Öflug og fjölbreytt þjónusta við aldraða Svandís Svavarsdóttir og Elín Oddný Sigurðardóttir skrifa 15. júní 2021 11:30 Með fjölgun aldraðra stöndum við frammi fyrir þeirri áskorun að mæta þjónustuþörfum stækkandi hóps. Það er auðvitað fagnaðarefni að við lifum lengur og sífellt fleiri lifa við góða heilsu lengur en það er á sama tíma mikilvægt að leggjast á eitt um að auka þjónustuframboð við aldraða. Við þurfum að mæta fólki þar sem það er statt af virðingu, tryggja að þjónustan sé fjölbreytt og standist gæðaviðmið. Samstarf heilbrigðisráðuneytis og Reykjavíkurborgar hefur gengið afar vel á síðustu árum, auk þess sem samþætting heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu hefur skilað eldra fólki heildstæðari og bættri þjónustu. Margt jákvætt hefur áunnist en helst ber að nefna tvo þætti í tengslum við samstarf heilbrigðisráðuneytis og Reykjavíkurborgar á síðustu árum. Fyrir það fyrsta hefur náðst að efla samning um samþætta heimahjúkrun og heimaþjónustu sem undirritaður var í desember síðastliðnum. Í honum er lögð áhersla á að efla getu heimahjúkrunar Reykjavíkur til að nýta velferðartækni í auknum mæli, samhliða því að fjölga vitjunum, auka sérhæfingu og þverfaglega teymisvinnu t.d. með sérstöku endurhæfingarteymi í heimahúsum og hjartabilunarteymi. Mikil tækifæri liggja í velferðartækni og hefur Reykjavíkurborg sett á laggirnar sérstaka velferðartæknismiðju þar sem þróa má og prófa ýmsar lausnir sem nýta má í þjónustu við aldraða, bæði heimavið og á hjúkrunarheimilum. Árlegur kostnaður við samninginn nemur um tveimur milljörðum króna. Svo er það í öðru lagi stofnun sérhæfðs öldrunarteymis Reykjavíkurborgar SELMU, en sú þjónusta miðar að því að styrkja innviði heimahjúkrunar og auka gæði þjónustunnar. Starfsemin er tvíþætt og felst í vitjunum í heimahús auk sérstakrar símaþjónustu og ráðgjafar og er markmiðið að með auknum stuðningi heim megi fækka sjúkrahúsinnlögnum aldraðra. Uppbygging hjúkrunarheimila í borginni er mjög stórt mál. Bjóða þarf fleirum sem metin eru í þörf búsetu á hjúkrunarheimilum. Þörf fyrir uppbyggingu hjúkrunarheimila er mest á höfuðborgarsvæðinu. Í maí síðastliðnum skrifuðu heilbrigðisráðherra og borgarstjóri undir samning um byggingu hjúkrunarheimilis við Mosaveg í Reykjavík fyrir allt að 144 íbúa. Samhliða undirritun samnings um hjúkrunarheimili við Mosaveg var staðfest viljayfirlýsing um byggingu hjúkrunarheimilis fyrir allt að 200 íbúa á svæði við Ártúnshöfða í Reykjavík. Unnið er að vinnu við skipulagningu svæðisins og er stefnt að því að hægt verði að hefja verklegar framkvæmdir við nýtt hjúkrunarheimili árið 2023. Ártúnshöfðaverkefnið er komið á framkæmdaáætlun um nauðsynlega uppbyggingu hjúkrunarrýma til ársins 2025 og verður fjármögnun þess tekin upp við gerð næstu fjármálaáætlunar. Mikilvægt er að efla þá þjónustu sem fyrir er en bæta einnig þjónustu í heimahúsum og samþættingu þjónustu með áherslu á þverfaglegt samstarf. Samhliða nauðsynlegri uppbyggingu hjúkrunarheimila þarf að halda áfram að efla þjónustu heim, leggja áherslu á nýsköpun og velferðartækni og eflingu fagstétta í heilbrigðisþjónustu. Þannig sköpum við aldursvænt samfélag, fyrir okkur öll. Svandís Svavarsdóttir er heilbrigðisráðherra og Elín Oddný Sigurðardóttir varaborgarfulltrúi Vinstri grænna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Elín Oddný Sigurðardóttir Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Með fjölgun aldraðra stöndum við frammi fyrir þeirri áskorun að mæta þjónustuþörfum stækkandi hóps. Það er auðvitað fagnaðarefni að við lifum lengur og sífellt fleiri lifa við góða heilsu lengur en það er á sama tíma mikilvægt að leggjast á eitt um að auka þjónustuframboð við aldraða. Við þurfum að mæta fólki þar sem það er statt af virðingu, tryggja að þjónustan sé fjölbreytt og standist gæðaviðmið. Samstarf heilbrigðisráðuneytis og Reykjavíkurborgar hefur gengið afar vel á síðustu árum, auk þess sem samþætting heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu hefur skilað eldra fólki heildstæðari og bættri þjónustu. Margt jákvætt hefur áunnist en helst ber að nefna tvo þætti í tengslum við samstarf heilbrigðisráðuneytis og Reykjavíkurborgar á síðustu árum. Fyrir það fyrsta hefur náðst að efla samning um samþætta heimahjúkrun og heimaþjónustu sem undirritaður var í desember síðastliðnum. Í honum er lögð áhersla á að efla getu heimahjúkrunar Reykjavíkur til að nýta velferðartækni í auknum mæli, samhliða því að fjölga vitjunum, auka sérhæfingu og þverfaglega teymisvinnu t.d. með sérstöku endurhæfingarteymi í heimahúsum og hjartabilunarteymi. Mikil tækifæri liggja í velferðartækni og hefur Reykjavíkurborg sett á laggirnar sérstaka velferðartæknismiðju þar sem þróa má og prófa ýmsar lausnir sem nýta má í þjónustu við aldraða, bæði heimavið og á hjúkrunarheimilum. Árlegur kostnaður við samninginn nemur um tveimur milljörðum króna. Svo er það í öðru lagi stofnun sérhæfðs öldrunarteymis Reykjavíkurborgar SELMU, en sú þjónusta miðar að því að styrkja innviði heimahjúkrunar og auka gæði þjónustunnar. Starfsemin er tvíþætt og felst í vitjunum í heimahús auk sérstakrar símaþjónustu og ráðgjafar og er markmiðið að með auknum stuðningi heim megi fækka sjúkrahúsinnlögnum aldraðra. Uppbygging hjúkrunarheimila í borginni er mjög stórt mál. Bjóða þarf fleirum sem metin eru í þörf búsetu á hjúkrunarheimilum. Þörf fyrir uppbyggingu hjúkrunarheimila er mest á höfuðborgarsvæðinu. Í maí síðastliðnum skrifuðu heilbrigðisráðherra og borgarstjóri undir samning um byggingu hjúkrunarheimilis við Mosaveg í Reykjavík fyrir allt að 144 íbúa. Samhliða undirritun samnings um hjúkrunarheimili við Mosaveg var staðfest viljayfirlýsing um byggingu hjúkrunarheimilis fyrir allt að 200 íbúa á svæði við Ártúnshöfða í Reykjavík. Unnið er að vinnu við skipulagningu svæðisins og er stefnt að því að hægt verði að hefja verklegar framkvæmdir við nýtt hjúkrunarheimili árið 2023. Ártúnshöfðaverkefnið er komið á framkæmdaáætlun um nauðsynlega uppbyggingu hjúkrunarrýma til ársins 2025 og verður fjármögnun þess tekin upp við gerð næstu fjármálaáætlunar. Mikilvægt er að efla þá þjónustu sem fyrir er en bæta einnig þjónustu í heimahúsum og samþættingu þjónustu með áherslu á þverfaglegt samstarf. Samhliða nauðsynlegri uppbyggingu hjúkrunarheimila þarf að halda áfram að efla þjónustu heim, leggja áherslu á nýsköpun og velferðartækni og eflingu fagstétta í heilbrigðisþjónustu. Þannig sköpum við aldursvænt samfélag, fyrir okkur öll. Svandís Svavarsdóttir er heilbrigðisráðherra og Elín Oddný Sigurðardóttir varaborgarfulltrúi Vinstri grænna í Reykjavík.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar