Annar ársfjórðungur Arion umfram spár Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. júlí 2021 14:30 Arion banki er á siglingu. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Samkvæmt drögum að uppgjöri Arion banka fyrir annan ársfjórðung 2021 er afkoma bankans umtalsvert umfram spár greiningaraðila á markaði. Þetta kemur fram í tilkynningu bankans til kauphallar þar sem segir að samkvæmt drögunum sé afkoma fjórðungsins um 7,8 milljarðar króna og reiknuð arðsemi á ársgrundvelli ríflega sextán prósent. Rekstrartekjur fjórðungsins nemi um 15 milljörðum króna, þar af séu tekjur af kjarnastarfsemi (hreinar vaxtatekjur, hreinar þóknanatekjur og hreinar tekjur af tryggingastarfsemi) um 12 milljarðar króna. Hækka þær um 10,5 prósent frá öðrum ársfjórðungi 2020. Rekstrarkostnaður fjórðungsins nemur ríflega 6 milljörðum króna. „Stærsta breytingin milli ára liggur í virðisbreytingu útlána sem var jákvæð um 0,8 milljarð króna á öðrum ársfjórðungi 2021 en á sama tíma fyrir ári var virðisbreyting neikvæð um 0,9 milljarð króna og tengdist að mestu þeirri óvissu sem uppi var vegna COVID-19 faraldursins. Hreinar þóknanatekjur á öðrum ársfjórðungi 2021 námu 3,6 milljörðum króna, samanborið við 2,7 milljarða króna á sama tíma í fyrra,“ segir í tilkynningunni. Tekið er þó fram að uppgjörið sé enn í vinnslu og könnunarvinnu endurskoðenda ekki lokið, því kunni uppgjörið að taka breytingum fram að birtingardegi þess, þann 28. júlí næstkomandi. Íslenskir bankar Kauphöllin Tengdar fréttir Stjórnendur Arion banka telji eigin bréf vanmetin Arion banki hefur fengið heimild frá Fjármálaeftirlitinu til kaupa á eigin bréfum fyrir um 8 milljarða króna. Lektor í fjármálum segir þetta til marks um að þrátt fyrir miklar hækkanir á virði bréfa í bankanum, telji stjórnendur bréfin enn vanmetin. 4. júlí 2021 13:19 Arion banki kaupir eigin bréf fyrir átta milljarða króna Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur veitt Arion banka heimild til að framkvæma endurkaupaáætlun á eigin bréfum á Íslandi og á heimildarskírteinum útgefnum í Svíþjóð 3. júlí 2021 23:55 Aðeins tvö útibú Arion banka eftir á höfuðborgarsvæðinu Aðeins tvö útibú Arion banka eru eftir á höfuðborgarsvæðinu en útibú bankans í Kringlunni lokaði á dögunum. Ekki er langt um liðið frá því að útibú Arion banka að Borgartúni 18 lokaði en þar er starfsendurhæfingarsjóður VIRK nú til húsa. 28. júní 2021 17:59 Íslandsbanki græddi 1,8 milljarða á mánuði Íslandsbanki hagnaðist að meðaltali um 1,8 milljarða á mánuði á öðrum ársfjórðungi 2021. Það er umfram væntingar. 12. júlí 2021 18:29 Mest lesið Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu bankans til kauphallar þar sem segir að samkvæmt drögunum sé afkoma fjórðungsins um 7,8 milljarðar króna og reiknuð arðsemi á ársgrundvelli ríflega sextán prósent. Rekstrartekjur fjórðungsins nemi um 15 milljörðum króna, þar af séu tekjur af kjarnastarfsemi (hreinar vaxtatekjur, hreinar þóknanatekjur og hreinar tekjur af tryggingastarfsemi) um 12 milljarðar króna. Hækka þær um 10,5 prósent frá öðrum ársfjórðungi 2020. Rekstrarkostnaður fjórðungsins nemur ríflega 6 milljörðum króna. „Stærsta breytingin milli ára liggur í virðisbreytingu útlána sem var jákvæð um 0,8 milljarð króna á öðrum ársfjórðungi 2021 en á sama tíma fyrir ári var virðisbreyting neikvæð um 0,9 milljarð króna og tengdist að mestu þeirri óvissu sem uppi var vegna COVID-19 faraldursins. Hreinar þóknanatekjur á öðrum ársfjórðungi 2021 námu 3,6 milljörðum króna, samanborið við 2,7 milljarða króna á sama tíma í fyrra,“ segir í tilkynningunni. Tekið er þó fram að uppgjörið sé enn í vinnslu og könnunarvinnu endurskoðenda ekki lokið, því kunni uppgjörið að taka breytingum fram að birtingardegi þess, þann 28. júlí næstkomandi.
Íslenskir bankar Kauphöllin Tengdar fréttir Stjórnendur Arion banka telji eigin bréf vanmetin Arion banki hefur fengið heimild frá Fjármálaeftirlitinu til kaupa á eigin bréfum fyrir um 8 milljarða króna. Lektor í fjármálum segir þetta til marks um að þrátt fyrir miklar hækkanir á virði bréfa í bankanum, telji stjórnendur bréfin enn vanmetin. 4. júlí 2021 13:19 Arion banki kaupir eigin bréf fyrir átta milljarða króna Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur veitt Arion banka heimild til að framkvæma endurkaupaáætlun á eigin bréfum á Íslandi og á heimildarskírteinum útgefnum í Svíþjóð 3. júlí 2021 23:55 Aðeins tvö útibú Arion banka eftir á höfuðborgarsvæðinu Aðeins tvö útibú Arion banka eru eftir á höfuðborgarsvæðinu en útibú bankans í Kringlunni lokaði á dögunum. Ekki er langt um liðið frá því að útibú Arion banka að Borgartúni 18 lokaði en þar er starfsendurhæfingarsjóður VIRK nú til húsa. 28. júní 2021 17:59 Íslandsbanki græddi 1,8 milljarða á mánuði Íslandsbanki hagnaðist að meðaltali um 1,8 milljarða á mánuði á öðrum ársfjórðungi 2021. Það er umfram væntingar. 12. júlí 2021 18:29 Mest lesið Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Stjórnendur Arion banka telji eigin bréf vanmetin Arion banki hefur fengið heimild frá Fjármálaeftirlitinu til kaupa á eigin bréfum fyrir um 8 milljarða króna. Lektor í fjármálum segir þetta til marks um að þrátt fyrir miklar hækkanir á virði bréfa í bankanum, telji stjórnendur bréfin enn vanmetin. 4. júlí 2021 13:19
Arion banki kaupir eigin bréf fyrir átta milljarða króna Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur veitt Arion banka heimild til að framkvæma endurkaupaáætlun á eigin bréfum á Íslandi og á heimildarskírteinum útgefnum í Svíþjóð 3. júlí 2021 23:55
Aðeins tvö útibú Arion banka eftir á höfuðborgarsvæðinu Aðeins tvö útibú Arion banka eru eftir á höfuðborgarsvæðinu en útibú bankans í Kringlunni lokaði á dögunum. Ekki er langt um liðið frá því að útibú Arion banka að Borgartúni 18 lokaði en þar er starfsendurhæfingarsjóður VIRK nú til húsa. 28. júní 2021 17:59
Íslandsbanki græddi 1,8 milljarða á mánuði Íslandsbanki hagnaðist að meðaltali um 1,8 milljarða á mánuði á öðrum ársfjórðungi 2021. Það er umfram væntingar. 12. júlí 2021 18:29