Yfir fjögurhundruð þúsund vörunúmer í nýrri og glæsilegri vefverslun Vaz.is 15. júní 2021 15:30 Vaz.is er vefverslun vikunnar á vísi. Vaz.is er splunkuný vefverslun sem býður glæsilegar vörur fyrir heimilið. Vaz.is fór í loftið síðastliðinn föstudag en dagana áður en verslunin var opnuð höfðu dularfullar auglýsingar birst sem gáfu ekkert annað upp en: „Fleiri vörur en Íslendingar.“ Það reyndust engar ýkjur en yfir fjögurhundruð þúsund vörunúmer er að finna á síðunni sem spannar tíu flokka, húsgögn, eldhúsvörur, vefnaðarvöru, skrifstofuvörur, gæludýravörur og fleiri flokka. Úrvalið í hverjum flokki fyrir sig er frábært en á síðunni er hægt að kaupa allt frá teskeið til King size stillanlegra rafmagnsrúma, gasgrill, hengirúm, karokígræjur, útihurðir, rúllugardínur, teppi, púða og kertastjaka og svo mætti lengi telja. Potturinn og pannan á bak við verslunina er Bretinn Stefan Hunt. „Við viljum bjóða Íslendingum upp á mikið og fjölbreytt vöruúrval og sanngjarnt verð. Ég þekki það vel búandi sjálfur á eyju, að hafa takmarkaðan aðgang að vörum og að hlutirnir kosta gjarnan mikið. Ekkert vöruhús á Íslandi getur boðið svo fjölbreytt vöruúrval og gæði á svo góðu verði,“ segir Stefan. Meirihluti varanna sem í boði á Vaz.is kemur frá Bretlandi en einnig er vefverslunin í samstarfi við vöruhús víðsvegar um Evrópu. „Afhendingartími fer eftir því hvaðan í Evrópu varan kemur en viðskiptavinir geta fengið vöruna afhenta heim að dyrum eftir 10 til 14 daga. Pöntunin er send beint til kaupanda gegnum TVG Xpress,“ útskýrir Stefan og segir sendingu þegar væntanlega í vikunni til landsins með fyrstu pantanirnar. „Hjá okkur getur fólk keypt stóra hluti eins og rúm og borðstofuhúsgögn sem er dýrt fyrir einstaklinga að flytja en við getum boðið frían flutning frá Evrópu og eigum pláss í hverri viku. Fyrstu hundrað viðskiptavinir Vaz.is sem nota kóðann VAZ50 fá 50 % afslátt af kaupum og þá munu allir þeir sem skrá sig á póstlista fá reglulega send tilboð.“ Nánari upplýsingar á Vaz.is Verslun Vefverslun vikunnar Hús og heimili Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Sjá meira
Vaz.is er splunkuný vefverslun sem býður glæsilegar vörur fyrir heimilið. Vaz.is fór í loftið síðastliðinn föstudag en dagana áður en verslunin var opnuð höfðu dularfullar auglýsingar birst sem gáfu ekkert annað upp en: „Fleiri vörur en Íslendingar.“ Það reyndust engar ýkjur en yfir fjögurhundruð þúsund vörunúmer er að finna á síðunni sem spannar tíu flokka, húsgögn, eldhúsvörur, vefnaðarvöru, skrifstofuvörur, gæludýravörur og fleiri flokka. Úrvalið í hverjum flokki fyrir sig er frábært en á síðunni er hægt að kaupa allt frá teskeið til King size stillanlegra rafmagnsrúma, gasgrill, hengirúm, karokígræjur, útihurðir, rúllugardínur, teppi, púða og kertastjaka og svo mætti lengi telja. Potturinn og pannan á bak við verslunina er Bretinn Stefan Hunt. „Við viljum bjóða Íslendingum upp á mikið og fjölbreytt vöruúrval og sanngjarnt verð. Ég þekki það vel búandi sjálfur á eyju, að hafa takmarkaðan aðgang að vörum og að hlutirnir kosta gjarnan mikið. Ekkert vöruhús á Íslandi getur boðið svo fjölbreytt vöruúrval og gæði á svo góðu verði,“ segir Stefan. Meirihluti varanna sem í boði á Vaz.is kemur frá Bretlandi en einnig er vefverslunin í samstarfi við vöruhús víðsvegar um Evrópu. „Afhendingartími fer eftir því hvaðan í Evrópu varan kemur en viðskiptavinir geta fengið vöruna afhenta heim að dyrum eftir 10 til 14 daga. Pöntunin er send beint til kaupanda gegnum TVG Xpress,“ útskýrir Stefan og segir sendingu þegar væntanlega í vikunni til landsins með fyrstu pantanirnar. „Hjá okkur getur fólk keypt stóra hluti eins og rúm og borðstofuhúsgögn sem er dýrt fyrir einstaklinga að flytja en við getum boðið frían flutning frá Evrópu og eigum pláss í hverri viku. Fyrstu hundrað viðskiptavinir Vaz.is sem nota kóðann VAZ50 fá 50 % afslátt af kaupum og þá munu allir þeir sem skrá sig á póstlista fá reglulega send tilboð.“ Nánari upplýsingar á Vaz.is
Verslun Vefverslun vikunnar Hús og heimili Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Sjá meira