„Þú ert ekki foreldri, þið eruð ekki fjölskylda“ Lúðvík Júlíusson skrifar 8. júní 2021 12:00 Stjórnvöld eru mjög sérstök í barnamálum. Allt á að gera fyrir fjölskyldur. Í stjórnarskrá eru réttindi barna tryggð(1), í lögum eru réttindi fjölskyldna tryggð, í reglum fá fjölskyldur þjónustu og svo framvegis. Alþingi vill gera allt fyrir fjölskyldur Á Alþingi hafa verið samþykkt frumvörp sem gagnast eiga fjölskyldum. Til dæmis leikskólalög, grunnskólalög, lög um þjónustu við fatlað fólk(2), barnasáttmáli SÞ(3)(4) og barnalög(5). Alþingismenn tala oft um nauðsyn þess að aðstoða barnafjölskyldur, hækkun barnabóta, skóla án aðgreiningar og svo framvegis. Allt skal gera fyrir barnafjölskyldur. Samfélagábyrgð og hagaðilar Samfélagsábyrgð vísar til þess að þegar ákvarðanir eru teknar að þá skuli ekki aðeins horfa til eigin nærtækustu hagsmuna heldur líta til allra aðila sem ákvörðunin hefur áhrif á, hvort sem þeir eru tengdir þeim sem tekur ákvörðunina eða ekki.(6) Þegar ákvarðanir eru teknar eða lög eru sett sem varða börn þá eru bæði börn og foreldrar hagaðilar. Það er því samfélagsábyrgð að líta til þess hvaða áhrif ákvörðunin eða lagasetningin hefur á daglegt líf þeirra. Alþingi ætti því að meta áhrif lagasetninga á líf barna og foreldra. Börn eftir skilnað Nú gerist það nokkuð oft að foreldrar skilja eða búa ekki saman. Þá þurfa foreldrar að taka ákvörðum um lögheimili barns, forsjá(sameiginleg eða ekki) og umgengni. Þetta eru þrjú atriði sem þarf að taka ákvörðun um. Lögheimili snýst um skráða búsetu í Þjóðskrá og fjárhagslegan stuðning frá hinu opinbera, forsjá snýst um ábyrgð og umgengni um samveru með barni eftir skilnað. Þú ert ekki fjölskylda barnsins Þegar foreldrar skilja þá þurfa foreldrar einnig að ákveða hvort þeirra skuli vera fjölskylda barnsins. Þetta gera þeir oftast óafvitandi. Það foreldri sem ekki hefur lögheimili barnsins er ekki lengur fjölskylda barnsins. Þegar barn fer til foreldris og ættingja sinna þá er það ekki að fara til fjölskyldu sinnar heldur til einhleyps barnslauss einstaklings. Merkilegt. Á Íslandi á 21. öldinni þá getur barn aðeins tilheyrt einni fjölskyldu búi foreldrar ekki saman. Þjónusta til fjölskyldu barnsins Öll þjónusta hins opinbera, réttindi, aðild, stuðningur, aðstoð og fleira sem veita á samkvæmt stjórnarskrá, lögum og reglum fer til fjölskyldu barnsins. Það þýðir að annað foreldrið er án allra réttinda og barnið er í lakari stöðu á því heimili en börn almennt. Leyfi til að vera með þýðir ekki það sama og hafa réttindi. Oft mega báðir foreldrar vera með en þegar á reynir þá eru engin lög sem tryggja þátttöku þess foreldris sem ekki hefur lögheimili barnsins þrátt fyrir að forsjá sé sameiginleg. Það er ekki talin stjórnvaldsákvörðun að útiloka annað foreldri barnsins. Þetta telja stjórnvöld og eftirlitsaðilar vera í lagi. „Þú ert ekki foreldri barnsins, þú ert ekki fjölskylda barnsins“ Þegar foreldri barns með mikla fötlun(andlega og/eða líkamlega) óskar eftir aðgangi að málastjóra/tengilið, þjónustu, stuðningi, aðild og að fá upplýsingar með eðlilegum hætti þá segja stjórnvöld „nei, þú ert ekki foreldri barnsins.“ Þegar foreldrið segir að það sé nú foreldri samkvæmt barnalögum(5) þá segja stjórnvöld „nei, þú ert ekki fjölskylda barnsins.“ Umboðsmaður barna og Umboðsmaður Alþingis hafa ekki gagnrýnt þessa túlkun stjórnvalda. Aldrei er litið til þarfa barnsins, til réttinda barnsins, til stjórnarskrárinnar, laga eða barnasáttmála SÞ. Þetta virðast marklaus plögg þegar kemur að réttindum barna sem tilheyra þessum jaðarhópum. Réttindi fatlaðra barna sem búa á tveimur heimilum eru því mun lakari en annarra barna. Staðan er næstum því vonlaus. Styrkur foreldris Treysta þarf á styrk, úthald, úrræðasemi og getu foreldra til að aðstoða barnið því enga aðstoð er að fá. Barnið er sett í geymslu í hvert skipti sem það fer í umgengni. Þetta finnst alþingismönnum almennt bara fínt. Getur einhver sagt mér hvernig þetta getur talist vera í lagi? Getur einhver sagt mér hvernig svona framkoma getur talist vera í lagi? Getur einhver sagt mér hvað er barnvænt við þetta? Hvað ef foreldri getur ekki sinnt barni sínu án aðstoðar? Getur einhver sagt mér hvers vegna enginn flokkur á þingi vill breyta þessu og vinna í þágu barna? Nú er tækifæri til breytinga. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um „samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna“.(7) Með því að bæta við skilgreiningu um foreldra í lögunum sem þá sem fara með „forsjá barna sinna eða hafa reglulega umgengni“ þá fá öll börn fá viðeigandi stuðning, allir foreldrar fá að styðja barnið sitt og barn verður þungamiðja þjónustu. Ég skora á þingmenn að taka frumkvæðið, setja börn í fyrsta sætið og í þungamiðju þjónustu. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. Heimildir (1) https://www.althingi.is/lagas/nuna/1944033.html (2) https://www.althingi.is/lagas/nuna/2018038.html (3) https://www.barnasattmali.is/is/um-barnasattmalann/umfjollun-um-barnasattmalann (4) https://www.althingi.is/altext/stjt/2013.019.html (5) https://www.althingi.is/lagas/nuna/2003076.html (6) https://www.visindavefur.is/svar.php?id= 76745&fbclid=IwAR2Y66yv3cSSO4lneaQ0fd7bPZ44q52Xd8d9yvWrZqAOyujcD8s014tg_Lk (7) https://www.althingi.is/altext/151/s/0440.html Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Fjölskyldumál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnvöld eru mjög sérstök í barnamálum. Allt á að gera fyrir fjölskyldur. Í stjórnarskrá eru réttindi barna tryggð(1), í lögum eru réttindi fjölskyldna tryggð, í reglum fá fjölskyldur þjónustu og svo framvegis. Alþingi vill gera allt fyrir fjölskyldur Á Alþingi hafa verið samþykkt frumvörp sem gagnast eiga fjölskyldum. Til dæmis leikskólalög, grunnskólalög, lög um þjónustu við fatlað fólk(2), barnasáttmáli SÞ(3)(4) og barnalög(5). Alþingismenn tala oft um nauðsyn þess að aðstoða barnafjölskyldur, hækkun barnabóta, skóla án aðgreiningar og svo framvegis. Allt skal gera fyrir barnafjölskyldur. Samfélagábyrgð og hagaðilar Samfélagsábyrgð vísar til þess að þegar ákvarðanir eru teknar að þá skuli ekki aðeins horfa til eigin nærtækustu hagsmuna heldur líta til allra aðila sem ákvörðunin hefur áhrif á, hvort sem þeir eru tengdir þeim sem tekur ákvörðunina eða ekki.(6) Þegar ákvarðanir eru teknar eða lög eru sett sem varða börn þá eru bæði börn og foreldrar hagaðilar. Það er því samfélagsábyrgð að líta til þess hvaða áhrif ákvörðunin eða lagasetningin hefur á daglegt líf þeirra. Alþingi ætti því að meta áhrif lagasetninga á líf barna og foreldra. Börn eftir skilnað Nú gerist það nokkuð oft að foreldrar skilja eða búa ekki saman. Þá þurfa foreldrar að taka ákvörðum um lögheimili barns, forsjá(sameiginleg eða ekki) og umgengni. Þetta eru þrjú atriði sem þarf að taka ákvörðun um. Lögheimili snýst um skráða búsetu í Þjóðskrá og fjárhagslegan stuðning frá hinu opinbera, forsjá snýst um ábyrgð og umgengni um samveru með barni eftir skilnað. Þú ert ekki fjölskylda barnsins Þegar foreldrar skilja þá þurfa foreldrar einnig að ákveða hvort þeirra skuli vera fjölskylda barnsins. Þetta gera þeir oftast óafvitandi. Það foreldri sem ekki hefur lögheimili barnsins er ekki lengur fjölskylda barnsins. Þegar barn fer til foreldris og ættingja sinna þá er það ekki að fara til fjölskyldu sinnar heldur til einhleyps barnslauss einstaklings. Merkilegt. Á Íslandi á 21. öldinni þá getur barn aðeins tilheyrt einni fjölskyldu búi foreldrar ekki saman. Þjónusta til fjölskyldu barnsins Öll þjónusta hins opinbera, réttindi, aðild, stuðningur, aðstoð og fleira sem veita á samkvæmt stjórnarskrá, lögum og reglum fer til fjölskyldu barnsins. Það þýðir að annað foreldrið er án allra réttinda og barnið er í lakari stöðu á því heimili en börn almennt. Leyfi til að vera með þýðir ekki það sama og hafa réttindi. Oft mega báðir foreldrar vera með en þegar á reynir þá eru engin lög sem tryggja þátttöku þess foreldris sem ekki hefur lögheimili barnsins þrátt fyrir að forsjá sé sameiginleg. Það er ekki talin stjórnvaldsákvörðun að útiloka annað foreldri barnsins. Þetta telja stjórnvöld og eftirlitsaðilar vera í lagi. „Þú ert ekki foreldri barnsins, þú ert ekki fjölskylda barnsins“ Þegar foreldri barns með mikla fötlun(andlega og/eða líkamlega) óskar eftir aðgangi að málastjóra/tengilið, þjónustu, stuðningi, aðild og að fá upplýsingar með eðlilegum hætti þá segja stjórnvöld „nei, þú ert ekki foreldri barnsins.“ Þegar foreldrið segir að það sé nú foreldri samkvæmt barnalögum(5) þá segja stjórnvöld „nei, þú ert ekki fjölskylda barnsins.“ Umboðsmaður barna og Umboðsmaður Alþingis hafa ekki gagnrýnt þessa túlkun stjórnvalda. Aldrei er litið til þarfa barnsins, til réttinda barnsins, til stjórnarskrárinnar, laga eða barnasáttmála SÞ. Þetta virðast marklaus plögg þegar kemur að réttindum barna sem tilheyra þessum jaðarhópum. Réttindi fatlaðra barna sem búa á tveimur heimilum eru því mun lakari en annarra barna. Staðan er næstum því vonlaus. Styrkur foreldris Treysta þarf á styrk, úthald, úrræðasemi og getu foreldra til að aðstoða barnið því enga aðstoð er að fá. Barnið er sett í geymslu í hvert skipti sem það fer í umgengni. Þetta finnst alþingismönnum almennt bara fínt. Getur einhver sagt mér hvernig þetta getur talist vera í lagi? Getur einhver sagt mér hvernig svona framkoma getur talist vera í lagi? Getur einhver sagt mér hvað er barnvænt við þetta? Hvað ef foreldri getur ekki sinnt barni sínu án aðstoðar? Getur einhver sagt mér hvers vegna enginn flokkur á þingi vill breyta þessu og vinna í þágu barna? Nú er tækifæri til breytinga. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um „samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna“.(7) Með því að bæta við skilgreiningu um foreldra í lögunum sem þá sem fara með „forsjá barna sinna eða hafa reglulega umgengni“ þá fá öll börn fá viðeigandi stuðning, allir foreldrar fá að styðja barnið sitt og barn verður þungamiðja þjónustu. Ég skora á þingmenn að taka frumkvæðið, setja börn í fyrsta sætið og í þungamiðju þjónustu. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. Heimildir (1) https://www.althingi.is/lagas/nuna/1944033.html (2) https://www.althingi.is/lagas/nuna/2018038.html (3) https://www.barnasattmali.is/is/um-barnasattmalann/umfjollun-um-barnasattmalann (4) https://www.althingi.is/altext/stjt/2013.019.html (5) https://www.althingi.is/lagas/nuna/2003076.html (6) https://www.visindavefur.is/svar.php?id= 76745&fbclid=IwAR2Y66yv3cSSO4lneaQ0fd7bPZ44q52Xd8d9yvWrZqAOyujcD8s014tg_Lk (7) https://www.althingi.is/altext/151/s/0440.html
Heimildir (1) https://www.althingi.is/lagas/nuna/1944033.html (2) https://www.althingi.is/lagas/nuna/2018038.html (3) https://www.barnasattmali.is/is/um-barnasattmalann/umfjollun-um-barnasattmalann (4) https://www.althingi.is/altext/stjt/2013.019.html (5) https://www.althingi.is/lagas/nuna/2003076.html (6) https://www.visindavefur.is/svar.php?id= 76745&fbclid=IwAR2Y66yv3cSSO4lneaQ0fd7bPZ44q52Xd8d9yvWrZqAOyujcD8s014tg_Lk (7) https://www.althingi.is/altext/151/s/0440.html
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun