Hvenær gilda lög og þá fyrir hverja? Jón Páll Haraldsson skrifar 22. júlí 2021 15:31 Tökum sem dæmi hámarkshraða á Reykjanesbrautinni sem er 90 km. Mörgum finnst að hraðinn mætti vera 120 km og þá sérstaklega þar sem akreinar eru 2 X 2. Getur þá talist í lagi að keyra á 120 km hraða á Reykjanesbrautinni, þar sem svo margir eru sammála því að lög um hámarkshraða séu ekki rétt? Gæti það líka talist í lagi að ef t.d. dómsmála- og fjármálaráðherrar panti alltaf sérstaklega bílstjóra fyrir sig, sem þau vita að keyra Reykjanesbrautina alltaf á 120 km hraða, ef þau eru hluti þess hóps sem finnst að löglegi hraðinn ætti að vera 120 km? Hvað svo ef einhverjir lögreglustjórar, eða lögregluþjónar láta það vera að kæra þá sem keyra á 120 km hraða, þar sem þeim finnst líka að hámarkshraðinn ætti að vera 120 km? Nú er það alveg ljóst að um lögbrot er að ræða, þar sem lögum hefur ekki verið breytt, og hver er þá lögbrjóturinn? Bílstjórinn, sá sem kaupir sérstaklega þjónustu hans vegna þess að hann keyrir alltaf of hratt, lögreglustjórinn eða lögregluþjónarnir sem lýta fram hjá brotinu? Verður ekki 120 km hraði á Reykjanesbrautinni ekki alltaf lögbrot þar til Alþingi samþykkir ný lög um hámarkshraða? Nú hefur það verið umtalað í samfélaginu að fyrirtækið Santé ehf kt. 641114-1030, með VSK númerið 118625 hafi stundað ólöglega sölu á áfengi frá árinu 2015 til dagsins í dag. Ég hef t.d. séð tölvupóst frá 2015 þar sem Santé ehf er að bjóða vín til banka og ég hef einnig séð kvittun þar sem kemur fram að Santé ehf seldi vín til einstaklings í nóvember 2020. Ég hef líka heyrt að Santé ehf leiki þann leik að gefa út reikninga á einstaklinga og fyrirtæki sem hafa ekki endursöluleyfi áfengis og bakfæri síðan reikningana í sínu bókhaldi, en sendi ekki kredit reikning á viðkomandi fyrirtæki og síðan er gefinn út nýr reikningur á nokkur veitingahús sem Santé ehf er í samstarfi við. Ég vil taka sérstaklega fram að þótt einn veitingamaður hafi viðurkennt fyrir mér að hann leyfi Santé ehf að gera tilhæfulausa reikninga, þá hef ég ekki séð nein gögn sem staðfesta þennan orðróm um þess lags reikningsviðskipti. Nú er spurningin eins og með hámarkshraðann á Reykjanesbrautinni: Er það í lagi, ef satt er, að fyrirtækið Santé ehf selji áfengi ólöglega? Eingöngu vegna þess að svo margir eru sammála því að lögin ættu að leyfa frjálsa sölu á áfengi til allra. Hvað ef t.d. dómsmála- og fjármálaráðherra panta þjónustu frá Santé ehf, þar sem þau eru fylgjandi þess að hafa sölu á áfengi frjálsa? Er það þá líka í lagi að engin kæra berist (eða komist í gegn eins og orðrómur segir) þar sem einhverjir sem ráða, koma í veg fyrir kæru, því þau eru líka sammála að Santé ehf eigi að hafa frelsi til að selja áfengi til hvers sem er og jafnvel til þeirra líka? Hver er núna að fremja lögbrot ef sögur eru sannar? Er það fyrirtækið Santé ehf? Eru það þau sem panta þjónustuna frá Santé ehf? Eða þau sem ákveða að líta fram hjá brotinu? Einfaldlega vegna þess að þeim finnst persónulega þetta ekki vera brot. Er ekki sala á áfengi til almennings og fyrirtækja sem ekki hafa endursöluleyfi alltaf lögbrot? Er ekki svarið einfaldlega: að minnsta kosti þar til Alþingi breytir núverandi lögum eða samþykkir ný lög um áfengissölu á nákvæmlega sama hátt og það er ólöglegt að keyra á 120km hraða á Reykjanesbrautinni samkvæmt núgildandi umferðarlögum. Vissulega margar spurningar, en aðalatriðið er: hvenær gilda lög og þá fyrir hverja? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Tökum sem dæmi hámarkshraða á Reykjanesbrautinni sem er 90 km. Mörgum finnst að hraðinn mætti vera 120 km og þá sérstaklega þar sem akreinar eru 2 X 2. Getur þá talist í lagi að keyra á 120 km hraða á Reykjanesbrautinni, þar sem svo margir eru sammála því að lög um hámarkshraða séu ekki rétt? Gæti það líka talist í lagi að ef t.d. dómsmála- og fjármálaráðherrar panti alltaf sérstaklega bílstjóra fyrir sig, sem þau vita að keyra Reykjanesbrautina alltaf á 120 km hraða, ef þau eru hluti þess hóps sem finnst að löglegi hraðinn ætti að vera 120 km? Hvað svo ef einhverjir lögreglustjórar, eða lögregluþjónar láta það vera að kæra þá sem keyra á 120 km hraða, þar sem þeim finnst líka að hámarkshraðinn ætti að vera 120 km? Nú er það alveg ljóst að um lögbrot er að ræða, þar sem lögum hefur ekki verið breytt, og hver er þá lögbrjóturinn? Bílstjórinn, sá sem kaupir sérstaklega þjónustu hans vegna þess að hann keyrir alltaf of hratt, lögreglustjórinn eða lögregluþjónarnir sem lýta fram hjá brotinu? Verður ekki 120 km hraði á Reykjanesbrautinni ekki alltaf lögbrot þar til Alþingi samþykkir ný lög um hámarkshraða? Nú hefur það verið umtalað í samfélaginu að fyrirtækið Santé ehf kt. 641114-1030, með VSK númerið 118625 hafi stundað ólöglega sölu á áfengi frá árinu 2015 til dagsins í dag. Ég hef t.d. séð tölvupóst frá 2015 þar sem Santé ehf er að bjóða vín til banka og ég hef einnig séð kvittun þar sem kemur fram að Santé ehf seldi vín til einstaklings í nóvember 2020. Ég hef líka heyrt að Santé ehf leiki þann leik að gefa út reikninga á einstaklinga og fyrirtæki sem hafa ekki endursöluleyfi áfengis og bakfæri síðan reikningana í sínu bókhaldi, en sendi ekki kredit reikning á viðkomandi fyrirtæki og síðan er gefinn út nýr reikningur á nokkur veitingahús sem Santé ehf er í samstarfi við. Ég vil taka sérstaklega fram að þótt einn veitingamaður hafi viðurkennt fyrir mér að hann leyfi Santé ehf að gera tilhæfulausa reikninga, þá hef ég ekki séð nein gögn sem staðfesta þennan orðróm um þess lags reikningsviðskipti. Nú er spurningin eins og með hámarkshraðann á Reykjanesbrautinni: Er það í lagi, ef satt er, að fyrirtækið Santé ehf selji áfengi ólöglega? Eingöngu vegna þess að svo margir eru sammála því að lögin ættu að leyfa frjálsa sölu á áfengi til allra. Hvað ef t.d. dómsmála- og fjármálaráðherra panta þjónustu frá Santé ehf, þar sem þau eru fylgjandi þess að hafa sölu á áfengi frjálsa? Er það þá líka í lagi að engin kæra berist (eða komist í gegn eins og orðrómur segir) þar sem einhverjir sem ráða, koma í veg fyrir kæru, því þau eru líka sammála að Santé ehf eigi að hafa frelsi til að selja áfengi til hvers sem er og jafnvel til þeirra líka? Hver er núna að fremja lögbrot ef sögur eru sannar? Er það fyrirtækið Santé ehf? Eru það þau sem panta þjónustuna frá Santé ehf? Eða þau sem ákveða að líta fram hjá brotinu? Einfaldlega vegna þess að þeim finnst persónulega þetta ekki vera brot. Er ekki sala á áfengi til almennings og fyrirtækja sem ekki hafa endursöluleyfi alltaf lögbrot? Er ekki svarið einfaldlega: að minnsta kosti þar til Alþingi breytir núverandi lögum eða samþykkir ný lög um áfengissölu á nákvæmlega sama hátt og það er ólöglegt að keyra á 120km hraða á Reykjanesbrautinni samkvæmt núgildandi umferðarlögum. Vissulega margar spurningar, en aðalatriðið er: hvenær gilda lög og þá fyrir hverja?
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar