Reykjavíkurborg er að benda á það að vextir hafi verið lágir og það sé ástæðan. En ef að framboðið hefði verið nóg þá í raun hefði þessi hækkun ekki átt að eiga sér stað,“ bætir hann við. Páll segir alla fasteignasala á Íslandi hafa upplifað skort á framboði fasteigna. Hann nefnir sem dæmi að algengt sé að tuttugu til þrjátíu manns mæti á opið hús þegar eignir á verðbilinu fjörutíu til fimmtíu milljónir króna eru auglýstar.
Fasteignamarkaður Neytendur Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent