Kynntu fyrirhugaðar stofnvegaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu Samúel Karl Ólason skrifar 6. júlí 2021 09:16 Uppbygging stofnvegakerfisins er stærsti einstaki þátturinn í Samgöngusáttmálanum. Vísir/Vilhelm Betri samgöngur ohf. og Vegagerðin halda í dag fund þar sem farið verður yfir þær stofnvegaframkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á höfuðborgarsvæðinu næstu árum. Um er að ræða kynningarfund um stofnvegaframkvæmdir Samgöngusáttmálans og verður streymt frá fundinum í beinni útsendingu. „Markmið Samgöngusáttmálans er að auka valkosti þegar kemur að samgöngum en aldrei fyrr hefur verið lagt í jafn umfangsmiklar framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í tilkynningu vegna fundarins. Þar segir ennfremur að uppbygging stofnvegakerfisins sé stærsti einstaki þátturinn í sáttmálanum en hann feli einnig í sér uppbyggingu almenningssamgangnakerfisins, lagningu göngu- og hjólastíga og verkefni sem snúi að bættu umferðaröryggi og flæði. Sérstök áhersla verður lögð á kynningu á lokaáfanga Arnarnesvegar. Sá áfangi mun liggja frá gatnamótum Arnarnesvegar og Rjúpnavegar að Breiðholtsbraut. Hann á að létta verulega á umferð um Vatnsendaveg í Kópavogi og er sagður ein af forsendum uppbyggingar í efri hverfum bæjarins. Fundurinn hefst klukkan tíu í dag og má fylgjast með honum hér að neðan og á Facebooksíðu Vegagerðarinnar. Dagskrá fundarins: • Árni Mathiesen, stjórnarformaður Betri samgangna, setur fundinn. • Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, fjallar um stöðu einstaka stofnvegaframkvæmda innan Samgöngusáttmálans. • Bryndís Friðriksdóttir, svæðisstjóri höfuðborgarsvæðisins hjá Vegagerðinni, kynnir Arnarnesveg • Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, ræðir um Arnarnesveg • Pawel Bartoszek, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, fjallar um Arnarnesveg og uppbyggingu Vetrargarðsins í nálægð við veginn. • Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins, ræðir mikilvægi greiðra samgangna fyrir viðbragðsaðila. Vegagerð Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Seltjarnarnes Mosfellsbær Samgöngur Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
„Markmið Samgöngusáttmálans er að auka valkosti þegar kemur að samgöngum en aldrei fyrr hefur verið lagt í jafn umfangsmiklar framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í tilkynningu vegna fundarins. Þar segir ennfremur að uppbygging stofnvegakerfisins sé stærsti einstaki þátturinn í sáttmálanum en hann feli einnig í sér uppbyggingu almenningssamgangnakerfisins, lagningu göngu- og hjólastíga og verkefni sem snúi að bættu umferðaröryggi og flæði. Sérstök áhersla verður lögð á kynningu á lokaáfanga Arnarnesvegar. Sá áfangi mun liggja frá gatnamótum Arnarnesvegar og Rjúpnavegar að Breiðholtsbraut. Hann á að létta verulega á umferð um Vatnsendaveg í Kópavogi og er sagður ein af forsendum uppbyggingar í efri hverfum bæjarins. Fundurinn hefst klukkan tíu í dag og má fylgjast með honum hér að neðan og á Facebooksíðu Vegagerðarinnar. Dagskrá fundarins: • Árni Mathiesen, stjórnarformaður Betri samgangna, setur fundinn. • Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, fjallar um stöðu einstaka stofnvegaframkvæmda innan Samgöngusáttmálans. • Bryndís Friðriksdóttir, svæðisstjóri höfuðborgarsvæðisins hjá Vegagerðinni, kynnir Arnarnesveg • Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, ræðir um Arnarnesveg • Pawel Bartoszek, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, fjallar um Arnarnesveg og uppbyggingu Vetrargarðsins í nálægð við veginn. • Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins, ræðir mikilvægi greiðra samgangna fyrir viðbragðsaðila.
Vegagerð Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Seltjarnarnes Mosfellsbær Samgöngur Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira