Hvar er nýja stjórnarskráin? Já, hvar? Ólafur Ísleifsson skrifar 4. júlí 2021 09:00 Lesendur kannast við spurninguna í fyrirsögn þessarar greinar. Nú hafa komið fram nýjar upplýsingar um hvar þessa stjórnarskrá sé að finna. Eða ekki. Hvar er hún? Hinn 20. október 2012 var efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarp stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland. Ýmsir hafa dregið af þessari atkvæðagreiðslu ályktanir og talið að með henni hafi þjóðin ákveðið að kasta lýðveldisstjórnarskránni frá 1944 fyrir róða. Svo er ekki. Þetta sýnir Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur og doktorsnemi í lögfræði, fram á í skarplega ritaðri grein í Tímariti lögfræðinga.[1] Ástæða er til að vekja athygli á niðurstöðum Kristrúnar. Af hverju nýja stjórnarskrá? Kristrún fjallar um Hrunið sem séríslenskt heiti með sérgreindari merkingu um fjármálakreppuna en annars staðar í heiminum, líka í löndum sem fóru verr út úr henni. Hún segir orðið vísa til óstöðvandi áfalls sem ómögulegt virtist að standa af sér. Kristrún segir fjármálakreppuna 2008 hafa kallað fram bylgju hugmynda um aukið lýðræði og bjartsýni á að ný tækni, t.d. um farveg samfélagsmiðla, væri tæki til lýðræðislegra framfara. Í þessum anda hafi farið fram tilraun á Íslandi um „Nýju stjórnarskrána“ sem rituð skyldi án yfirvalds lagahefðar og sérfræðinga og sækti óskorað lögmæti sitt með beinu lýðræði til fólksins í landinu. Frumvarp sem ekki var til Í grein Kristrúnar Heimisdóttur er rakið hvernig frumvarp stjórnlagaráðs tók breytingum í meðförum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Textinn tók veigamiklum breytingum af hálfu sérfræðinganefndar og alþingismanna. Þetta segir Kristrún hafa verið illa útskýrt fyrir kjósendum. Kristrún segir ógjörning að ákvarða hvaða texti kunni að hafa öðlast lögmæti með ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslunni, „því hvaða skjal er hin sanna og rétta „tillaga stjórnlagaráðs“ sem allir kosningabærir Íslendingar voru kallaðir til að greiða atkvæði um 2012? Um hvað voru atkvæði greidd? Hvar er nýja stjórnarskrá að finna í textum málsins? Er hún í ófullbúnum textum stjórnlagaráðs, eða í frumvarpi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og hvaða texti er það þá?“ Málefnið sem lagt var fyrir kjósendur var þannig ranglega fram sett, segir Kristrún, og lá ekki fyrir þegar atkvæðagreiðsla fór fram. Augljóst er af greiningu Kristrúnar Heimisdóttur að enginn lýðræðislegur stuðningur liggur að baki því plaggi sem greidd voru atkvæði um 20. október 2012 enda voru kjósendur ekki upplýstir um efni plaggsins eða hvaða breytingar hefðu orðið á því frá því stjórnlagaráð lauk afgreiðslu sinni. Nýja stjórnarskráin er ekki til. Ber að kasta stjórnarskrá fyrir róða í heilu lagi? Hugmyndin um að kasta stjórnarskrá lýðveldisins, sem naut stuðnings nær allra kosningabærra manna 1944, fyrir ofurborð verður að teljast varhugaverð svo ekki sé meira sagt. Skiljanlegt er að upplausnarflokkur á borð við pírata haldi fram slíkri tillögu en einhverjir kunna að spyrja hvers vegna Samfylkingin taki undir slíkan málatilbúnað. Er hún ekki norrænn jafnaðarmannaflokkur? Þetta er gild spurning í ljósi afstöðu Samfylkingar til stjórnarskrárinnar. Myndi einhver jafnaðarmannaflokkur á Norðurlöndum eða í Evrópu styðja að stjórnarskrá landsins yrði kastað fyrir borð í heilu lagi? Spurningin svarar sér sjálf. Enginn jafnaðarmannaflokkur myndi gera það. Nærtækt sýnist kannski að telja Samfylkingu flokk af ætt pírata. Breytingar á stjórnarskrá Kristrún Heimisdóttur leggur í grein sinni áherslu á að í stjórnarskránni er ákvæði um hvernig henni skuli breytt og gefi það ákvæði henni gildi sem stjórnarskrá umfram almenna löggjöf. Breytingarákvæðið í 79. gr. stjórnarskrárinnar um samþykki tveggja þinga milli kosninga eigi sér djúpar rætur í vestrænni hefð frjálslynds lýðræðis og sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Með tímaritsgrein sinni hefur Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur gert út um tilraunir í krafti þjóðaratkvæðagreiðslu 2012 til að fleygja fyrir borð lýðveldisstjórnarskránni frá 1944 með þeim breytingum sem hún hefur tekið síðan. Ábyrg afstaða til stjórnarskrármálefna kallar á að breytingar á stjórnarskrá séu gerðar á grundvelli vandaðs undirbúnings og að þær njóti víðtæks stuðnings. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins. [1] Kristrún Heimisdóttir. 2020. Landfesti lýðræðis: Þýðing breytingarreglu stjórnarskrárinnar. Tímarit lögfræðinga. 3. hefti. 70. árgangur. Haust 2020. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Skoðun: Kosningar 2021 Stjórnarskrá Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Neyð Róhingja Sigurjón Örn Stefánsson Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Lesendur kannast við spurninguna í fyrirsögn þessarar greinar. Nú hafa komið fram nýjar upplýsingar um hvar þessa stjórnarskrá sé að finna. Eða ekki. Hvar er hún? Hinn 20. október 2012 var efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarp stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland. Ýmsir hafa dregið af þessari atkvæðagreiðslu ályktanir og talið að með henni hafi þjóðin ákveðið að kasta lýðveldisstjórnarskránni frá 1944 fyrir róða. Svo er ekki. Þetta sýnir Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur og doktorsnemi í lögfræði, fram á í skarplega ritaðri grein í Tímariti lögfræðinga.[1] Ástæða er til að vekja athygli á niðurstöðum Kristrúnar. Af hverju nýja stjórnarskrá? Kristrún fjallar um Hrunið sem séríslenskt heiti með sérgreindari merkingu um fjármálakreppuna en annars staðar í heiminum, líka í löndum sem fóru verr út úr henni. Hún segir orðið vísa til óstöðvandi áfalls sem ómögulegt virtist að standa af sér. Kristrún segir fjármálakreppuna 2008 hafa kallað fram bylgju hugmynda um aukið lýðræði og bjartsýni á að ný tækni, t.d. um farveg samfélagsmiðla, væri tæki til lýðræðislegra framfara. Í þessum anda hafi farið fram tilraun á Íslandi um „Nýju stjórnarskrána“ sem rituð skyldi án yfirvalds lagahefðar og sérfræðinga og sækti óskorað lögmæti sitt með beinu lýðræði til fólksins í landinu. Frumvarp sem ekki var til Í grein Kristrúnar Heimisdóttur er rakið hvernig frumvarp stjórnlagaráðs tók breytingum í meðförum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Textinn tók veigamiklum breytingum af hálfu sérfræðinganefndar og alþingismanna. Þetta segir Kristrún hafa verið illa útskýrt fyrir kjósendum. Kristrún segir ógjörning að ákvarða hvaða texti kunni að hafa öðlast lögmæti með ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslunni, „því hvaða skjal er hin sanna og rétta „tillaga stjórnlagaráðs“ sem allir kosningabærir Íslendingar voru kallaðir til að greiða atkvæði um 2012? Um hvað voru atkvæði greidd? Hvar er nýja stjórnarskrá að finna í textum málsins? Er hún í ófullbúnum textum stjórnlagaráðs, eða í frumvarpi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og hvaða texti er það þá?“ Málefnið sem lagt var fyrir kjósendur var þannig ranglega fram sett, segir Kristrún, og lá ekki fyrir þegar atkvæðagreiðsla fór fram. Augljóst er af greiningu Kristrúnar Heimisdóttur að enginn lýðræðislegur stuðningur liggur að baki því plaggi sem greidd voru atkvæði um 20. október 2012 enda voru kjósendur ekki upplýstir um efni plaggsins eða hvaða breytingar hefðu orðið á því frá því stjórnlagaráð lauk afgreiðslu sinni. Nýja stjórnarskráin er ekki til. Ber að kasta stjórnarskrá fyrir róða í heilu lagi? Hugmyndin um að kasta stjórnarskrá lýðveldisins, sem naut stuðnings nær allra kosningabærra manna 1944, fyrir ofurborð verður að teljast varhugaverð svo ekki sé meira sagt. Skiljanlegt er að upplausnarflokkur á borð við pírata haldi fram slíkri tillögu en einhverjir kunna að spyrja hvers vegna Samfylkingin taki undir slíkan málatilbúnað. Er hún ekki norrænn jafnaðarmannaflokkur? Þetta er gild spurning í ljósi afstöðu Samfylkingar til stjórnarskrárinnar. Myndi einhver jafnaðarmannaflokkur á Norðurlöndum eða í Evrópu styðja að stjórnarskrá landsins yrði kastað fyrir borð í heilu lagi? Spurningin svarar sér sjálf. Enginn jafnaðarmannaflokkur myndi gera það. Nærtækt sýnist kannski að telja Samfylkingu flokk af ætt pírata. Breytingar á stjórnarskrá Kristrún Heimisdóttur leggur í grein sinni áherslu á að í stjórnarskránni er ákvæði um hvernig henni skuli breytt og gefi það ákvæði henni gildi sem stjórnarskrá umfram almenna löggjöf. Breytingarákvæðið í 79. gr. stjórnarskrárinnar um samþykki tveggja þinga milli kosninga eigi sér djúpar rætur í vestrænni hefð frjálslynds lýðræðis og sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Með tímaritsgrein sinni hefur Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur gert út um tilraunir í krafti þjóðaratkvæðagreiðslu 2012 til að fleygja fyrir borð lýðveldisstjórnarskránni frá 1944 með þeim breytingum sem hún hefur tekið síðan. Ábyrg afstaða til stjórnarskrármálefna kallar á að breytingar á stjórnarskrá séu gerðar á grundvelli vandaðs undirbúnings og að þær njóti víðtæks stuðnings. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins. [1] Kristrún Heimisdóttir. 2020. Landfesti lýðræðis: Þýðing breytingarreglu stjórnarskrárinnar. Tímarit lögfræðinga. 3. hefti. 70. árgangur. Haust 2020.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun