Jómfrúarflug Play farið í loftið: „Nú er komið að Play“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 24. júní 2021 11:42 Hér sjást Birgir Jónsson, forstjóri Play og Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia, klippa á borða í tilefni fyrsta flugs Play. Vísir/Arnar Jómfrúarflug flugfélagsins Play er farið í loftið og er ferðinni heitið til Lundúna. Forstjóri flugfélagsins segir tilfinningaríka stund að sjá þetta raungerast. Vélin lagði af stað frá Keflavíkurflugvelli klukkan hálf tólf við mikinn fögnuð viðstaddra. Þeir Birgir Jónsson, forstjóri Play og Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia klipptu á borða í tilefni dagsins. Klippa: Klippt á borða þegar Play fer í loftið Birgir og Guðmundur ávörpuðu farþega og fjölmiðla. Guðmundur Daði sagði daginn í dag marka stóran dag fyrir íslenska ferðaþjónustu. Það væri ævintýri líkast hvernig Íslendingum hefði tekist að búa til jafn blómlegan atvinnuveg í flugi og ferðaþjónustu eins og raun ber vitni. „Þar hafa flugfélögin spilað stærsta hlutverkið og nú er komið að Play,“ sagði hann. „Dagurinn verður varla stærri og gleðilegri“ Þá markar dagurinn sérstök tímamót í sögu flugfélagsins, því ásamt jómfrúarfluginu hófst hlutafjárútboð félagsins klukkan tíu í morgun. „Dagurinn verður nú varla stærri og gleðilegri í sögu fyrirtækisins,“ sagði Birgir með bros á vör. Vélin lagði af stað til Lundúna frá Keflavíkurflugvelli í dag.Vísir/Arnar Flugfélagið samanstendur af rúmlega hundrað áhafnarmeðlimum og sextíu til sjötíu starfsmönnum á skrifstofu. Langflestir áhafnarmeðlimir eru fyrrum starfsmenn WOW air, þar sem þeir búa nú þegar yfir þekkingu á þeirri tegund flugvéla sem Play notast við. Play notast við Airbus 320 „fjölskylduna“, eins og Birgir kýs að kalla það, en það eru Airbus 319, 320 og 321. „Við ætlum að einbeita okkur að því sem við vitum að virkar og vera með eina tegund af vélum. Það er lykilatriði í þessu.“ Flugfélagið hefur vakið athygli fyrir óhefðbundinn einkennisklæðnað áhafnarmeðlima.Play Framtíðin björt Markmið flugfélagsins er að vera komin með fimmtán flugvélar í sinn flota árið 2025. „Við gerum það í svona yfirveguðum og öguðum skrefum. Framtíðin er svona nokkuð fyrirsjáanleg og björt,“ segir forstjórinn. Félagið hyggst þó ekki stefna á löng flug og lítur á fall WOW air sem lærdóm. „WOW var auðvitað frábært fyrirtæki og kannski mögulega villtist það aðeins af leið. Við ætlum að reyna að gera rétta hluti og forðast þá röngu. Við ætlum ekki að fara í þessi löngu flug. Við ætlum ekki til Indlands og ekki með breiðþotur til Los Angeles eða neitt slíkt,“ segir Birgir. Fréttir af flugi Play Kauphöllin Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Kynntu allar upplýsingar varðandi hlutafjárútboð Play Hlutafjárútboð Fly Play hf. fara fram í lok vikunnar. Play bauð til kynningarfundar í tengslum við útboðin í morgun þar sem farið var yfir helstu upplýsingar. 22. júní 2021 10:17 Play lék listir sínar yfir Reykjavík Fagurrauð þota nýja flugfélagsins Play flögraði nokkra hringi yfir höfuðborgarsvæðinu nú síðdegis í kynningarskyni. Jómfrúarflug félagsins til Lundúna er eftir níu daga. 15. júní 2021 16:42 Strigaskór og þægindi einkenna búninga flugáhafna Play Flugfélagið Play fékk hjónin Gunna Hilmarsson og Kolbrúnu Petreu Gunnarsdóttur til þess að hanna búninga flugáhafna félagsins. Gunni vann á dögunum Indriðaverðlaun fatahönnunarfélags Íslandsn fyrir framúrskrandi störf á sviði íslenskrar fatahönnunar. 8. júní 2021 20:01 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira
Vélin lagði af stað frá Keflavíkurflugvelli klukkan hálf tólf við mikinn fögnuð viðstaddra. Þeir Birgir Jónsson, forstjóri Play og Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia klipptu á borða í tilefni dagsins. Klippa: Klippt á borða þegar Play fer í loftið Birgir og Guðmundur ávörpuðu farþega og fjölmiðla. Guðmundur Daði sagði daginn í dag marka stóran dag fyrir íslenska ferðaþjónustu. Það væri ævintýri líkast hvernig Íslendingum hefði tekist að búa til jafn blómlegan atvinnuveg í flugi og ferðaþjónustu eins og raun ber vitni. „Þar hafa flugfélögin spilað stærsta hlutverkið og nú er komið að Play,“ sagði hann. „Dagurinn verður varla stærri og gleðilegri“ Þá markar dagurinn sérstök tímamót í sögu flugfélagsins, því ásamt jómfrúarfluginu hófst hlutafjárútboð félagsins klukkan tíu í morgun. „Dagurinn verður nú varla stærri og gleðilegri í sögu fyrirtækisins,“ sagði Birgir með bros á vör. Vélin lagði af stað til Lundúna frá Keflavíkurflugvelli í dag.Vísir/Arnar Flugfélagið samanstendur af rúmlega hundrað áhafnarmeðlimum og sextíu til sjötíu starfsmönnum á skrifstofu. Langflestir áhafnarmeðlimir eru fyrrum starfsmenn WOW air, þar sem þeir búa nú þegar yfir þekkingu á þeirri tegund flugvéla sem Play notast við. Play notast við Airbus 320 „fjölskylduna“, eins og Birgir kýs að kalla það, en það eru Airbus 319, 320 og 321. „Við ætlum að einbeita okkur að því sem við vitum að virkar og vera með eina tegund af vélum. Það er lykilatriði í þessu.“ Flugfélagið hefur vakið athygli fyrir óhefðbundinn einkennisklæðnað áhafnarmeðlima.Play Framtíðin björt Markmið flugfélagsins er að vera komin með fimmtán flugvélar í sinn flota árið 2025. „Við gerum það í svona yfirveguðum og öguðum skrefum. Framtíðin er svona nokkuð fyrirsjáanleg og björt,“ segir forstjórinn. Félagið hyggst þó ekki stefna á löng flug og lítur á fall WOW air sem lærdóm. „WOW var auðvitað frábært fyrirtæki og kannski mögulega villtist það aðeins af leið. Við ætlum að reyna að gera rétta hluti og forðast þá röngu. Við ætlum ekki að fara í þessi löngu flug. Við ætlum ekki til Indlands og ekki með breiðþotur til Los Angeles eða neitt slíkt,“ segir Birgir.
Fréttir af flugi Play Kauphöllin Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Kynntu allar upplýsingar varðandi hlutafjárútboð Play Hlutafjárútboð Fly Play hf. fara fram í lok vikunnar. Play bauð til kynningarfundar í tengslum við útboðin í morgun þar sem farið var yfir helstu upplýsingar. 22. júní 2021 10:17 Play lék listir sínar yfir Reykjavík Fagurrauð þota nýja flugfélagsins Play flögraði nokkra hringi yfir höfuðborgarsvæðinu nú síðdegis í kynningarskyni. Jómfrúarflug félagsins til Lundúna er eftir níu daga. 15. júní 2021 16:42 Strigaskór og þægindi einkenna búninga flugáhafna Play Flugfélagið Play fékk hjónin Gunna Hilmarsson og Kolbrúnu Petreu Gunnarsdóttur til þess að hanna búninga flugáhafna félagsins. Gunni vann á dögunum Indriðaverðlaun fatahönnunarfélags Íslandsn fyrir framúrskrandi störf á sviði íslenskrar fatahönnunar. 8. júní 2021 20:01 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira
Kynntu allar upplýsingar varðandi hlutafjárútboð Play Hlutafjárútboð Fly Play hf. fara fram í lok vikunnar. Play bauð til kynningarfundar í tengslum við útboðin í morgun þar sem farið var yfir helstu upplýsingar. 22. júní 2021 10:17
Play lék listir sínar yfir Reykjavík Fagurrauð þota nýja flugfélagsins Play flögraði nokkra hringi yfir höfuðborgarsvæðinu nú síðdegis í kynningarskyni. Jómfrúarflug félagsins til Lundúna er eftir níu daga. 15. júní 2021 16:42
Strigaskór og þægindi einkenna búninga flugáhafna Play Flugfélagið Play fékk hjónin Gunna Hilmarsson og Kolbrúnu Petreu Gunnarsdóttur til þess að hanna búninga flugáhafna félagsins. Gunni vann á dögunum Indriðaverðlaun fatahönnunarfélags Íslandsn fyrir framúrskrandi störf á sviði íslenskrar fatahönnunar. 8. júní 2021 20:01