Stjórnendur Arion banka telji eigin bréf vanmetin Snorri Másson skrifar 4. júlí 2021 13:19 Már Wolfgang Mixa, lektor viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík, telur hlutabréf í íslenskum bönkum hvorki of- né vanmetin. Vísir Arion banki hefur fengið heimild frá Fjármálaeftirlitinu til kaupa á eigin bréfum fyrir um 8 milljarða króna. Lektor í fjármálum segir þetta til marks um að þrátt fyrir miklar hækkanir á virði bréfa í bankanum, telji stjórnendur bréfin enn vanmetin. Þegar verst lét voru bréf Arion banka metin á um 51 krónu í mars árið 2020. Nú er virði þeirra rúmlega þrefalt á við það, um 159 krónur. Már Wolfgang Mixa, lektor í fjármálum við Háskólann í Reykjavík, bendir á að endurkaup á hlutabréfum á borð við þau sem nú eru fyrirhuguð séu almennt vísbending um að stjórnendur telji bréf í fyrirtækjum sínum vanmetin. „Þessi tilkynning er klárlega vísbending um að þrátt fyrir miklar hækkanir undanfarið, telji þeir bréfin enn vera vanmetin,“ sagði Már í hádegisfréttum Bylgjunnar. Kaupi áfram eigin bréf Eftir að tilkynningin var gefin út á föstudaginn hækkuðu bréf bankans strax um hátt í 2% og hafa því hækkað samtals um 138% á einu ári. Már telur líkur á að bankinn kaupi áfram eitthvað af eigin bréfum. „Það má segja að þetta sé ákveðið merki um traust á rekstri bankans bæði í dag og í framtíðinni. Annars myndu þeir einfaldlega greiða út arð.“ Már segir að lægri ávöxtunarkrafa ríkisbréfa sé á meðal orsaka þess að hlutabréf í bönkum séu að verða sífellt eftirsóknarverðari. Einnig spili lægri kostnaður í rekstri banka inn í - Arion banki er til dæmis bara með tvö útibú eftir á höfuðborgarsvæðinu. WOW air og Bakki áföll Á allra síðustu árum hefur orðið ákveðinn viðsnúningur í rekstri bankans, eftir stór áföll í tengslum við fall WOW air og kísilversins á Bakka. „Þau áföll lituðu reksturinn með neikvæðum hætti en nú er búið að einfalda rekstur bankans og það má segja að með því sé framtíðarhagnaður bankans, að vænta megi minni sveiflna. Það er einfaldlega að endurspegla núna í gengi bankans.“ Fjárfestar og almenningur hafa fjárfest í miklum mæli í íslenskum bönkum undanfarið, eins og einnig Íslandsbanka. Bréfin þar hafa hækkað um 30% frá því að útboð fór fram og standa nú í um 107 krónum. Már telur hér ekki um ofurbjartsýni að ræða, heldur geti verið bjartir tímar fram undan í bankarekstri með minnkandi atvinnuleysi og batnandi efnahagsástandi. „Ef þessi stöðugleiki næst myndi ég halda að gengið sé, svipað og í Arion banka, á frekar raunhæfum slóðum. Í mínum huga eru bankarnir bæði tveir hvorki van- né ofmetnir.“ Íslenskir bankar Kauphöllin Tengdar fréttir Arion banki kaupir eigin bréf fyrir átta milljarða króna Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur veitt Arion banka heimild til að framkvæma endurkaupaáætlun á eigin bréfum á Íslandi og á heimildarskírteinum útgefnum í Svíþjóð 3. júlí 2021 23:55 Verð á bréfum í Íslandsbanka hækka Mikil veisla er í Kauphöllinni. Hlutabréf í bönkunum þremur, Íslandsbanka, Arion og Kviku, hafa hækkað verulega í morgun í fyrstu viðskiptum dagsins. 30. júní 2021 11:29 Mest lesið „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Sjá meira
Þegar verst lét voru bréf Arion banka metin á um 51 krónu í mars árið 2020. Nú er virði þeirra rúmlega þrefalt á við það, um 159 krónur. Már Wolfgang Mixa, lektor í fjármálum við Háskólann í Reykjavík, bendir á að endurkaup á hlutabréfum á borð við þau sem nú eru fyrirhuguð séu almennt vísbending um að stjórnendur telji bréf í fyrirtækjum sínum vanmetin. „Þessi tilkynning er klárlega vísbending um að þrátt fyrir miklar hækkanir undanfarið, telji þeir bréfin enn vera vanmetin,“ sagði Már í hádegisfréttum Bylgjunnar. Kaupi áfram eigin bréf Eftir að tilkynningin var gefin út á föstudaginn hækkuðu bréf bankans strax um hátt í 2% og hafa því hækkað samtals um 138% á einu ári. Már telur líkur á að bankinn kaupi áfram eitthvað af eigin bréfum. „Það má segja að þetta sé ákveðið merki um traust á rekstri bankans bæði í dag og í framtíðinni. Annars myndu þeir einfaldlega greiða út arð.“ Már segir að lægri ávöxtunarkrafa ríkisbréfa sé á meðal orsaka þess að hlutabréf í bönkum séu að verða sífellt eftirsóknarverðari. Einnig spili lægri kostnaður í rekstri banka inn í - Arion banki er til dæmis bara með tvö útibú eftir á höfuðborgarsvæðinu. WOW air og Bakki áföll Á allra síðustu árum hefur orðið ákveðinn viðsnúningur í rekstri bankans, eftir stór áföll í tengslum við fall WOW air og kísilversins á Bakka. „Þau áföll lituðu reksturinn með neikvæðum hætti en nú er búið að einfalda rekstur bankans og það má segja að með því sé framtíðarhagnaður bankans, að vænta megi minni sveiflna. Það er einfaldlega að endurspegla núna í gengi bankans.“ Fjárfestar og almenningur hafa fjárfest í miklum mæli í íslenskum bönkum undanfarið, eins og einnig Íslandsbanka. Bréfin þar hafa hækkað um 30% frá því að útboð fór fram og standa nú í um 107 krónum. Már telur hér ekki um ofurbjartsýni að ræða, heldur geti verið bjartir tímar fram undan í bankarekstri með minnkandi atvinnuleysi og batnandi efnahagsástandi. „Ef þessi stöðugleiki næst myndi ég halda að gengið sé, svipað og í Arion banka, á frekar raunhæfum slóðum. Í mínum huga eru bankarnir bæði tveir hvorki van- né ofmetnir.“
Íslenskir bankar Kauphöllin Tengdar fréttir Arion banki kaupir eigin bréf fyrir átta milljarða króna Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur veitt Arion banka heimild til að framkvæma endurkaupaáætlun á eigin bréfum á Íslandi og á heimildarskírteinum útgefnum í Svíþjóð 3. júlí 2021 23:55 Verð á bréfum í Íslandsbanka hækka Mikil veisla er í Kauphöllinni. Hlutabréf í bönkunum þremur, Íslandsbanka, Arion og Kviku, hafa hækkað verulega í morgun í fyrstu viðskiptum dagsins. 30. júní 2021 11:29 Mest lesið „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Sjá meira
Arion banki kaupir eigin bréf fyrir átta milljarða króna Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur veitt Arion banka heimild til að framkvæma endurkaupaáætlun á eigin bréfum á Íslandi og á heimildarskírteinum útgefnum í Svíþjóð 3. júlí 2021 23:55
Verð á bréfum í Íslandsbanka hækka Mikil veisla er í Kauphöllinni. Hlutabréf í bönkunum þremur, Íslandsbanka, Arion og Kviku, hafa hækkað verulega í morgun í fyrstu viðskiptum dagsins. 30. júní 2021 11:29