Langsóttur sigur Vals tryggir liðinu fjögur Evrópueinvígi Sindri Sverrisson skrifar 6. júlí 2021 10:03 Valsmenn eru Íslandsmeistarar og því fulltrúar Íslands í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. vísir/bára dröfn Takist Íslandsmeisturum Vals að skapa einn af stærstu sigrum íslensks fótbolta, með því að slá út Króatíumeistara Dinamo Zagreb, munu þeir að lágmarki spila átta Evrópuleiki í sumar. Nýtt fyrirkomulag í Evrópukeppnum félagsliða karla í fótbolta verður tekið í notkun nú í vikunni þegar undankeppni Meistaradeildarinnar og hinnar nýju Sambandsdeildar hefst (Á milli þeirra er Evrópudeildin sem hefur verið minnkuð en undankeppni hennar er í ágúst). Í hverri af þessum þremur Evrópukeppnum munu 32 lið leika í riðlakeppni frá september og fram í desember. Það er auðvitað draumur íslenskra félagsliða að ná þangað en engu hefur tekist það hingað til. Komist Valur til að mynda í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar fær liðið að lágmarki 700 milljónir króna í verðlaunafé, en að lágmarki 2,4 milljarðar króna eru í boði fyrir liðið fyrir að komast í sjálfa riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Tapi Valur fer liðið í aðra keppni Ef að Valur tapar gegn Dinamo Zagreb fer liðið í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar, vonandi með FH, Breiðabliki og Stjörnunni sem öll hefja keppni í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar á fimmtudag. Sigur skilar Valsmönnum þremur einvígum til viðbótar Ef að hins vegar Valsmenn framkalla lítið kraftaverk og slá út Dinamo Zagreb komast þeir í 2. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Þar mæta til leiks lið á móti PSV Eindhoven, Celtic, Olympiacos og fleiri. Ef að Valur félli úr leik í 2. umferð ætti liðið engu að síður eftir tvö Evrópueinvígi. Taplið í 2. umferð Meistaradeildar fara nefnilega í 3. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar. Taplið í 3. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar fara svo í umspil um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Með sigri á Dinamo væru Valsmenn sem sagt öruggir um að fá að minnsta kosti fjögur Evrópueinvígi, og að minnsta kosti umspilseinvígi í lökustu Evrópukeppninni. Sigur í umspili skilar liðum í riðlakeppni, og þar með sex leikjum í haust og auknu verðlaunafé. Fyrirkomulagið í Evrópukeppnunum Meistaradeildin: Valur er eina íslenska liðið í undankeppni Meistaradeildarinnar. Fara þarf í gegnum þrjár umferðir af undankeppni, auk umspils, til að komast í riðlakeppnina sem fram fer í haust: Lið sem falla út í 1. umferð fara í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar. Lið sem falla út í 2. umferð fara í 3. umferð undankeppni Evrópudeildar. Lið sem falla út í 3. umferð fara í umspil í Evrópudeild. Lið sem falla út í umspili fara í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Evrópudeildin: Ekkert íslenskt lið með en Val gæti skolað hingað niður falli liðið ekki úr keppni í 1. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Fara þarf í gegnum eina umferð af undankeppni (kölluð 3. umferð), auk umspils, til að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Lið sem falla út í 3. umferð fara í umspil í Sambandsdeildinni. Lið sem falla út í umspili fara í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Sambandsdeildin: Stjarnan, Breiðablik og FH taka þátt í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Fara þarf í gegnum þrjár umferðir af undankeppni, auk umspils, til að komast í riðlakeppnina í þessari nýju keppni. Falli lið úr keppni á einhverju þessara stiga er Evrópuævintýri þeirra lokið þetta sumarið. Meistaradeild Evrópu Valur Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Sjá meira
Nýtt fyrirkomulag í Evrópukeppnum félagsliða karla í fótbolta verður tekið í notkun nú í vikunni þegar undankeppni Meistaradeildarinnar og hinnar nýju Sambandsdeildar hefst (Á milli þeirra er Evrópudeildin sem hefur verið minnkuð en undankeppni hennar er í ágúst). Í hverri af þessum þremur Evrópukeppnum munu 32 lið leika í riðlakeppni frá september og fram í desember. Það er auðvitað draumur íslenskra félagsliða að ná þangað en engu hefur tekist það hingað til. Komist Valur til að mynda í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar fær liðið að lágmarki 700 milljónir króna í verðlaunafé, en að lágmarki 2,4 milljarðar króna eru í boði fyrir liðið fyrir að komast í sjálfa riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Tapi Valur fer liðið í aðra keppni Ef að Valur tapar gegn Dinamo Zagreb fer liðið í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar, vonandi með FH, Breiðabliki og Stjörnunni sem öll hefja keppni í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar á fimmtudag. Sigur skilar Valsmönnum þremur einvígum til viðbótar Ef að hins vegar Valsmenn framkalla lítið kraftaverk og slá út Dinamo Zagreb komast þeir í 2. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Þar mæta til leiks lið á móti PSV Eindhoven, Celtic, Olympiacos og fleiri. Ef að Valur félli úr leik í 2. umferð ætti liðið engu að síður eftir tvö Evrópueinvígi. Taplið í 2. umferð Meistaradeildar fara nefnilega í 3. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar. Taplið í 3. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar fara svo í umspil um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Með sigri á Dinamo væru Valsmenn sem sagt öruggir um að fá að minnsta kosti fjögur Evrópueinvígi, og að minnsta kosti umspilseinvígi í lökustu Evrópukeppninni. Sigur í umspili skilar liðum í riðlakeppni, og þar með sex leikjum í haust og auknu verðlaunafé. Fyrirkomulagið í Evrópukeppnunum Meistaradeildin: Valur er eina íslenska liðið í undankeppni Meistaradeildarinnar. Fara þarf í gegnum þrjár umferðir af undankeppni, auk umspils, til að komast í riðlakeppnina sem fram fer í haust: Lið sem falla út í 1. umferð fara í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar. Lið sem falla út í 2. umferð fara í 3. umferð undankeppni Evrópudeildar. Lið sem falla út í 3. umferð fara í umspil í Evrópudeild. Lið sem falla út í umspili fara í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Evrópudeildin: Ekkert íslenskt lið með en Val gæti skolað hingað niður falli liðið ekki úr keppni í 1. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Fara þarf í gegnum eina umferð af undankeppni (kölluð 3. umferð), auk umspils, til að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Lið sem falla út í 3. umferð fara í umspil í Sambandsdeildinni. Lið sem falla út í umspili fara í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Sambandsdeildin: Stjarnan, Breiðablik og FH taka þátt í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Fara þarf í gegnum þrjár umferðir af undankeppni, auk umspils, til að komast í riðlakeppnina í þessari nýju keppni. Falli lið úr keppni á einhverju þessara stiga er Evrópuævintýri þeirra lokið þetta sumarið.
Fyrirkomulagið í Evrópukeppnunum Meistaradeildin: Valur er eina íslenska liðið í undankeppni Meistaradeildarinnar. Fara þarf í gegnum þrjár umferðir af undankeppni, auk umspils, til að komast í riðlakeppnina sem fram fer í haust: Lið sem falla út í 1. umferð fara í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar. Lið sem falla út í 2. umferð fara í 3. umferð undankeppni Evrópudeildar. Lið sem falla út í 3. umferð fara í umspil í Evrópudeild. Lið sem falla út í umspili fara í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Evrópudeildin: Ekkert íslenskt lið með en Val gæti skolað hingað niður falli liðið ekki úr keppni í 1. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Fara þarf í gegnum eina umferð af undankeppni (kölluð 3. umferð), auk umspils, til að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Lið sem falla út í 3. umferð fara í umspil í Sambandsdeildinni. Lið sem falla út í umspili fara í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Sambandsdeildin: Stjarnan, Breiðablik og FH taka þátt í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Fara þarf í gegnum þrjár umferðir af undankeppni, auk umspils, til að komast í riðlakeppnina í þessari nýju keppni. Falli lið úr keppni á einhverju þessara stiga er Evrópuævintýri þeirra lokið þetta sumarið.
Meistaradeild Evrópu Valur Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Sjá meira