Opna 800 fermetra rafíþróttahöll við Hallveigarstíg Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. júní 2021 10:01 Rafíróttahöllin Heimavöllur verður til húsa í kjallaranum að Hallveigarstíg 1. Geirix/Getty Reynsluboltar úr atvinnulífinu hafa sameinað krafta sína í opnun nýs rafíþróttastaðar í miðbæ Reykjavíkur. Boðið verður upp á aðstöðu til æfinga, keppni og skemmtun í rafíþróttum, ásamt bar þar sem hægt verður að fylgjast með stærstu rafíþróttamótum heims. Staðurinn verður til húsa á Hallveigarstíg 1 og mun bera nafnið Heimavöllur. Staðurinn verður í kjallaranum á Hallveigarstíg, þar sem áður var veislusalur, og standa nú yfir miklar framkvæmdir við breytingar á staðnum. „Draumurinn er að opna í haust og við erum að vinna á fullu að því,“ segir Gunnar Þór Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Heimavallar. „Það er búið að bæta aðgengið að kjallaranum þannig að það verður aðgengi fyrir alla. Það eru tveir salir í kjallaranum sem við erum að taka við. Barinn er í sérrými, innst inni í rýminu þannig að barinn verður ekki í sama rými og tölvurnar,“ segir Gunnar. Gunnar Þór Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Heimavallar.Aðsend/ Geirix Að stofnun Heimavallar koma margir reynsluboltar úr atvinnulífinu, þar á meðal Guðjón Már Guðjónsson, stjórnarformaður Heimavallar og eigandi og framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins OZ. Með honum í stjórn eru Melína Kolka Guðmundsdóttir, varaformaður Rafíþróttasamtaka Íslands og stofnandi Tölvuleikjasambands íslenskra kvenna, Gestur Pétursson forstjóri Veitna, Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og Tryggvi Freyr Elínarson, eigandi og þróunarstjóri Datera. Gunnar segir mikla þörf á nýrri aðstöðu fyrir rafíþróttasamfélagið enda séu öll rafíþróttafélög á Íslandi sprungin utan af sér og víða séu langir biðlistar. „Það hefur verið eftirspurn eftir því að bæði íþróttafélög og einstaklingar geti komist í alvöru aðstöðu til að spila í þægilegu andrúmslofti og vonandi keppa seinna meir,“ segir Gunnar. Býst við mikilli aukningu í rafíþróttaiðkun Hann segir markmiðið að vinna með sem flestum íþróttafélögum og bjóða þeim að koma og nýta aðstöðuna hjá Heimavelli. Stefnt er að því að hundrað tölvur verði á staðnum, bæði í lokuðum og opnum rýmum, svo hægt sé að bæði æfa og spila frjálst. „Eins og staðan er í dag er engin aðstaða til að æfa rafíþróttir af einhverri alvöru hérna heima. Íþróttafélögin hafa flest kannski verið með tíu til tuttugu tölvur og það að geta komist inn í rými þar sem pláss er fyrir fleiri og fleiri æfingar í einu getur orðið bylting hérna heima,“ segir Gunnar. Gunnar telur að mikil aukning verði í rafíþróttaiðkun á næstu árum. Í dag séu um þúsund ungmenni sem æfi rafíþróttir hér á landi og tugir þúsunda séu virkir spilarar. „Ég held að sá fjöldi sem æfir rafíþróttir í dag muni margfaldast á næstu árum. Áhorf á rafíþróttir á hverju ári er orðið meira en á rugby og golf, það eru 495 milljónir sem teljast áhorfendur á rafíþróttir. Það eru kannski ekki allir sem átta sig á því hvað þetta er stórt,“ segir Gunnar. Rafíþróttir Reykjavík Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Sjá meira
Staðurinn verður til húsa á Hallveigarstíg 1 og mun bera nafnið Heimavöllur. Staðurinn verður í kjallaranum á Hallveigarstíg, þar sem áður var veislusalur, og standa nú yfir miklar framkvæmdir við breytingar á staðnum. „Draumurinn er að opna í haust og við erum að vinna á fullu að því,“ segir Gunnar Þór Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Heimavallar. „Það er búið að bæta aðgengið að kjallaranum þannig að það verður aðgengi fyrir alla. Það eru tveir salir í kjallaranum sem við erum að taka við. Barinn er í sérrými, innst inni í rýminu þannig að barinn verður ekki í sama rými og tölvurnar,“ segir Gunnar. Gunnar Þór Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Heimavallar.Aðsend/ Geirix Að stofnun Heimavallar koma margir reynsluboltar úr atvinnulífinu, þar á meðal Guðjón Már Guðjónsson, stjórnarformaður Heimavallar og eigandi og framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins OZ. Með honum í stjórn eru Melína Kolka Guðmundsdóttir, varaformaður Rafíþróttasamtaka Íslands og stofnandi Tölvuleikjasambands íslenskra kvenna, Gestur Pétursson forstjóri Veitna, Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og Tryggvi Freyr Elínarson, eigandi og þróunarstjóri Datera. Gunnar segir mikla þörf á nýrri aðstöðu fyrir rafíþróttasamfélagið enda séu öll rafíþróttafélög á Íslandi sprungin utan af sér og víða séu langir biðlistar. „Það hefur verið eftirspurn eftir því að bæði íþróttafélög og einstaklingar geti komist í alvöru aðstöðu til að spila í þægilegu andrúmslofti og vonandi keppa seinna meir,“ segir Gunnar. Býst við mikilli aukningu í rafíþróttaiðkun Hann segir markmiðið að vinna með sem flestum íþróttafélögum og bjóða þeim að koma og nýta aðstöðuna hjá Heimavelli. Stefnt er að því að hundrað tölvur verði á staðnum, bæði í lokuðum og opnum rýmum, svo hægt sé að bæði æfa og spila frjálst. „Eins og staðan er í dag er engin aðstaða til að æfa rafíþróttir af einhverri alvöru hérna heima. Íþróttafélögin hafa flest kannski verið með tíu til tuttugu tölvur og það að geta komist inn í rými þar sem pláss er fyrir fleiri og fleiri æfingar í einu getur orðið bylting hérna heima,“ segir Gunnar. Gunnar telur að mikil aukning verði í rafíþróttaiðkun á næstu árum. Í dag séu um þúsund ungmenni sem æfi rafíþróttir hér á landi og tugir þúsunda séu virkir spilarar. „Ég held að sá fjöldi sem æfir rafíþróttir í dag muni margfaldast á næstu árum. Áhorf á rafíþróttir á hverju ári er orðið meira en á rugby og golf, það eru 495 milljónir sem teljast áhorfendur á rafíþróttir. Það eru kannski ekki allir sem átta sig á því hvað þetta er stórt,“ segir Gunnar.
Rafíþróttir Reykjavík Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Sjá meira