Sest í helgan stein eftir áttundu Ólympíuleikana Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júlí 2021 20:58 Hér má annar svegar sjá Chusovitinu að lokinni keppni í Tókýó í vikunni og hins vegar á Friðarleikunum í Seattle í Bandaríkjunum árið 1990, þegar hún keppti fyrir Sovétríkin. Vísir/Getty Fimleikakonan Oksana Chusovitina er sest í helgan stein eftir nær fjögurra áratuga feril. Chusovitina keppti á sínum áttundu og síðustu Ólympíuleikum, í Tókýó í Japan, en hún hefur keppt á hverjum einustu leikum frá árinu 1992 þegar leikarnir fóru fram í Barcelona. Það eru ekki margir fimleikamenn sem geta stært sig af svo löngum ferli, enda er íþróttin þekkt fyrir hve ungir keppendur eru. Flestir tala um að sé fimleikafólk komið yfir miðjan þrítugsaldur sé það í raun orðið háaldrað í íþróttinni. En ekki Chusovitina, sem er í dag 46 ára gömul. Chusovitina er elsta fimleikakonan sem keppt hefur á Ólympíuleikunum. Elsta fimleikakona allra tíma, sem keppt hefur á Ólympíuleikunum. Það hlýtur að teljast afrek. Nær fjögurra áratuga ferill að lokum kominn Chusovitina fæddist þann 19. júní árið 1975 í borginni Bukhara í Úsbekistan. Hún fór að æfa fimleika árið 1982, þá sjö ára gömul, og sigraði sitt fyrsta stórmót árið 1988, þá þrettán ára. Á þeim tíma var Úsbekistan hluti af Sovétríkjunum og lék hún lykilhlutverk í landsliði Sovétríkjanna. Á meðan hún keppti fyrir Sovétríkin sópaði hún til sín verðlaunum og keppti fyrir Sameinaða liðið (e. Unified team) á Ólympíuleikunum 1992. Liðið var íþróttalið ríkjanna sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum sem árið 1992 voru fallin. Oksana Chusovitina 1992 Olympics floor. This is Oksana Chusovitina 8th Olympics!! No words to describe how impressive that is. Forever an icon. Wishing Oksana the best of luck! I m so excited to watch. pic.twitter.com/bif8O8ZTna— Alexandra Raisman (@Aly_Raisman) July 24, 2021 Hélt áfram að keppa til að tryggja syninum læknisþjónustu Eftir það sneri hún aftur til Úsbekistan og keppti fyrir ríkið til ársins 2005. Á þeim tólf árum sem hún keppti fyrir liðið steig hún meira en sjötíu sinnum á verðlaunapall á alþjóðlegum mótum. Árið 2002 flutti Chusovitina til Þýskalands með eiginmanni sínum Bakhodir Kurbanov, samlanda sínum og Ólympíufara í glímu, og syni þeirra Alisher. Alisher hafði stuttu áður greinst með hvítblæði, aðeins þriggja ára gamall, og flutti fjölskyldan til Þýskalands til að drengurinn gæti fengið almennilega læknisþjónustu. Hér má sjá Chusovitinu knúsa þjálfarann sinn að lokinni keppni í Tókýó þann 25. júlí síðtastliðinn.Getty/Laurence Griffiths Til þess að tryggja drengnum læknismeðferð hélt Chusovitina áfram að keppa en hún gat ekki keppt fyrir Þýska landsliðið fyrr en árið 2006 þegar hún hafði loks fengið ríkisborgararétt. Á meðan keppti hún fyrir Úsbekistan á stórmótum, þar á meðal á Ólympíuleikunum 1996, 2000 og 2004. Hún keppti svo fyrir Þýska landsliðið á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 og á leikunum í Lundúnum árið 2012 en sneri aftur til heimalandsliðsins árið 2013. Hún keppti þá fyrir Úsbekistan á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016 og nú í Tókýó árið 2021. Lófatak og tár Chusovitina er eins og við má búast goðsagnakennd fimleikakona, enda hefur hún tryggt sér ákveðna sérstöðu í greininni. Fimm erfiðar æfingar eru nefndar eftir henni og er hún sú fimleikakona sem bestu íþróttamenn í greininni vilja ná mynd af sér með á stórmótum. 46 years old and in Eighth and final Olympic games.Oksana Chusovitina bows out a legend and surrounded by a new generation of legends.#Tokyo2020 #Olympics #ArtisticGymnastics pic.twitter.com/sw35fkiQC9— #OlympicsEternal (@OlympicsEternal) July 25, 2021 Hún lauk glæstum ferli sínum á Ólympíuleikunum í Tókýó, á sunnudaginn, með því að keppa í stökki og tók hún eina og hálfa skrúfu af hestinum. Að lokinni æfingunni stóðu allir í salnum upp fyrir henni og klöppuðu. Stundin var tilfinningaþrungin og mátti sjá tár á hvarmi hjá íþróttastjörnunni. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Fimleikar Fréttaskýringar Sovétríkin Þýskaland Úsbekistan Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sport Fleiri fréttir „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sjá meira
Það eru ekki margir fimleikamenn sem geta stært sig af svo löngum ferli, enda er íþróttin þekkt fyrir hve ungir keppendur eru. Flestir tala um að sé fimleikafólk komið yfir miðjan þrítugsaldur sé það í raun orðið háaldrað í íþróttinni. En ekki Chusovitina, sem er í dag 46 ára gömul. Chusovitina er elsta fimleikakonan sem keppt hefur á Ólympíuleikunum. Elsta fimleikakona allra tíma, sem keppt hefur á Ólympíuleikunum. Það hlýtur að teljast afrek. Nær fjögurra áratuga ferill að lokum kominn Chusovitina fæddist þann 19. júní árið 1975 í borginni Bukhara í Úsbekistan. Hún fór að æfa fimleika árið 1982, þá sjö ára gömul, og sigraði sitt fyrsta stórmót árið 1988, þá þrettán ára. Á þeim tíma var Úsbekistan hluti af Sovétríkjunum og lék hún lykilhlutverk í landsliði Sovétríkjanna. Á meðan hún keppti fyrir Sovétríkin sópaði hún til sín verðlaunum og keppti fyrir Sameinaða liðið (e. Unified team) á Ólympíuleikunum 1992. Liðið var íþróttalið ríkjanna sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum sem árið 1992 voru fallin. Oksana Chusovitina 1992 Olympics floor. This is Oksana Chusovitina 8th Olympics!! No words to describe how impressive that is. Forever an icon. Wishing Oksana the best of luck! I m so excited to watch. pic.twitter.com/bif8O8ZTna— Alexandra Raisman (@Aly_Raisman) July 24, 2021 Hélt áfram að keppa til að tryggja syninum læknisþjónustu Eftir það sneri hún aftur til Úsbekistan og keppti fyrir ríkið til ársins 2005. Á þeim tólf árum sem hún keppti fyrir liðið steig hún meira en sjötíu sinnum á verðlaunapall á alþjóðlegum mótum. Árið 2002 flutti Chusovitina til Þýskalands með eiginmanni sínum Bakhodir Kurbanov, samlanda sínum og Ólympíufara í glímu, og syni þeirra Alisher. Alisher hafði stuttu áður greinst með hvítblæði, aðeins þriggja ára gamall, og flutti fjölskyldan til Þýskalands til að drengurinn gæti fengið almennilega læknisþjónustu. Hér má sjá Chusovitinu knúsa þjálfarann sinn að lokinni keppni í Tókýó þann 25. júlí síðtastliðinn.Getty/Laurence Griffiths Til þess að tryggja drengnum læknismeðferð hélt Chusovitina áfram að keppa en hún gat ekki keppt fyrir Þýska landsliðið fyrr en árið 2006 þegar hún hafði loks fengið ríkisborgararétt. Á meðan keppti hún fyrir Úsbekistan á stórmótum, þar á meðal á Ólympíuleikunum 1996, 2000 og 2004. Hún keppti svo fyrir Þýska landsliðið á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 og á leikunum í Lundúnum árið 2012 en sneri aftur til heimalandsliðsins árið 2013. Hún keppti þá fyrir Úsbekistan á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016 og nú í Tókýó árið 2021. Lófatak og tár Chusovitina er eins og við má búast goðsagnakennd fimleikakona, enda hefur hún tryggt sér ákveðna sérstöðu í greininni. Fimm erfiðar æfingar eru nefndar eftir henni og er hún sú fimleikakona sem bestu íþróttamenn í greininni vilja ná mynd af sér með á stórmótum. 46 years old and in Eighth and final Olympic games.Oksana Chusovitina bows out a legend and surrounded by a new generation of legends.#Tokyo2020 #Olympics #ArtisticGymnastics pic.twitter.com/sw35fkiQC9— #OlympicsEternal (@OlympicsEternal) July 25, 2021 Hún lauk glæstum ferli sínum á Ólympíuleikunum í Tókýó, á sunnudaginn, með því að keppa í stökki og tók hún eina og hálfa skrúfu af hestinum. Að lokinni æfingunni stóðu allir í salnum upp fyrir henni og klöppuðu. Stundin var tilfinningaþrungin og mátti sjá tár á hvarmi hjá íþróttastjörnunni.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Fimleikar Fréttaskýringar Sovétríkin Þýskaland Úsbekistan Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sport Fleiri fréttir „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sjá meira