Ben & Jerry's hættir sölu á landtökusvæðum Ísraela Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 24. júlí 2021 13:41 Ísframleiðandinn Ben & Jerry's hefur tilkynnt að hann ætli að hætta allri sölu á ís á landtökusvæðum Ísraela. Getty/Robert Alexander Ísframleiðandinn Ben & Jerry's hyggst hætta sölu á landtökusvæðum Ísraela á Vesturbakkanum og í austurhluta Jerúsalem. Forsætisráðherra Ísraels segist ætla bregðast við sölubanninu með hörðum aðgerðum. Ísframleiðandinn sendi frá sér tilkynningu fyrr í vikunni þar sem hann telur sölu á svæðinu ekki samræmast þeim gildum sem fyrirtækið stendur fyrir. Aðdáendur Ben & Jerry's eru sagðir hafa bent á að samkvæmt alþjóðalögum væru viðskiptin á svæðinu ólögleg, þar sem þau eru ekki í samræmi við frjálslynda ímynd fyrirtækisins. Árið 2015 sagðist fyrirtækið vera meðvitað um það hversu flókinn markaðurinn á þessu svæði gæti verið, en taldi viðveru sína þar geta haft jákvæð áhrif. Nú virðist þó sem fyrirtækinu hafi snúist hugur. „Við hlustum og tökum til greina allar þær áhyggjur sem aðdáendur og samstarfsfélagar hafa deilt með okkur,“ segir í tilkynningunni. „Ný tegund af hryðjuverkum“ Samningur framleiðandans við leyfishafa og dreifingaraðila Ben & Jerry's á svæðinu gildir út árið 2022 og verður hann ekki endurnýjaður. En framleiðandinn hefur stundað viðskipti við Ísrael frá árinu 1987. Ben & Jerry's ísinn verður þó enn til sölu í Ísrael en með breyttu fyrirkomulagi sem tilkynnt verður síðar. Ayelet Shaked, innanríkisráðherra Ísraels, brást við ákvörðun fyrirtækisins á Twitter-reikningi sínum: „Ísinn ykkar passar ekki við smekk okkar. Við komumst af án ykkar.“ Þá hefur Isaac Herzskog, forseti Ísraels kallað ákvörðun ísframleiðandans „nýja tegund af hryðjuverkum“ og Naftali Bennett, forsætisráðherra landsins, hefur sagt að málið muni hafa alvarlegar afleiðingar. Ben & Jerrys hefur staðið framarlega hvað samfélagslega ábyrgð varðar og vakið athygli fyrir samfélagsleg gildi sín. Fyrirtækið hefur haft hátt hvað varðar yfirburði hvítra í Bandaríkjunum og setti meðal annars í loftið hlaðvarp sem fjallar um kynþáttahatur Bandaríkjunum. Ísrael Palestína Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára ÍMARk rýnir í markaðsheim framtíðarinnar Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Sjá meira
Ísframleiðandinn sendi frá sér tilkynningu fyrr í vikunni þar sem hann telur sölu á svæðinu ekki samræmast þeim gildum sem fyrirtækið stendur fyrir. Aðdáendur Ben & Jerry's eru sagðir hafa bent á að samkvæmt alþjóðalögum væru viðskiptin á svæðinu ólögleg, þar sem þau eru ekki í samræmi við frjálslynda ímynd fyrirtækisins. Árið 2015 sagðist fyrirtækið vera meðvitað um það hversu flókinn markaðurinn á þessu svæði gæti verið, en taldi viðveru sína þar geta haft jákvæð áhrif. Nú virðist þó sem fyrirtækinu hafi snúist hugur. „Við hlustum og tökum til greina allar þær áhyggjur sem aðdáendur og samstarfsfélagar hafa deilt með okkur,“ segir í tilkynningunni. „Ný tegund af hryðjuverkum“ Samningur framleiðandans við leyfishafa og dreifingaraðila Ben & Jerry's á svæðinu gildir út árið 2022 og verður hann ekki endurnýjaður. En framleiðandinn hefur stundað viðskipti við Ísrael frá árinu 1987. Ben & Jerry's ísinn verður þó enn til sölu í Ísrael en með breyttu fyrirkomulagi sem tilkynnt verður síðar. Ayelet Shaked, innanríkisráðherra Ísraels, brást við ákvörðun fyrirtækisins á Twitter-reikningi sínum: „Ísinn ykkar passar ekki við smekk okkar. Við komumst af án ykkar.“ Þá hefur Isaac Herzskog, forseti Ísraels kallað ákvörðun ísframleiðandans „nýja tegund af hryðjuverkum“ og Naftali Bennett, forsætisráðherra landsins, hefur sagt að málið muni hafa alvarlegar afleiðingar. Ben & Jerrys hefur staðið framarlega hvað samfélagslega ábyrgð varðar og vakið athygli fyrir samfélagsleg gildi sín. Fyrirtækið hefur haft hátt hvað varðar yfirburði hvítra í Bandaríkjunum og setti meðal annars í loftið hlaðvarp sem fjallar um kynþáttahatur Bandaríkjunum.
Ísrael Palestína Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára ÍMARk rýnir í markaðsheim framtíðarinnar Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Sjá meira