Má ég vera ég? Árdís Rut H. Einarsdóttir skrifar 4. júní 2021 17:31 Hér er ég ADHD stelpan 10-11 ára gömul ógreind, óþekk og hávær! Mjög hávær! Ég fékk ekki greiningu fyrr en ég fór sjálf í greiningu 25 ára gömul tveggja barna móðir, í háskólanámi, komin í algjört þrot á líkama og sál Ég skoraði mjög hátt á ADHD skalanum, bæði í ofvirkni og athyglisbresti. Nú segja margir sem þekktu mig sem barn, já við vissum það nú alltaf! Árdís, tíu eða ellefu ára gömul.Aðsend Skólaganga mín gekk lala fyrir sig, ég fór að mestu í gegnum grunnskólann á bröndurum og samkennd. Ég fékk að mestu að vera ÉG í grunnskóla. Hlægja hátt, trufla kennslu, segja brandara, teikna, syngja, íþróttir og annað misgáfulegt. Kannski var það vegna þess að grunnskólinn minn var lítill skóli út á landi, og ég meina hvert hefðu þau svo sem getað sent mig? Þegar það var ekkert ,,að” mér. Tóninn fyrir minni stöðu sem ,,brandarinn” í vinahópnum, bekknum/skólanum var hinsvegar settur ansi snemma, u.þ.b. 8 ára myndi ég áætla. Þá varð mér það einnig ljóst að ég væri ekki krakkinn sem foreldrarnir vildu hafa í kringum börnin sín. Þau skilaboð voru skýr þegar allir krakkarnir í bekknum mínum, nema ég, fengu afmælisboð í afmæli bekkjarsystur okkar. Ástæðan var e.t.v. sú að bekkjarsystur minni þótti ég hávær, óþekk, leiðinleg, eða hvað? Og mamma hennar studdi ákvörðun dóttur sinnar og leyfði henni að bjóða öllum krökkunum í afmælið nema þessu eina. Þá upplifði ég höfnun, staðfestingu á heimsku minni og vonleysi. Þá hugsaði ég með mér að ég yrði bara að vera fyndin, enginn er ömurlegur sem fær aðra til að hlæja ! Þessi stimpill ásamt öðru sem ekki verður rætt að þessu sinni hélt mér í þunglyndisfangelsi fram til ársins 2014. Á þessu tímabili minnti ég sjálfa mig reglulega á hversu gölluð ég væri, enda var ekkert “að” mér sem gæti útskýrt hvað ég var heimsk og ömurleg! Í dag líður mér alla jafna vel og án ADHD væri ég ekki á þeim stað sem ég er á í dag. Ég tek ADHD lyfin mín, stunda mína vinnu og reyni eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að nokkurt barn þurfi að upplifa minn veruleika. Sem er nú bara lítilvægur miðað við sögur margra barna/fullorðina á #saganokkar. Fræðum hvort annað! #ADHD #MÁÉGVERAÉG? Höfundur er verkefnastjóri fræðslumála hjá ADHD samtökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Hér er ég ADHD stelpan 10-11 ára gömul ógreind, óþekk og hávær! Mjög hávær! Ég fékk ekki greiningu fyrr en ég fór sjálf í greiningu 25 ára gömul tveggja barna móðir, í háskólanámi, komin í algjört þrot á líkama og sál Ég skoraði mjög hátt á ADHD skalanum, bæði í ofvirkni og athyglisbresti. Nú segja margir sem þekktu mig sem barn, já við vissum það nú alltaf! Árdís, tíu eða ellefu ára gömul.Aðsend Skólaganga mín gekk lala fyrir sig, ég fór að mestu í gegnum grunnskólann á bröndurum og samkennd. Ég fékk að mestu að vera ÉG í grunnskóla. Hlægja hátt, trufla kennslu, segja brandara, teikna, syngja, íþróttir og annað misgáfulegt. Kannski var það vegna þess að grunnskólinn minn var lítill skóli út á landi, og ég meina hvert hefðu þau svo sem getað sent mig? Þegar það var ekkert ,,að” mér. Tóninn fyrir minni stöðu sem ,,brandarinn” í vinahópnum, bekknum/skólanum var hinsvegar settur ansi snemma, u.þ.b. 8 ára myndi ég áætla. Þá varð mér það einnig ljóst að ég væri ekki krakkinn sem foreldrarnir vildu hafa í kringum börnin sín. Þau skilaboð voru skýr þegar allir krakkarnir í bekknum mínum, nema ég, fengu afmælisboð í afmæli bekkjarsystur okkar. Ástæðan var e.t.v. sú að bekkjarsystur minni þótti ég hávær, óþekk, leiðinleg, eða hvað? Og mamma hennar studdi ákvörðun dóttur sinnar og leyfði henni að bjóða öllum krökkunum í afmælið nema þessu eina. Þá upplifði ég höfnun, staðfestingu á heimsku minni og vonleysi. Þá hugsaði ég með mér að ég yrði bara að vera fyndin, enginn er ömurlegur sem fær aðra til að hlæja ! Þessi stimpill ásamt öðru sem ekki verður rætt að þessu sinni hélt mér í þunglyndisfangelsi fram til ársins 2014. Á þessu tímabili minnti ég sjálfa mig reglulega á hversu gölluð ég væri, enda var ekkert “að” mér sem gæti útskýrt hvað ég var heimsk og ömurleg! Í dag líður mér alla jafna vel og án ADHD væri ég ekki á þeim stað sem ég er á í dag. Ég tek ADHD lyfin mín, stunda mína vinnu og reyni eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að nokkurt barn þurfi að upplifa minn veruleika. Sem er nú bara lítilvægur miðað við sögur margra barna/fullorðina á #saganokkar. Fræðum hvort annað! #ADHD #MÁÉGVERAÉG? Höfundur er verkefnastjóri fræðslumála hjá ADHD samtökunum.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar