Hörður svarar fyrir sig: „Ég hef fylgt öllum siðareglum sem eru um hagsmunaárekstra í starfi“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. júní 2021 20:11 Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðar Fréttablaðsins, segir umfjöllun Kjarnans um hlutabréfaeignir hans tilefnislitla. Vísir Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðar Fréttablaðsins, segir að ekkert í siðareglum Fréttablaðsins né Blaðamannafélagsins (BÍ) segi til um hlutabréfaeign blaðamanna. Hann segir túlkun formanns BÍ um að engu máli skipti hve stóran hlut blaðamenn eigi í fyrirtækjum undarlega. „Það er ekkert í skrifum mínum sem hægt er að halda fram að hafi verið sett fram með annarlega hagsmuni í huga – eins og allir sem hafa fylgst með fréttum mínum af íslensku viðskiptalífi og efnahagsmálum í gegnum árin vita vel,“ skrifar Hörður í Facebook-færslu sem hann birti fyrr í dag. „Ég stunda engin regluleg viðskipti með skráð hlutabréf heldur eru þau, sem ég hef í flestum tilfellum átt í mörg ár, hugsuð sem langtímafjárfesting.“ Hörður segir umfjöllun Kjarnans um málið tilefnislítinn. Þá blæs hann á athugasemd Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, formanns Blaðamannafélags Íslands, um að blaðamenn eigi að varast að lenda í hagsmunaágreiningi, til dæmis með því að flytja fréttir eða frásagnir af fyrirtækjum eða hagsmunasamtökum sem þeir eigi aðild að. Engu máli skipti, að sögn Sigríðar, hversu stóran hlut þeir eigi. „Þetta er undarleg túlkun þar sem enginn greinarmunur er gerður að því er virðist á því að eiga 0,001% hlut í skráðu almenningshlutafélagi, sem getur seint jafngilt því að eiga „aðild“ að fyrirtækinu, og að blaðamaður eða maki hans fari með verulegan eignarhlut í óskráðu félagi og einhver forræði yfir stjórn þess,“ skrifar Hörður. „Ef ný forysta Blaðamannafélagsins ætlar að halda fram slíkum málflutningi þá má spyrja sig hvort ýmsir blaðamenn séu um leið orðnir vanhæfir til að fjalla meðal annars um tiltekna stjórnmálaflokka og íþróttafélög vegna „aðildar“ sinnar að þeim,“ segir Hörður. Spyr hvort það skipti ekki máli hvort hluturinn sé 100 þúsund eða 100 milljónir Hann spyr hvort ritstjóri Kjarnans, Þórður Snær Júlíusson, megi þá ekki fjalla um fjárstuðning við einkarekna miðla í tengslum við fjölmiðlafrumvarpið þar sem hann sé stór hluthafi í útgáfufélagi Kjarnans. Gildi sömu reglur um það? Hann segir að við túlkun Sigríðar Daggar vakni upp ýmsar spurningar. Til dæmis hvort viðskiptablaðamenn megi alls ekki eiga sparnað í hlutabréfum. „Skiptir þá ekki hvort hann sé 100 þúsund eða 100 milljónir – án þess að verða um leið vanhæfir. […] Er það þannig að það er ekki í lagi að eiga í einstökum skráðum félögum en í góðu lagi að eiga í sjóðum og eiga kröfu á fyrirtæki, sérstaklega innlán í banka? Slíkur málflutningur heldur ekki vatni og lýsir mikilli vanþekkingu á viðskipum.“ Fjölmiðlar Kauphöllin Tengdar fréttir Ritstjóri Markaðar Fréttablaðsins hlutafjáreigandi í 13 félögum í Kauphöllinni Hörður Ægisson, sem er ritstjóri Markaðarins á Fréttablaðinu og einn helsti viðskiptablaðamaður landsins um árabil, er skráður fyrir níu milljóna króna hlutafjáreign í 13 félögum sem skráð eru í Kauphöll Íslands. 28. júní 2021 16:42 Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
„Það er ekkert í skrifum mínum sem hægt er að halda fram að hafi verið sett fram með annarlega hagsmuni í huga – eins og allir sem hafa fylgst með fréttum mínum af íslensku viðskiptalífi og efnahagsmálum í gegnum árin vita vel,“ skrifar Hörður í Facebook-færslu sem hann birti fyrr í dag. „Ég stunda engin regluleg viðskipti með skráð hlutabréf heldur eru þau, sem ég hef í flestum tilfellum átt í mörg ár, hugsuð sem langtímafjárfesting.“ Hörður segir umfjöllun Kjarnans um málið tilefnislítinn. Þá blæs hann á athugasemd Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, formanns Blaðamannafélags Íslands, um að blaðamenn eigi að varast að lenda í hagsmunaágreiningi, til dæmis með því að flytja fréttir eða frásagnir af fyrirtækjum eða hagsmunasamtökum sem þeir eigi aðild að. Engu máli skipti, að sögn Sigríðar, hversu stóran hlut þeir eigi. „Þetta er undarleg túlkun þar sem enginn greinarmunur er gerður að því er virðist á því að eiga 0,001% hlut í skráðu almenningshlutafélagi, sem getur seint jafngilt því að eiga „aðild“ að fyrirtækinu, og að blaðamaður eða maki hans fari með verulegan eignarhlut í óskráðu félagi og einhver forræði yfir stjórn þess,“ skrifar Hörður. „Ef ný forysta Blaðamannafélagsins ætlar að halda fram slíkum málflutningi þá má spyrja sig hvort ýmsir blaðamenn séu um leið orðnir vanhæfir til að fjalla meðal annars um tiltekna stjórnmálaflokka og íþróttafélög vegna „aðildar“ sinnar að þeim,“ segir Hörður. Spyr hvort það skipti ekki máli hvort hluturinn sé 100 þúsund eða 100 milljónir Hann spyr hvort ritstjóri Kjarnans, Þórður Snær Júlíusson, megi þá ekki fjalla um fjárstuðning við einkarekna miðla í tengslum við fjölmiðlafrumvarpið þar sem hann sé stór hluthafi í útgáfufélagi Kjarnans. Gildi sömu reglur um það? Hann segir að við túlkun Sigríðar Daggar vakni upp ýmsar spurningar. Til dæmis hvort viðskiptablaðamenn megi alls ekki eiga sparnað í hlutabréfum. „Skiptir þá ekki hvort hann sé 100 þúsund eða 100 milljónir – án þess að verða um leið vanhæfir. […] Er það þannig að það er ekki í lagi að eiga í einstökum skráðum félögum en í góðu lagi að eiga í sjóðum og eiga kröfu á fyrirtæki, sérstaklega innlán í banka? Slíkur málflutningur heldur ekki vatni og lýsir mikilli vanþekkingu á viðskipum.“
Fjölmiðlar Kauphöllin Tengdar fréttir Ritstjóri Markaðar Fréttablaðsins hlutafjáreigandi í 13 félögum í Kauphöllinni Hörður Ægisson, sem er ritstjóri Markaðarins á Fréttablaðinu og einn helsti viðskiptablaðamaður landsins um árabil, er skráður fyrir níu milljóna króna hlutafjáreign í 13 félögum sem skráð eru í Kauphöll Íslands. 28. júní 2021 16:42 Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Ritstjóri Markaðar Fréttablaðsins hlutafjáreigandi í 13 félögum í Kauphöllinni Hörður Ægisson, sem er ritstjóri Markaðarins á Fréttablaðinu og einn helsti viðskiptablaðamaður landsins um árabil, er skráður fyrir níu milljóna króna hlutafjáreign í 13 félögum sem skráð eru í Kauphöll Íslands. 28. júní 2021 16:42