Peningarnir á EM Björn Berg Gunnarsson skrifar 16. júní 2021 08:00 Evrópumótið í fótbolta er að því leyti frábrugðið stórmótum undanfarinna ára að gríðarlegar fjárhagslegar byrðar eru ekki lagðar á gestgjafana með ströngum kröfum hvað leikvanga varðar. Kostnaður vegna leikvanga síðasta stórmóts karla, HM í Rússlandi, var um 150% umfram áætlanir og þurfti rússneska ríkið að grípa inn í með afgerandi hætti til að allt gengi upp. Með því að halda mótið víðsvegar um álfuna má hins vegar nýta þá glæsilegu velli sem þegar eru til staðar og er það hið besta mál. Við getum rétt ímyndað okkur hversu erfitt hefði verið fyrir eitt land að hýsa EM þetta árið. Áhyggjur af lítilli stemningu vegna fjarlægðar milli leikstaða eru auk þess ástæðulausar þar sem lítið er um áhorfendur vegna fjöldatakmarkana. Ekki verður leikið í Dublin, Brussel og Bilbao eins og til stóð en þeir 11 leikvangar sem leikið verður á eru af öllum stærðum og gerðum, jafnt splúnkunýir sem börn síns tíma. Þegar litið er til kostnaðar við byggingu vallanna og síðustu umtalsverðu endurbóta er breiddin einnig mikil. Wembley er þeirra langdýrastur en svo virðist sem Parken í Danmörku sé ódýrastur. Tekjur og hagnaður UEFA Árið og ríflega það hefur heldur betur verið hart í Evrópuboltanum og sjaldan hafa aðildarsambönd evrópska knattspyrnusambandsins UEFA haft meiri þörf fyrir sinn skerf af myljandi hagnaði sambandsins undanfarin ár. Knattspyrnusamband Íslands fékk þannig kærkominn 680 milljónir króna styrk vegna COVID fyrir rúmu árin síðan. Raunar eru öll mót og öll starfsemi UEFA almennt rekin með bullandi tapi ef frá eru talin tvær keppnir; Evrópumót karla og Meistaradeild karla. Hagnaður af þeim mótum greiðir fyrir allt hitt, meðal annars COVID styrkina og til að það módel gangi upp er mikilvægt að fjárhagshlið Evrópumótsins gangi vel. Nú þegar áhorfendur snúa aftur í stúkurnar eru vandræði félaga út um alla álfu aldeilis ekki úr sögunni og ekki er loku fyrir það skotið að þrýst verði á enn frekari styrki frá heildarsamtökunum. Það er því eðlilegt að við spyrjum okkur hvað verði upp úr mótinu sem nú stendur sem hæst að hafa. Hagnaðurinn af EM Stutta svarið er að við vitum það varla. Fjárhagsupplýsingar UEFA eru langt í frá þær óaðgengilegustu í bransanum en lítið hefur verið gefið upp um væntingar til einstakra tekjuþátta og kostnaðar í tengslum við Evrópumótið í ár. Það er þó ljóst að sá hagnaður sem reiknað var með að sambandið tæki með sér heim frá mótinu fyrir COVID verður umtalsvert, jafnvel um þriðjungi, lægri. Ástæðu minni hagnaðar má meðal annars rekja til færri áhorfenda og seinkunar mótsins um heilt ár. Hvað tekjur mótsins varðar lítur út fyrir að þær verði ekki þeir 370 milljarðar króna sem vænst var heldur nær 300 milljörðum. Þrátt fyrir allt sem gengið hefur á dugar sú tala til að mótið verði tekjuhæsta Evrópumót sem nokkru sinni hefur verið haldið. Munar þar væntanlega mest um stóra sjónvarpssamninga. Rétt eins og annars staðar þar sem fótbolti er leikinn í hæsta gæðaflokki snýst nær allt um sjónvarpið. Himinháar fjárhæðir eru greiddar fyrir réttinn til að senda leikina út og umfangsmeiri umfjöllun og útsendingar hækka verð auglýsingasamninga. Þó svo við höfum verið rækilega minnt á mikilvægi áhorfenda undanfarið ár er fjárhagslegt mikilvægi þeirra í helstu deildum Evrópu og á stórmótum sáralítið. Það er af sem áður var þegar um 44% allra tekna UEFA af Evrópumótinu á Englandi fengust í formi miðasölu og slíkir tímar koma væntanlega aldrei aftur. Þrátt fyrir COVID verður hagnaður UEFA af Evrópumótinu heilmikill og kemur til með að nýtast vel við framkvæmd fjölmargra móta sambandsins og fjárhagslegan stuðning við lamaða knattspyrnuhreyfingu sem nú reynir að rétta úr sér eftir eitt mesta áfall í sögu íþróttarinnar. Við getum sannarlega fussað og sveiað yfir öllum íburðinum, spillingunni, kröfunum og sóuninni sem landlæg hefur verið í yfirstjórn knattspyrnunnar en við ættum á sama tíma að vonast til þess að fjárhagslega gangi starfsemin sem best, ekki síst í ár. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson EM 2020 í fótbolta UEFA Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Evrópumótið í fótbolta er að því leyti frábrugðið stórmótum undanfarinna ára að gríðarlegar fjárhagslegar byrðar eru ekki lagðar á gestgjafana með ströngum kröfum hvað leikvanga varðar. Kostnaður vegna leikvanga síðasta stórmóts karla, HM í Rússlandi, var um 150% umfram áætlanir og þurfti rússneska ríkið að grípa inn í með afgerandi hætti til að allt gengi upp. Með því að halda mótið víðsvegar um álfuna má hins vegar nýta þá glæsilegu velli sem þegar eru til staðar og er það hið besta mál. Við getum rétt ímyndað okkur hversu erfitt hefði verið fyrir eitt land að hýsa EM þetta árið. Áhyggjur af lítilli stemningu vegna fjarlægðar milli leikstaða eru auk þess ástæðulausar þar sem lítið er um áhorfendur vegna fjöldatakmarkana. Ekki verður leikið í Dublin, Brussel og Bilbao eins og til stóð en þeir 11 leikvangar sem leikið verður á eru af öllum stærðum og gerðum, jafnt splúnkunýir sem börn síns tíma. Þegar litið er til kostnaðar við byggingu vallanna og síðustu umtalsverðu endurbóta er breiddin einnig mikil. Wembley er þeirra langdýrastur en svo virðist sem Parken í Danmörku sé ódýrastur. Tekjur og hagnaður UEFA Árið og ríflega það hefur heldur betur verið hart í Evrópuboltanum og sjaldan hafa aðildarsambönd evrópska knattspyrnusambandsins UEFA haft meiri þörf fyrir sinn skerf af myljandi hagnaði sambandsins undanfarin ár. Knattspyrnusamband Íslands fékk þannig kærkominn 680 milljónir króna styrk vegna COVID fyrir rúmu árin síðan. Raunar eru öll mót og öll starfsemi UEFA almennt rekin með bullandi tapi ef frá eru talin tvær keppnir; Evrópumót karla og Meistaradeild karla. Hagnaður af þeim mótum greiðir fyrir allt hitt, meðal annars COVID styrkina og til að það módel gangi upp er mikilvægt að fjárhagshlið Evrópumótsins gangi vel. Nú þegar áhorfendur snúa aftur í stúkurnar eru vandræði félaga út um alla álfu aldeilis ekki úr sögunni og ekki er loku fyrir það skotið að þrýst verði á enn frekari styrki frá heildarsamtökunum. Það er því eðlilegt að við spyrjum okkur hvað verði upp úr mótinu sem nú stendur sem hæst að hafa. Hagnaðurinn af EM Stutta svarið er að við vitum það varla. Fjárhagsupplýsingar UEFA eru langt í frá þær óaðgengilegustu í bransanum en lítið hefur verið gefið upp um væntingar til einstakra tekjuþátta og kostnaðar í tengslum við Evrópumótið í ár. Það er þó ljóst að sá hagnaður sem reiknað var með að sambandið tæki með sér heim frá mótinu fyrir COVID verður umtalsvert, jafnvel um þriðjungi, lægri. Ástæðu minni hagnaðar má meðal annars rekja til færri áhorfenda og seinkunar mótsins um heilt ár. Hvað tekjur mótsins varðar lítur út fyrir að þær verði ekki þeir 370 milljarðar króna sem vænst var heldur nær 300 milljörðum. Þrátt fyrir allt sem gengið hefur á dugar sú tala til að mótið verði tekjuhæsta Evrópumót sem nokkru sinni hefur verið haldið. Munar þar væntanlega mest um stóra sjónvarpssamninga. Rétt eins og annars staðar þar sem fótbolti er leikinn í hæsta gæðaflokki snýst nær allt um sjónvarpið. Himinháar fjárhæðir eru greiddar fyrir réttinn til að senda leikina út og umfangsmeiri umfjöllun og útsendingar hækka verð auglýsingasamninga. Þó svo við höfum verið rækilega minnt á mikilvægi áhorfenda undanfarið ár er fjárhagslegt mikilvægi þeirra í helstu deildum Evrópu og á stórmótum sáralítið. Það er af sem áður var þegar um 44% allra tekna UEFA af Evrópumótinu á Englandi fengust í formi miðasölu og slíkir tímar koma væntanlega aldrei aftur. Þrátt fyrir COVID verður hagnaður UEFA af Evrópumótinu heilmikill og kemur til með að nýtast vel við framkvæmd fjölmargra móta sambandsins og fjárhagslegan stuðning við lamaða knattspyrnuhreyfingu sem nú reynir að rétta úr sér eftir eitt mesta áfall í sögu íþróttarinnar. Við getum sannarlega fussað og sveiað yfir öllum íburðinum, spillingunni, kröfunum og sóuninni sem landlæg hefur verið í yfirstjórn knattspyrnunnar en við ættum á sama tíma að vonast til þess að fjárhagslega gangi starfsemin sem best, ekki síst í ár. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun