„Vínáhugamaður“ skrifar níðgrein Arnar Sigurðsson skrifar 8. júní 2021 14:30 Í bók sinni 1984 skrifar George Orwell boðskap einræðisherrans þess efnis að í fáfræðinni sé styrkur falinn. Jón Páll Haraldsson sem titlar sig „vínáhugamann” skrifar sérkennilega grein á vef Vísis, hvar hann fyrstur vínáhugamanna mærir einokunarverslanir ríkisins svo vitað sé. Sætir greinin nokkurri furðu fyrir vikið því flestir vínáhugamenn hafa fyrir margt löngu snúið baki við hinu arfaslaka úrvali einsleitra vína sem þar finnast. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að Jón Páll er einn af hilluplásshöfum ÁTVR og greinin því undir fölsku flaggi. En þó að Jóni Páli verði fótaskortur á tungunni, jafnast það þó ekki á við heldur slaklega reiknigetu vínáhugamannsins þegar hann fullyrðir að allar vörur í netverslun Sante, sem eru til afgreiðslu og jafnvel heimsendingar samdægurs, séu dýrari heldur en í hinni rómuðu vefverslun einokunarverslunarinnar gegn sérpöntun sem Jón telur að tryggi í senn hagstætt verð og gott úrval. Þess má geta að afgreiðslutími sérpantana getur verið talinn í vikum hjá ríkisversluninni. Sante.is tekur hugtakið samfélagsleg ábyrgð alvarlega og einfaldlega selur engar vörur til einokunarverslana. Á þeim degi sem grein vínáhugamansins er skrifuð má þó finna nokkur kampavín frá Drappier auk bjóra sem finnast í báðum verslunum og eru samkvæmt útreikningum Jóns ódýrari í einokuninni: Lesendur bíða svo spenntir eftir tillögum Jóns um að einokunarverslunin muni bæta aftur inn fleiri vörum til að lagfæra þau mistök sem Jón telur að séu að undirlagi Sjálfstæðisflokksins og hafi reynst neytendum dýrkeypt: Jón Páll fer víða í athugasemdum sínum og vekur m.a. athygli á að lagerbjór frá Stella er framleiddur í nokkrum styrkleikaflokkum 4,6%- 4,8% og 5% en Sante.is hefur selt bjór í efsta og neðsta þrepi sem munar félagið kr.17 í áfengisgjaldi og hefur ekki þótt tilefni til verðbreytinga en bjórinn er seldur á meira en 25% lægra verði en í hinum margrómuðu einokunarverslunum Jóns. Vínáhugamaðurinn bendir einnig á að hið erlenda félag Santewines.SAS skuli ekki tiltaka íslenskt virðisaukaskatts númer sem vínáhugamaðurinn telur grunsamlegt en fæstir erlendir lögaðilar hafa þó vsk. númer nema í sínu heimalandi. Á þessu er þó undantekning því netverslun Santewines SAS hefur einmitt eitt slíkt. Þó erfitt sé um að spá hvað hilluplásshafinn Jón Páll muni nefna í sínum framhaldsgreinum, skal því þó slegið föstu að hann muni ekki fjalla um að rósakampavín frá Laurent Perrier fáist í netverslun Sante á 20% lægra verði en í ÁTVR. Ástæðan er einföld því innflytjandinn er jafnframt eiginkona Jóns. Höfundur er víninnflytjandi og vínáhugamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í bók sinni 1984 skrifar George Orwell boðskap einræðisherrans þess efnis að í fáfræðinni sé styrkur falinn. Jón Páll Haraldsson sem titlar sig „vínáhugamann” skrifar sérkennilega grein á vef Vísis, hvar hann fyrstur vínáhugamanna mærir einokunarverslanir ríkisins svo vitað sé. Sætir greinin nokkurri furðu fyrir vikið því flestir vínáhugamenn hafa fyrir margt löngu snúið baki við hinu arfaslaka úrvali einsleitra vína sem þar finnast. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að Jón Páll er einn af hilluplásshöfum ÁTVR og greinin því undir fölsku flaggi. En þó að Jóni Páli verði fótaskortur á tungunni, jafnast það þó ekki á við heldur slaklega reiknigetu vínáhugamannsins þegar hann fullyrðir að allar vörur í netverslun Sante, sem eru til afgreiðslu og jafnvel heimsendingar samdægurs, séu dýrari heldur en í hinni rómuðu vefverslun einokunarverslunarinnar gegn sérpöntun sem Jón telur að tryggi í senn hagstætt verð og gott úrval. Þess má geta að afgreiðslutími sérpantana getur verið talinn í vikum hjá ríkisversluninni. Sante.is tekur hugtakið samfélagsleg ábyrgð alvarlega og einfaldlega selur engar vörur til einokunarverslana. Á þeim degi sem grein vínáhugamansins er skrifuð má þó finna nokkur kampavín frá Drappier auk bjóra sem finnast í báðum verslunum og eru samkvæmt útreikningum Jóns ódýrari í einokuninni: Lesendur bíða svo spenntir eftir tillögum Jóns um að einokunarverslunin muni bæta aftur inn fleiri vörum til að lagfæra þau mistök sem Jón telur að séu að undirlagi Sjálfstæðisflokksins og hafi reynst neytendum dýrkeypt: Jón Páll fer víða í athugasemdum sínum og vekur m.a. athygli á að lagerbjór frá Stella er framleiddur í nokkrum styrkleikaflokkum 4,6%- 4,8% og 5% en Sante.is hefur selt bjór í efsta og neðsta þrepi sem munar félagið kr.17 í áfengisgjaldi og hefur ekki þótt tilefni til verðbreytinga en bjórinn er seldur á meira en 25% lægra verði en í hinum margrómuðu einokunarverslunum Jóns. Vínáhugamaðurinn bendir einnig á að hið erlenda félag Santewines.SAS skuli ekki tiltaka íslenskt virðisaukaskatts númer sem vínáhugamaðurinn telur grunsamlegt en fæstir erlendir lögaðilar hafa þó vsk. númer nema í sínu heimalandi. Á þessu er þó undantekning því netverslun Santewines SAS hefur einmitt eitt slíkt. Þó erfitt sé um að spá hvað hilluplásshafinn Jón Páll muni nefna í sínum framhaldsgreinum, skal því þó slegið föstu að hann muni ekki fjalla um að rósakampavín frá Laurent Perrier fáist í netverslun Sante á 20% lægra verði en í ÁTVR. Ástæðan er einföld því innflytjandinn er jafnframt eiginkona Jóns. Höfundur er víninnflytjandi og vínáhugamaður.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun