Yfirsjón Morgunblaðsins Björn Leví Gunnarsson skrifar 16. júlí 2021 11:30 Í grein sinni í Morgunblaðinu í dag skrifar Andrés Magnússon um ákaflega erfiða stjórnarmyndun og segir þar meðal annars: „Á hinn bóginn væri svo auðvitað hægt að reyna að mynda ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokksins, en hún þyrfti þá að vera fimm flokka hið minnsta, en þar yrðu Píratar á meðal, sem óvíst er að myndu þola stjórnarsamstarf vel. Eða aðrir flokkar samstarfið við þá.“ Í fyrsta lagi er það rangt, eins og ritstjóri Kjarnans bendir á - fjögurra flokka stjórn út frá þessari skoðanakönnun er möguleg án Sjálfstæðisflokksins. Í öðru lagi að þá er það fullyrðingin um að Píratar myndu ekki þola stjórnarsamstarf vel eða aðrir flokkar samstarf við Pírata. Í fyrsta lagi er auðvitað auðvelt að benda á samstarfið í borginni sem gengur bara mjög vel. Það eitt og sér ætti að afsanna þessa fullyrðingu. Í öðru lagi er hægt að útskýra þetta sjónarmið með orðum annars ritstjóra Stundarinnar - þar sem það er ágætlega útskýrt hvers vegna sumir aðrir flokkar (það kæmi kannski fólki á óvart hvaða flokkar það eru) þola ekki Pírata. Það sem skiptir máli þar eru auðvitað ástæðurnar fyrir pirringnum og farið er yfir góðan hluta þeirra í grein Stundarinnar. Píratar eru nefnilega með mjög einfalda kröfu um að bæta stjórnmálin og auka lýðræðið - sem tekur völdin frá flokkum sem alla jafna vilja bara ráða öllu eftir eigin geðþótta. Ég tek því undir með Andrési Magnússyni, ekki um að það verði ákaflega erfitt að mynda stjórn - heldur að það verði ákaflega erfitt að mynda stjórn án Pírata. Því eina leiðin til þess að draga stjórnmálin inn í nútímann, með þátttökulýðræði, gagnsæi og stjórnmálum án sérhagsmunatengingar - er að kjósa Pírata. Stór hópur Pírata á Alþingi er lykillinn að því að draga hina flokkana úr klassískri skotgrafarpólitík þar sem góðum málum er fórnað í pólitískum hanaslag. Ég geri mér fulla grein fyrir því að sumir flokkanna hafa engan áhuga á að gera betur. Þeir munu æmta og skræmta á hæl og hnakka. Verði þeim bara að góðu með það bara. Ég vil gera hlutina öðruvísi og ég veit að það er erfitt. Á sama tíma er það líka nauðsynlegt því sömu flokkarnir við stjórnvölinn - aftur og aftur - eru ekki að fara að gera neitt nýtt. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Alþingi Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í grein sinni í Morgunblaðinu í dag skrifar Andrés Magnússon um ákaflega erfiða stjórnarmyndun og segir þar meðal annars: „Á hinn bóginn væri svo auðvitað hægt að reyna að mynda ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokksins, en hún þyrfti þá að vera fimm flokka hið minnsta, en þar yrðu Píratar á meðal, sem óvíst er að myndu þola stjórnarsamstarf vel. Eða aðrir flokkar samstarfið við þá.“ Í fyrsta lagi er það rangt, eins og ritstjóri Kjarnans bendir á - fjögurra flokka stjórn út frá þessari skoðanakönnun er möguleg án Sjálfstæðisflokksins. Í öðru lagi að þá er það fullyrðingin um að Píratar myndu ekki þola stjórnarsamstarf vel eða aðrir flokkar samstarf við Pírata. Í fyrsta lagi er auðvitað auðvelt að benda á samstarfið í borginni sem gengur bara mjög vel. Það eitt og sér ætti að afsanna þessa fullyrðingu. Í öðru lagi er hægt að útskýra þetta sjónarmið með orðum annars ritstjóra Stundarinnar - þar sem það er ágætlega útskýrt hvers vegna sumir aðrir flokkar (það kæmi kannski fólki á óvart hvaða flokkar það eru) þola ekki Pírata. Það sem skiptir máli þar eru auðvitað ástæðurnar fyrir pirringnum og farið er yfir góðan hluta þeirra í grein Stundarinnar. Píratar eru nefnilega með mjög einfalda kröfu um að bæta stjórnmálin og auka lýðræðið - sem tekur völdin frá flokkum sem alla jafna vilja bara ráða öllu eftir eigin geðþótta. Ég tek því undir með Andrési Magnússyni, ekki um að það verði ákaflega erfitt að mynda stjórn - heldur að það verði ákaflega erfitt að mynda stjórn án Pírata. Því eina leiðin til þess að draga stjórnmálin inn í nútímann, með þátttökulýðræði, gagnsæi og stjórnmálum án sérhagsmunatengingar - er að kjósa Pírata. Stór hópur Pírata á Alþingi er lykillinn að því að draga hina flokkana úr klassískri skotgrafarpólitík þar sem góðum málum er fórnað í pólitískum hanaslag. Ég geri mér fulla grein fyrir því að sumir flokkanna hafa engan áhuga á að gera betur. Þeir munu æmta og skræmta á hæl og hnakka. Verði þeim bara að góðu með það bara. Ég vil gera hlutina öðruvísi og ég veit að það er erfitt. Á sama tíma er það líka nauðsynlegt því sömu flokkarnir við stjórnvölinn - aftur og aftur - eru ekki að fara að gera neitt nýtt. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar