Peningarnir á EM Björn Berg Gunnarsson skrifar 16. júní 2021 08:00 Evrópumótið í fótbolta er að því leyti frábrugðið stórmótum undanfarinna ára að gríðarlegar fjárhagslegar byrðar eru ekki lagðar á gestgjafana með ströngum kröfum hvað leikvanga varðar. Kostnaður vegna leikvanga síðasta stórmóts karla, HM í Rússlandi, var um 150% umfram áætlanir og þurfti rússneska ríkið að grípa inn í með afgerandi hætti til að allt gengi upp. Með því að halda mótið víðsvegar um álfuna má hins vegar nýta þá glæsilegu velli sem þegar eru til staðar og er það hið besta mál. Við getum rétt ímyndað okkur hversu erfitt hefði verið fyrir eitt land að hýsa EM þetta árið. Áhyggjur af lítilli stemningu vegna fjarlægðar milli leikstaða eru auk þess ástæðulausar þar sem lítið er um áhorfendur vegna fjöldatakmarkana. Ekki verður leikið í Dublin, Brussel og Bilbao eins og til stóð en þeir 11 leikvangar sem leikið verður á eru af öllum stærðum og gerðum, jafnt splúnkunýir sem börn síns tíma. Þegar litið er til kostnaðar við byggingu vallanna og síðustu umtalsverðu endurbóta er breiddin einnig mikil. Wembley er þeirra langdýrastur en svo virðist sem Parken í Danmörku sé ódýrastur. Tekjur og hagnaður UEFA Árið og ríflega það hefur heldur betur verið hart í Evrópuboltanum og sjaldan hafa aðildarsambönd evrópska knattspyrnusambandsins UEFA haft meiri þörf fyrir sinn skerf af myljandi hagnaði sambandsins undanfarin ár. Knattspyrnusamband Íslands fékk þannig kærkominn 680 milljónir króna styrk vegna COVID fyrir rúmu árin síðan. Raunar eru öll mót og öll starfsemi UEFA almennt rekin með bullandi tapi ef frá eru talin tvær keppnir; Evrópumót karla og Meistaradeild karla. Hagnaður af þeim mótum greiðir fyrir allt hitt, meðal annars COVID styrkina og til að það módel gangi upp er mikilvægt að fjárhagshlið Evrópumótsins gangi vel. Nú þegar áhorfendur snúa aftur í stúkurnar eru vandræði félaga út um alla álfu aldeilis ekki úr sögunni og ekki er loku fyrir það skotið að þrýst verði á enn frekari styrki frá heildarsamtökunum. Það er því eðlilegt að við spyrjum okkur hvað verði upp úr mótinu sem nú stendur sem hæst að hafa. Hagnaðurinn af EM Stutta svarið er að við vitum það varla. Fjárhagsupplýsingar UEFA eru langt í frá þær óaðgengilegustu í bransanum en lítið hefur verið gefið upp um væntingar til einstakra tekjuþátta og kostnaðar í tengslum við Evrópumótið í ár. Það er þó ljóst að sá hagnaður sem reiknað var með að sambandið tæki með sér heim frá mótinu fyrir COVID verður umtalsvert, jafnvel um þriðjungi, lægri. Ástæðu minni hagnaðar má meðal annars rekja til færri áhorfenda og seinkunar mótsins um heilt ár. Hvað tekjur mótsins varðar lítur út fyrir að þær verði ekki þeir 370 milljarðar króna sem vænst var heldur nær 300 milljörðum. Þrátt fyrir allt sem gengið hefur á dugar sú tala til að mótið verði tekjuhæsta Evrópumót sem nokkru sinni hefur verið haldið. Munar þar væntanlega mest um stóra sjónvarpssamninga. Rétt eins og annars staðar þar sem fótbolti er leikinn í hæsta gæðaflokki snýst nær allt um sjónvarpið. Himinháar fjárhæðir eru greiddar fyrir réttinn til að senda leikina út og umfangsmeiri umfjöllun og útsendingar hækka verð auglýsingasamninga. Þó svo við höfum verið rækilega minnt á mikilvægi áhorfenda undanfarið ár er fjárhagslegt mikilvægi þeirra í helstu deildum Evrópu og á stórmótum sáralítið. Það er af sem áður var þegar um 44% allra tekna UEFA af Evrópumótinu á Englandi fengust í formi miðasölu og slíkir tímar koma væntanlega aldrei aftur. Þrátt fyrir COVID verður hagnaður UEFA af Evrópumótinu heilmikill og kemur til með að nýtast vel við framkvæmd fjölmargra móta sambandsins og fjárhagslegan stuðning við lamaða knattspyrnuhreyfingu sem nú reynir að rétta úr sér eftir eitt mesta áfall í sögu íþróttarinnar. Við getum sannarlega fussað og sveiað yfir öllum íburðinum, spillingunni, kröfunum og sóuninni sem landlæg hefur verið í yfirstjórn knattspyrnunnar en við ættum á sama tíma að vonast til þess að fjárhagslega gangi starfsemin sem best, ekki síst í ár. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson EM 2020 í fótbolta UEFA Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Evrópumótið í fótbolta er að því leyti frábrugðið stórmótum undanfarinna ára að gríðarlegar fjárhagslegar byrðar eru ekki lagðar á gestgjafana með ströngum kröfum hvað leikvanga varðar. Kostnaður vegna leikvanga síðasta stórmóts karla, HM í Rússlandi, var um 150% umfram áætlanir og þurfti rússneska ríkið að grípa inn í með afgerandi hætti til að allt gengi upp. Með því að halda mótið víðsvegar um álfuna má hins vegar nýta þá glæsilegu velli sem þegar eru til staðar og er það hið besta mál. Við getum rétt ímyndað okkur hversu erfitt hefði verið fyrir eitt land að hýsa EM þetta árið. Áhyggjur af lítilli stemningu vegna fjarlægðar milli leikstaða eru auk þess ástæðulausar þar sem lítið er um áhorfendur vegna fjöldatakmarkana. Ekki verður leikið í Dublin, Brussel og Bilbao eins og til stóð en þeir 11 leikvangar sem leikið verður á eru af öllum stærðum og gerðum, jafnt splúnkunýir sem börn síns tíma. Þegar litið er til kostnaðar við byggingu vallanna og síðustu umtalsverðu endurbóta er breiddin einnig mikil. Wembley er þeirra langdýrastur en svo virðist sem Parken í Danmörku sé ódýrastur. Tekjur og hagnaður UEFA Árið og ríflega það hefur heldur betur verið hart í Evrópuboltanum og sjaldan hafa aðildarsambönd evrópska knattspyrnusambandsins UEFA haft meiri þörf fyrir sinn skerf af myljandi hagnaði sambandsins undanfarin ár. Knattspyrnusamband Íslands fékk þannig kærkominn 680 milljónir króna styrk vegna COVID fyrir rúmu árin síðan. Raunar eru öll mót og öll starfsemi UEFA almennt rekin með bullandi tapi ef frá eru talin tvær keppnir; Evrópumót karla og Meistaradeild karla. Hagnaður af þeim mótum greiðir fyrir allt hitt, meðal annars COVID styrkina og til að það módel gangi upp er mikilvægt að fjárhagshlið Evrópumótsins gangi vel. Nú þegar áhorfendur snúa aftur í stúkurnar eru vandræði félaga út um alla álfu aldeilis ekki úr sögunni og ekki er loku fyrir það skotið að þrýst verði á enn frekari styrki frá heildarsamtökunum. Það er því eðlilegt að við spyrjum okkur hvað verði upp úr mótinu sem nú stendur sem hæst að hafa. Hagnaðurinn af EM Stutta svarið er að við vitum það varla. Fjárhagsupplýsingar UEFA eru langt í frá þær óaðgengilegustu í bransanum en lítið hefur verið gefið upp um væntingar til einstakra tekjuþátta og kostnaðar í tengslum við Evrópumótið í ár. Það er þó ljóst að sá hagnaður sem reiknað var með að sambandið tæki með sér heim frá mótinu fyrir COVID verður umtalsvert, jafnvel um þriðjungi, lægri. Ástæðu minni hagnaðar má meðal annars rekja til færri áhorfenda og seinkunar mótsins um heilt ár. Hvað tekjur mótsins varðar lítur út fyrir að þær verði ekki þeir 370 milljarðar króna sem vænst var heldur nær 300 milljörðum. Þrátt fyrir allt sem gengið hefur á dugar sú tala til að mótið verði tekjuhæsta Evrópumót sem nokkru sinni hefur verið haldið. Munar þar væntanlega mest um stóra sjónvarpssamninga. Rétt eins og annars staðar þar sem fótbolti er leikinn í hæsta gæðaflokki snýst nær allt um sjónvarpið. Himinháar fjárhæðir eru greiddar fyrir réttinn til að senda leikina út og umfangsmeiri umfjöllun og útsendingar hækka verð auglýsingasamninga. Þó svo við höfum verið rækilega minnt á mikilvægi áhorfenda undanfarið ár er fjárhagslegt mikilvægi þeirra í helstu deildum Evrópu og á stórmótum sáralítið. Það er af sem áður var þegar um 44% allra tekna UEFA af Evrópumótinu á Englandi fengust í formi miðasölu og slíkir tímar koma væntanlega aldrei aftur. Þrátt fyrir COVID verður hagnaður UEFA af Evrópumótinu heilmikill og kemur til með að nýtast vel við framkvæmd fjölmargra móta sambandsins og fjárhagslegan stuðning við lamaða knattspyrnuhreyfingu sem nú reynir að rétta úr sér eftir eitt mesta áfall í sögu íþróttarinnar. Við getum sannarlega fussað og sveiað yfir öllum íburðinum, spillingunni, kröfunum og sóuninni sem landlæg hefur verið í yfirstjórn knattspyrnunnar en við ættum á sama tíma að vonast til þess að fjárhagslega gangi starfsemin sem best, ekki síst í ár. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun