Fótbolti

Ágúst tekinn út af í hálfleik í tapi fyrir lærisveinum Aggers

Valur Páll Eiríksson skrifar
Ágúst Eðvald Hlynsson í leik gegn Vejle í fyrra.
Ágúst Eðvald Hlynsson í leik gegn Vejle í fyrra. Lars Ronbog/Getty

Ágúst Eðvald Hlynsson var í byrjunarliði Horsens sem tapaði 2-0 HB Köge í fyrstu umferð dönsku B-deildarinnar í fótbolta í dag. Daniel Agger, fyrrum landsliðsmaður Dana og leikmaður Liverpool, stýrði sínum fyrsta deildarleik hjá Köge.

Ágúst Eðvald lék 10 leiki og skoraði í þeim fjögur mörk sem lánsmaður hjá FH í Pepsi Max-deild karla hér heima fyrri hluta sumars en er kominn aftur til Danmerkur og var í byrjunarliði Horsens sem tók á móti Köge í dag.

Eftir markalausan fyrri hálfleik var Ágúst hins vegar tekinn af velli í hléi. Ekki er vitað hvort um meiðsli hafi verið að ræða.

Án hans fékk Horsens á sig mark frá Pierre Dahlin Larsen, sem skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Köge eftir stundarfjórðungsleik í síðari hálfleik. Marius Elvius Kolind-Jørgensen fulltryggði svo 2-0 sigur gestanna fimm mínútum fyrir leikslok.

Agger fagnaði því sigri í sínum fyrsta leik sem stjóri Köge, 2-0 útisigur þeirra staðreynd í fyrstu umferð deildarinnar. Hann er ekki eini fyrrum Liverpool-maðurinn hjá danska liðinu en enski bakvörðurinn Jon Flanagan spilaði allan leikinn í hægri bakverði Köge.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×